Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 37
Hún hefur einnig gefið úf mikið af myndböndum, hljóðböndum og bókum. Salan á einu ári getur verið nálægt þremur milljónum af mynd- og hljóð- böndum og einni milljón bóka (1997). Aðalútgefandi hennar, Harrison House, hefur gefið út íleiri en 30 bækur eftir hana og selt í meira en tveimur milljón- um eintaka. Þetta eru bækur sem fjalla um mannleg vandamál, til dæmis ótta, þunglyndi, vonbrigði, óöryggi, streitu og áhyggjur svo dæmi sé tekið af fyrstu sex bókunum í bókaflokknum „Help Me“ (Hjálpaðu mér). Og það er að sjá að Joyce hafi sjálf glímt við flest af þeim vandamálum sem hún talar um. Saga Joyce Vandamál Joyce byrjuðu heima fyrir þegar hún var barn. Faðir hennar mis- notaði hana árum saman. Hún yfirgaf heimili sitt 18 ára gömul og áður en langt leið gifti hún sig en hjónabandið var algerlega misheppnað. Á fimm árum voru hún og maðurinn hennar aðskilin 20 sinnum. Að síðustu yflrgaf hann hana vegna annarrar konu eftir að Joyce fæddi Davið, son þeirra. Mánuði síðar kynntist hún Dave, lútherskum manni sepi leitaðist við að leyfa anda Guðs að fylla líf sitt. Þau giftu sig í júlí 1967. Þó hann hefði beðið Guð að leiða sig til konu sem þarfnaðist hjálpar spurði hann Joyce þremur vikum eftir giftinguna: „Hvað er eiginlega að þér?“ Dave ættleiddi son hennar og öldurn- ar lægði á heimilinu. En Joyce átti enn við persónuleg vandamál að etja. Það gekk á ýmsu næstu níu ár þó bæði gegndu þau ábyrgðarstöðum í kirkju sinni. En mörgum hættir einmitt til þess að reyna að þjóna Guði án þess að leyfa honum að eiga við líf þeirra að vild sinni. Þeir þjást vegna þess að það gengur ekki upp. Joyce var níu ára þegar hún tók við Jesú sem frelsara sínum. Hún tók þessa ákvörðun í sveitakirkju og bað prestinn um að biðja með sér eftir að samkomunni var lokið. „Ég man þetta enn - mér leið eins og Jesús væri að þvo sál mína,“ segir hún. ,Áður fannst mér ég alltaf svo syndug." En djöfullinn rændi hana vissunni um frelsun hennar og taldi henni trú

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.