Bjarmi - 01.12.2002, Síða 11
Michael Levin litúrgúrgískur leiðtogi Gyóingasamfélagsins á íslandi blessar þrjú ungbörn vió gyóinglega „skírnarathöfn" eða
nafngjöf árió 1993. Michael kom hingaó til lands árió 1986 meó Guórúnu konu sinni sem hann kynntist í Vínarborg en þau
voru þar bæói vió söngnám. Guórún er á mióri myndinni. A milli hennar og Micahels eru hjónin Richard Korn og Sigríóur
Hrafnkelsdóttir. Aó gyóinglegum sið er nafngjöf sveinbarna tengd umskurninni og nefnd ‘brit milah’ þ.e. sáttmáli umskurn-
arinnar. Nafngjöf meybarna er nefnd ‘brit bat’ þ.e. sáttmáli dóttur.
Michael Levin litúrgískur leiótogi
Michael Levin, sem er menntaöur mat-
reiðslumaður og söngvari, hefur oftast leitt
samkomurnar og einkum sönginn af mikilli
list enda mikill tónlistarmaóur. Hann er al-
inn upp í Chicago en kom hingaó til lands
árió 1986 frá Vínarborg þar sem hann hafói
verió í söngnámi. Hann er kvæntur íslenskri
konu, Guðrúnu Sverrisdóttur sem hann
kynntist í Vín. Michael hefur einkum starf-
að hér við matreiðslu á veitingahúsum,
m.a. um skeið í bandaríska sendiráóinu.
Oft hefur hann komió manni fýrir sjónir
sem rabbí á samkomum Gyðinganna þó
ekki hafi hann þann titil. En óhætt er aó
tala um hann sem litúrgískan leiótoga gyó-
ingasamfélagsins þó svo aó margir tónlist-
armenn úr hópi Gyðinga hafi starfaó hér á
landi, meðal annars í sinfóníuhljómsveit-
inni, þ.á.m. Nora Kornblueh. Mér er sér-
lega minnistætt er Micahel Levin tók þátt (
hátíó í Hallgrí mskirkju um Saltarann fyrir
nokkrum árum, flutti þar nokkur gyðingleg
lög vió sálma Saltarans og annaóist einnig
matseld í gyöinglegum stíl. Var þar mál
marga sem aó því málþingi komu aó þessi
elskulegi og greióvikni Gyðingur hefói átt
hvað stærstan þátt í hve vel þótti þar til
takast.
Bókagjafir Beatrice Bixon um gyóing-
leg fræói
Þáttur Beatrice Bixon, sem er Gyóingur frá
New Haven í Bandaríkjunum, hefur verió
þýðingarmikill fyrir íslenska Gyðingasamfé-
lagió. Hún kom fyrst hingaó til lands 1989
og hefur komió árlega síðan og stundum
dvalió hér allt að tvo mánuði. Tók hún
fljótlega að spyrjast fyrir um Gyóinga hér
og beitti sér fyrir því aó koma þeim í sam-
band hverjum vió annan. Er óhætt aó slá
því föstu aó starf innan gyóingasamfélags-
ins hafi aukist eftir aó hún hafði þar ákveó-
ió frumkvæói. En vissulega voru Gyóingar
farnir að koma saman áður til helgihalds,
eins og fram hefur komið. Og því hefur ver-
ið haldió fram að fýrsta guósþjónusta Gyð-
inga hér á landi hafi verió í Gúttóhúsinu
haustiö 1940 og var meirihluti þátttakenda
þar breskir hermenn.1
Beatrice Bixon hefur reglulega gefió
margar bækur til Háskólabókasafnsins um
gyóingleg fræói og sögu Israels. Meóal ann-
ars hefur hún gefió fjölda bóka um sögu
Gyóinga í ólíkum löndum og heimshorn-
um. Hefur sá er þetta ritaó verið svo lán-
samur aó fá að setja saman óskalista um
bækur um gamlatestamentisfræði og önnur
gyóingleg fræði og bregst ekki að Beatrice
eóa Bambi, eins og vinir hennar kalla hana,
kemur með þær allar í næstu Islandsferó
sinni og yfirleitt talsvert magn aó auki.
Ötull talsmaóur Gyóinga
Af öórum Gyðingum sem verió hafa áber-
andi í Gyóingasamfélaginu hér má nefna
11