Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 31
reynslan af kennarastarfinu. En það er auðvitað mjög mikilvægt í þessari þjónustu að hafa guðfræðilega þekkingu og búa yfir þeirri kunnáttu. Mitt starf felst að miklu leyti í biblíufræðslu og kennslu og það er vissulega styrkur að ég hef fengið menntun á þvi sviði. Áherslur í starfinu eru bundnar við presónu en ekki við menntun hennar en menntunin tengist auðvitað þeim áhersluþáttum sem viðkomandi vill leggja áherslu á Á hvað vilt þú leggja áherslu í þinu starji? - Ég vil leggja mikla áherslu á að vera með krökkunum. Þá á ég við nálg- unina. Ég ætla ekki að gera starfið mitt að skrifstofustarfi þó vissulega séu verkefni sem ég þarf að vinna á skrif- stofu. En mig langar að heimsækja skólana og vera með starfshópa í hverj- um skóla fyrir sig. Þar gefst tækifæri til þess að ræða þau um málefni sem þau eru að glíma við í skólanum og eru efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni. í svona hóp er líka auðveldara að koma með nýja unglinga og leyfa þeim að kynnast krökkum úr KSS þannig að þau fái hugmynd um hvað þar er að gerast. Eitt af mínum markmiðum er að KSS verði þekkt samtök meðal ung- linga, að samtökin verði sýnileg sem heilbrigð, skemmtileg og uppbyggileg samtök um leið hafa þau ákveðið for- varnargildi. Mér finnst líka mjög mikilvægt að líta á starfsárið í heild, hafa samhengi í við- fangsefnum. Mér þætti gott ef haldnir yrðu fræðslufundir öðru hvoru, þar sem sérstaklega er fjallað um málefni sem eru unglingum ofarlega í huga, það má nefna allskonar siðferðisleg álitamál sem þau eru að kljást við. Nú, það verð- ur áhersla lögð á listina á sem flestum sviðum, söng, drama, myndlist, ljós- myndun og ljóðagerð. Þá er ætlunin að reyna að hafa ljósmyndanámskeið þar sem unnið er út frá ákveðnu þema og síðan endað með ljósmyndasýningu. Eins með ljóðagerð, það er upplagt að hafa námskeið um ljóðagerð, jafnvel samkeppni og gefa út undir lokin ljóða- bók með ljóðum eftir krakkana. Síðan sé ég fyrir mér kór með hljómsveit, söngvum og dönsum. Ég legg mikla áherslu á sálgæsluna. Ég veit af eigin reynslu að það er mjög mikilvægt að krakkarnir hafi einhvern sem þeir geti leitað til og treyst. Ég hef viðtalstíma á skrifstofunni og þeir hafa verið nýttir mjög mikið. Það sýnir þörf- ina fyrir þetta. í því sambandi get ég líka nefnt að ég er með öldungahóp í KSS. Það er eldra fólk sem kemur reglu- lega á fundi hjá KSS, mætir á skólamót, er til þjónustu reiðubúið ef á þarf að halda, bæði í sálgæslu og fyrirbæn. Unglingarnir hafa einnig talað um það hvað þeim finnst þetta þarft. Það eru óteljandi verkefni og margir áherslu- þættirnir hjá mér. En auðvitað er það fyrst og fremst mín bæn að Guð geti notað mig í þessari þjónustu til að sem flestir mættu eignast persónulega trú á Jesú Krist og að KSS- og KSF- ingar sem þegar hafa tekið trú mættu vaxa og eflast í trúnni á frelsarann okkar. Hvert er hlutverk og möguleikar Kristilegu skólahregjingarinnar? Höfðar kiistin trú til ungsfólks nú á dögum? - Já, svo sannarlega finnst mér Kristilega skólahreyfingin eiga erindi við ungt fólk nú á dögum. Þau viðhorf og gildi, sá boðskapur sem kristin trú boðar á erindi til allra, sama á hvaða aldri fólk er. Vissulega er það mjög mikils virði að kristin trú nái eyrum unglinga og hafi þannig mótandi áhrif á lífsviðhorf og þá stefnu sem lif þeirra kann að taka. En auðvitað er að- almálið að finna starfsaðferðir sem höfða til þeirra og gera stariið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að hlusta á unglingana og þeirra þarfir. Eitthvað að lokum? - Já, mig langar til þess að leggja það á hjarta lesenda Bjarma að biðja fyrir öllu starfi í Kristilegu skólahreyfing- unni. Það er mikilvægt að biðja fyrir KSS- og KSF-ingunum, stjómum félag- anna og biðja Guð um að unglingarnir varð- veitist í trúnni á Jesú Krist.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.