Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 34
Hvernig getur miskunnsemi verió náóargjöf? Guðlaugur Gunnarsson Guó gefur söfnuói sínum sérstakar and- legar gjafir sem við köllum gjafir heilags anda eóa náóargjafir. Þrennt ber aó hafa í huga varóandi náóargjafirnar: 1) Guó gefur þær ókeypis og án verð- skuldunar. Þaó er ekki hægt aó vinna sér inn gjafir andans. 2) Náóargjafirnar eru til að þjóna öór- um, söfnuóinum, líkama Krists. Þær eiga ekki aó þjóna þeim eða upphefja þann sem hlýtur gjöfina heldur gerir einstaklinginn hæfari til aó þjóna öór- um. 3) Þaó er nauósynlegt aó sá sem hlýtur náðargjöf noti hana. Þú uppgötvar gjafir þínar í þjónustunni, er þú starfar. Sumir sjá ekki náðargjöf sína af því þeir eru óvirkir. Páll telur upp nokkrar náðargjafir í 12. kafla Rómverjabréfsins. I versi 8 nefnir hann miskunnsemina sem náðargjöf: „Sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri þaó meó gleói.“ Segja má aó flestir trúaóir einstaklingar búi yfir miskunnsemi ( einhverjum mæli (sbr. Róm 5,5: „Kærleika Guðs er úthellt í hjört- um vorum fyrir heilagan anda.“ Aftur á móti ganga þeirsem hljóta þessa sérstöku náðar- gjöf miklu lengra. Gleðin er einkennið á fús- leika þeirra. Þeir gera það ekki af skyldu- rækni eóa kvöó heldur kærleika. Hvaó er miskunnsemi? Miskunnsemi er ekki þaó sama og með- aumkun eða samúð. Meóaumkun er hug- arfarsleg tilfinning, aó kenna í brjósti um einhvern, en miskunnsemi er þaó aó gera eitthvaó á kærleiksríkan hátt til að linna þjáningu eða gera aóstæóur einhvers létt- bærari, jafnvel þótt hann eigi þaó ekki skil- ió. Þetta getur líka átt vió þaó aó fara með afbrotamann á vægari hátt en hann á skil- ió. Einnig að hjálpa nýjum í trúnni aó taka vió náó Guós og stundum að hjálpa þeim aó fýrirgefa sjálfum sér. Miskunnsemi bregst við þjáningu og óréttlæti en samúó leiðir oft aóeins til vorkunnsemi. Fólk þarf ekki á því að halda að einhver vorkenni því heldur þarf þaó aó fá aó reyna miskunn- semi Guós sjálfs sem einhver er fús til aó sýna í verki. Þegar við sýnum miskunnsemi í verki líkjum við eftir Guói. I Ef. 2,4 lesum vió aó „Guð er auóugur aó miskunn“ — og í 2. Kor. 1,3 er hann nefndur „faóir mis- kunnsemdanna". Guó segir (Hósea 6,6): „A miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn." Þaó má líka segja aó vió tjáum hjartalag Guós. Sá sem iókar miskunnsemi sér aðra meó augum Jesú og kemur kær- leika hans, náð og miskunn á framfæri vió þá. Einkenni Þegar miskunnsemi er iókuó sem náóargjöf hjálpar heilagur andi okkur aó uppræta undirrót þjáningar hjá þeim sem líða á ein- hvern hátt. Við leitumst þá vió aó mæta þörfum þeirra sem eru einmana og gleymd- ir, sýnum kærleika og viróingu þeim sem glíma við harðræói eóa kreppu. Sá sem hef- ur fengió þessa gjöfveróur mjög næmur fýr- ir neyð og þörf annarra umfram þaó sem aórir koma auga á. Hann nánast finnur sjálfur dapurleika, sársauka, gleóina eða örvinglun annarrar persónu, jafnvel þótt hún sé algjörlega ókunn. Oft sinna slíkir einstaklingar þeim sem eru fátækir eóa veik- ir líkamlega, en ekki má gleyma þeim sem eru andlega þjáóir þótt ekki séu þeir veikir eóa fátækir. Þeir láta sig varóa málefni sem undiroka einstaklinga eóa þjóófélagshópa. Þeir þjóna vió erfiðar og óþægilegar aó- stæóur en gera þaó með gleði. Enda eru þaó gömul biblíuleg sannindi sem nútíma- vísindin eru aó benda á aó jákvæðni og gleói virki vel á skjúkdóma: „Glatt hjarta veitir góða heilsubót" (Orðskv. 17,22). Sá sem iðkar miskunnsemi hefur líka oft hlot- ið hjálpsemi og þjónustu sem náóargjöf. Náóargjöfin miskunnsemi gerir þeim sem hana hefur hlotið kleift aó nálgast þá sem öllum býóur vió, taka því sem er óásættan- legt, upplifa sem ilm þaó sem aórir upplifa sem viðbjóðslegan óþef óhreininda og úr- gangs á Kkama fólks, líta á rifna tötra sem tækifæri fremur en fráhrindandi útlit. Kristnir einstaklingar sem eiga þessa gjöf eru oft lágmæltar og dular persónur, en hitta þó fólk og finna sterka samkennd með því, eiga auóvelt með að tjá sig á kær- leiksríkan hátt vió þá sem þeir þjóna. Oft hvíla einstaklingar á þeim af umhyggju og næmni fýrirþörfum þeirra. Þeireiga auðvelt meó aó samsama sig vió aóra, bæói tilfinn- ingum og hugsunum þeirra. Þetta er ögn líkt því sem sagt er um Krist f Heb. 4,15: „Ekki höfum vér þann æósta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistaó var á allan hátt eins og vor, en án syndar." Þótt miskunnarar nú- tímans séu ekki syndlausir þá hafa þeir hlotió sérstaka náóargjöfaó líkjast Kristi og sjá meó augum hans og finna til meó þeim sem eru í neyó. Dæmi Dæmisagan um miskunnsama Samverjann í Lúkas 10,25-27 er augljós. Hann lagði mikió á sig, batt um sár særóa vegfarand- ans, bláókunnugs útlendings, fór með hann á gisihús og greiddi fýrir umönnun hans. Það er miskunnsemi í raun. Jesús segir: „Þaó allt, sem þér gjöróuó einum minna minnstu bræóra, þaó hafið þér gjört mér“ (Matt 25,35-36). MóðirTeresa er e.t.v. áhrifaríkasta dæm- ið úr samtíma okkar. 1946 fékk hún köllun til aó sinna þeim sem voru fátækastir allra. 1952 byrjaði hún svo einstæða þjónustu sína í Kalkútta. Hún fann deyjandi konu sem rottur og maurar voru farin aó éta og fór með hana á skjúkrahús sem vildi ekki taka vió henni þótt hún væri enn á lífi. Móóir Teresa neitaði aó fara þar til henni varsinnt. Síóan fékk hún úthlutað byggingu hjá borgaryfirvöldum til þess aó sinna og hjúkra slíku fólki. Það er mikil þörf fyrir slíka gjöf á okkar dögum þar sem fjöldi þeirra sem eru út- skúfaðir úr mannlegu samfélagi vegna vímuefnaneyslu, alnæmis, fátæktar og af- brota eykst stöóugt. Guðlaugur Gunnarsson er guðfræðingur og kerfisfrceðingur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.