Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 33
Christian Bastke lærði viðskiptafræði en nú prédikar hann og kennir að hér er þjóð sem býr við efnahagslega velsæld, það sést á bílum og húsakosti. En sem kristinn maður horfi ég einnig á þjóðfélag ykkar frá öðrum sjónarhóli. Ég hef auk þess ferðast Qg starfað víða og get borið ykkur saman við önnur þjóðfé- lög sem ég hef komið til. Nú má enginn taka orð mín svo að ég geti fellt ein- hverja allsherjar dóma yfir þjóðfélagi ykkar. Ég hef auðvitað aðeins séð örlítið brot af íslandi og íslendingum. Þetta eru frekar hugrenningar mínar og það sem vakið hefur athygli mina eftir að hafa verið hér í nokkra daga, séð mig um og aílað mér nokkurra upplýsinga um land og þjóð. Mér finnst athyglisvert að hér er ein kirkjudeild ráðandi með um 90% lands- manna, þ.e. lútherska þjóðkirkjan. Viða í Evrópu er þessu ekki þannig farið, t.d. í Þýskalandi, Hollandí og Sviss er u.þ.b. helmingurinn mótmælendur og helm- ingurinn kaþólskir. Það er au^vitað gleðilegt að svo hátt hlutfall íslensku þjóðarinnar sem raun ber vitni skuli til- heyra kristinni kirkju. Á hinn bóginn vekur það athygli mína hve fáir virðast taka trúna á Jesú Krist alvarlega eða líta á sig sem persónulega kristna ein- staklinga. Á næsta ári fagna íslendingar þúsund ára kristni í landinu en á sama tíma og flestir segjast trúa á Guð og til- heyra kirkjunni eru það hlutfallslega fáir sem raunverulega þekkja Guð. Mér virðast fáir tilbúnir til þess í alvöru að tala um Guð og um Jesú Krist og það sem hann hefur gert fyrir mennina. Annað er mér umhugsunarefni eftir að hafa rætt við félaga í Gídeonfélaginu hér á landi. Hann tjáði mér að öll tíu ára böm fái Nýja testamentið að gjöf frá fé- laginu. Auk þess er Biblíum dreift viða og hún seld hér á hveiju ári í töluverðu upplagi. Á sama tíma virðist fólk al- mennt ekki lesa mikið í Biblíunni þótt hún eða Nýja testamentið séu líklega til á flestum heimilum. Þar af leiðandi er þekkingin á orði Guðs væntanlega tak- mörkuð. Þar sem trúin kemur af því að heyra orðið og þroskinn í trúnni einnig er hættan sú að eftir standi aðeins kristindómur að nafninu til. Ég vil þ\á hvetja íslendinga til að lesa meira í orði Guðs svo þeir öðlist þekkingu og skiln- ing á því hver Jesús Kristur er, hvað hann hefur gert fyrir þá og hvaða máli það skiptir að trúa á hann. Mér virðist einnig þörf á að styrkja boðun og út- skýringu orðs Guðs þar sem lögð er áhersla á hvað Biblían segir um Guð og Á sama tíma virðistfólk almennt ekki lesa mikið í Biblíunni pótt hún eða Nýja testamentið séu líklega til áflestum heimilum. Þar afleiðandi er pekkingin á orði Guðs væntanlega takmörkuð. Þar sem trúin kemur afpví að heyra orðið og proskinn í trúnni einnig er hættan sú að eftir standi aðeins kristindómur að nafninu til.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.