Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 36
Einar S. Arason Prédikari sem lysir hlutunum eins og þeir eru Joyce Meyer hefur náð eyrum margra áheyrenda því hún þorir að tala opinskátt um persónuleg vandamál. Hún er ekki feimin við að segja frá eigin reynslu, jafnvel þó hún sé sársaukafull. Þeir sem hlusta á hana eiga auðvelt með að samsama sig henni því þeir finna að hún hefur lifað lífi sem er langt frá því að vera fullkomið. Hún er áhrifamikil þegar hún heldur ræðu. Aðdáendur hennar segja að hún þurfi ekki mörg orð þegar hún talar. Svipbrigði hennar segja svo margt. Og þegar hún sýnir hvernig hún fór að áður fyrr til að vekja samúð mannsins síns, Dave, skella áheyrendurnir upp úr. Hún rifjar upp að þegar Dave horfði á fótboltaleik í sjónvarpinu var hún vön að þrifa húsið til að óróa samvisku hans. „Einu sinni var ég að springa af reiði og hann sagði: „Heyrðu, elskan, gætir þú náð í svaladiykk handa mér fyrst þú ert á leiðinni fram í eldhús?““ Inntak ræðunnar er mjög dæmigert fyrir Joyce Meyer. Hún er að tala um hvemig við getum blekkt okkur sjálf með afsökunum. Hún dregur upp spjöld með fullyrðingum sem við notum gjaman til að réttlæta eigingjama hegðun. ,jUlir aðrir gera þetta,“ segir á einu. Önnur segja: „Mér liður ekki vel í dag,“ „enginn skilur mig“ og „ég er bara ekki tilbúinn að laga þetta strax“. Þetta hljómar kannski ekki eins og djúp guðfræði. En hún er að gera það sem hún kann best: Að nota daglega reynslu til að leggja áherslu á sannindi Biblíunnar. Hvort sem hún er að lýsa því er hún rökræðir við Guð í daglegum aðstæðum eða tala um ýmis sjálfsköpuð vandamál eða hvernig kynferðisleg misnotkun í æsku rúði hana trausti á föðurlegt vald og yfirráð annarra þá finna áheyrendur hennar að hún getur skilið vandamál þeirra. Hvar sem hún heldur ræðu hefur fólk ílykkst að löngu íýrir samkomuna til að ná í sæti. Alls konar fólk. Og hún fær góða dóma hjá því. „Ég get samsamað mig henni," segir Pat Edmondson í New Jersey, „vegna þess að hún er raunveruleg manneskja, ekki einhver sem er hafin yfir lífið. Það segir mér að ég er í lagi, þó ég sé venju- legur maður.“ Ruth Pettis er yfirmáta þakklát fyrir hvemig Joyce hjálpaði henni að komast yfir andlega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. Hún er nú 61 árs en náði þessum árangri ekki fyrr en á nýliðnum ámm. „Ég hélt ég yrði aldrei að neinu,“ segir hún. „Ég hataði sjálfa mig og bjó við stöðuga höfnun. Ég var hrædd við bæði mistök og velgengni." Margir horfa, hlusta og lesa Boðskapur Joyce Meyer hefur náð undra- verðum vinsældum. Um það bil 600 útvarps- og sjónvarpsstöðvar senda út þáttinn hennar og auk þeirra em dreifi- kerfi sem senda um kapal eða gervihnetti. Þetta hljómar kannski ekki eins og djúp guðfræði. En hún er að gera pað sem hún kann best: Að nota daglega reynslu til að leggja áherslu á sannindi Biblíunnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.