Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 30
Gunnar J. Gunnarsson Ép legg mikla áherslu á að vera með krökknnum Rætt við Ragnhildi Ásgeirsdóttur djdk.ua hjá Kristilegu skólahreyfingunni Ragnhildur Ásgeirsdóttir var vígð djákni til starfa hjá Kristilegu skólahreyfingunni 7. febrúar sl. en að skóla- hreyfingunni standa eins og kunnugt er Kristilegt stúdentafélag og Kristileg skólasamtök. Ragnhildur er fyrsti djákninn sem ráðinn er til starfa hjá hreyfingunni en hingað til hafa skóla- prestar starfað fyrir hreyfinguna allt frá því á 8. áratugnum þegar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson var ráðinn fyrsti skóla- presturinn. Ragnhildur er kennara- menntuð og fór í djáknanám að kenn- araprófi loknu. Bjarma lék forvitni á að vita hvemig starfið legðist í Ragnhildi. Hvemig kom það til að þú varst beðin að taka þetta starj að þér og hvemig brástu við? - Um leið og ég frétti að staða fram- kvæmdastjóra KSH væri laus vaknaði strax áhugi hjá mér fyrir þessu starfi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vinna með börnum og unglingum og ég fann innra með mér að þessari stöðu gæti ég vel hugsað mér að sinna. Ég og fjölskylda mín vomm þá búsett í Svíþjóð og auðvitað hvarflaði ekki að mér að að- stæður ættu eftir að verða þannig að ég ætti eftir að taka við þessari stöðu. Löngu seinna þegar stjórn KSH hafði samband við mig fann ég til mikillar gleði að fá á þann hátt staðfestingu á köllun minni til þessarar þjónustu. Þá var enginn vafi innra með mér að ég ætti að taka við starfinu. Það sem mér þótti svo sérstakt og ánægjulegt var að þegar ég viðraði hugmyndir mínar um starfið við stjórn KSH voru það hug- myndir sem þau sjálf höfðu mikið verið að ræða um. Hvað fmnst þér mest spennandi við slarjið? - Það er auðvitað númer eitt, tvö og þrjú afskaplega spennandi í mínum huga að starfa með unglingum. Það er svo mikið að gerast í lífi þeirra, þau em að taka stórar ákvarðanir sem varða framtíð þeirra og ýmislegt í þeim dúr. Nú, í kringum ungt fólk er líf og gleði og það heillar mig mjög. Það er alltaf gaman að vera innan um fólk sem kann að gleðjast einlæglega og er fullt af lífsorku og gleði. Mér finnst líka mjög spennandi að finna áhuga jjeirra og jákvæni til að takast á við nýja hluti. Krakkamir em einnig afskaplega opnir tilfinningalega og móttækilegir fyrir Guðs orði. Það er spennandi verkefni að vera með þeim að hugleiða Guðs orð, kenna þeim meira um Jesú svo að þeir fái að kynnast honum enn belur. Ég skynja vel að unglingamir eiga mikla þrá innra með sér að vaxa i trúnni á Krist. Hvemig nýtist menntun þín í starfinu? - Þegar ákveðinn einstaklingur tekur við starfi er það auðvitað fyrst og fremst hæfileikar viðkomandi og náðargáfur sem standa upp úr. Hefur hann hæfileika til að gegna þessari sföðu? Menntun er fólgin í svo mörgu öðm en hinni bóklegu menntun. En menntunin styrkir og þroskar einstaklinginn og veitir víðsýni í starfinu og að mínu mati nýtist menntun mín vel í þessu starfi. Uppeldisfræðin kemur að góðum notum. í mörgum aðstæðum finn ég glöggt að hún er góður bakhjarl sem og Það er auðvitað númer eitt, tvö og prjú afskaplega spennandi í mínum huga að starfa með unglingum. Það er svo mikið að gerast í lífi peirra, pau eru að taka stórar ákvarðanir sem varðaframtíð peirra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.