Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 28
Einar Kristján Hilmarsson Uppáhalds ntningarstaðwrinn Fel Drottni vegu þrna og treyst honum, hann mun vel fjrir sjá Eg var beðinn um að skrifa nokkur orð um uppáhalds ritningarstaðinn minn og einn kom strax í hugann, Davíðssálmur 37:5: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Það eru margir ritningarstaðir sem eru mér mikils virði. Ég hef lesið Biblíuna frá unglingsárum og hún hefur blessað líf mitt á margan hátt. Guðs orð er lifandi og kröftugt... (Hebr.4:12) þannig að þegar maður les það og biður Guð um að tala þá gerist eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Guð talar, talar inn í aðstæður mínar eða þínar. Margir lesa Biblíuna án þess að gera ráð fyrir að Guð geti talað eða gleyma því. Davíðssálmarnir eru frábærir að mörgu leyti. Þeir lýsa oft vel aðstæðum sem við mennimir lendum í. Davið var mikill konungur sem trúði á Guð og treysti honum. Þó féll hann í miklar syndir. En hann þekkti Guð og vissi hvert hann átti að snúa sér. í Sálm. 25:11 segir hann t.d.: „Sakir nafns þíns, Drottinn, fyrirgef mér sekt mína, því að hún er mikil.“ Og í Sálm. 32:1: „Sæll er sá er afbrotin em fyrirgefin, synd hans hulin.“ Davíð vissi það mikilvæga. Hann gat treyst Drottni. Kærleikur Guðs er mikill og hann er hjálp og skjöldur þeirra sem treysta honum. „Þeir sem óttast Drottin treysta Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur" (Sálm. 115:11). Og í mínu uppáhaldsversi, Sálm. 37:5, segir: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Fyrir mér hefur þetta verið tvíþætt. í fyrsta lagi að fela líf og atburði i Drottins hendur og svo hitt að treysta honum. Það er auðvelt í sjálfu sér að biðja bæn til Guðs um að vera með í þessu eða hinu eða segja: Góði Guð, viltu vera með mér í lífinu, viltu blessa mig og mína. Það er þetta með traustið sem er ekki eins auðvelt. Mér hefur ekki alltaf tekist að treysta Guði fyrir öllu sem ég bað hann um og oft hef ég líka tekið fram fyrir hendumar á honum, bjargað hlutunum sjálfur. Þá hefur hann ekki getað komið með það sem hann hafði i huga. En Guð gefst ekki upp á okkur, hann þráir að koma sínum fyrirætlunum að í lífi okkar og það er reynsla mín að hann gerir allt sem hann getur til þess og gefst ekki upp. Það er aðeins okkar að fela líf okkar og þá hluti sem við glímum við í hans hendur og treysta honum Þú verður að gefa þig í hendur Drottins, gefa honum tækifæri til að „sjá velfyrir þínum málum". Treystu honum, láttu á það reyna. Guð er til og hann bíður eftir að þú vonir á hannjelir honum öll þín mál.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.