Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2002, Page 32

Bjarmi - 01.12.2002, Page 32
Heimildir: Árni Bjömsson:Jól á íslandi (1963). Árni Björnsson: Saga daganna (1993). Jón G. Friðjónsson: Mergurinn málsins (1993). Karl Sigurbjömsson: Táknmál trúarinnar (1993). stæóingum smákökubox eóa jólakökuhleif. Ekki er laust við að sú hugsun leiti á að eitt- hvaó af þeirri ofgnótt innkaupa meðal- heimilis fýrir jólin sem í dag tíðkast mætti miðla með öórum sem minna eiga, því kristilegt innihald jólagjafanna er augljóst: Vió minnumst á jólum gjafar Guðs hinnar mestu, komu sonar hans í heiminn, og vilj- um af mætti endurspegla kærleika hans til okkar með því að gefa og gleðja fólkið í kringum okkur. ,JESÚ, ÞÚ ERT VORT JÓLATRÉ..." Jólarósin rauóa er tákn Krists, kærleika hans og fórnar, eins og við syngjum um í sálmunum: Það aldin út er sprungið og Hin fegursta rósin er fundin. Rauð rós er líka tákn píslarvættis, en ilmur hennar og feg- urð minnir á þá dýró Paradísar, sem í vænd- um er fyrir hin trúuðu. Hvít rós táknar hreinleika og gleóina sem Kristur gefur, eins og jólin sjálf.14 Hvítur er litur jólahátíðar- innar eins og Boóunardags Maríu, páska, gleóidaga og uppstigningardags, auk allra heilagra messu, og endurspeglast hann í skírnarklæðum, fermingarkyrtlum, brúðar- kjól og líkklæðum. Hvítur er litur hreinleik- ans, réttlætisins og sakleysisins, hins eilífa Ijóss og gleði í Kristi. Möndlugrautur á sér uppruna í jóla- grautnum gamla, hinum hnausþykka grjónagraut með rúsinum og rjóma. Möndluviðurinn ertákn guðlegrar náóar og segir frá því í 4. Mósebók 17.1-8 hvernig stafur Arons blómgaóist og bar möndlur. Mandlan varó síðar tákn Maríu guósmóó- ur. Hún, eins og mandlan í grautnum, fær- ir okkur gjöf, þá dýrustu, Guðs náð holdi klædda.15 Jólatré urðu ekki algeng í Noróur-Evr- ópu fýrr en um miðja 19. öld, en fyrstu heimildir um jólatré eru frá Þýskalandi í upphafi 1 7. aldar. Hér á Islandi hafa jólatré tíókast í rúm eitt hundraó ár. Aó vísu ekki grenitré, eins og nú er, heldur staur á fæti með lyngumvöfðum örmum ogjólakertum á. Eins og í svo mörgu öðru voru það stríðs- árin síðari sem fluttu með sérjólatré að er- lendri fýrirmynd til almennrar útbreióslu.16 I bók sinni Táknmál trúarinnar tilgrein- ir Karl Sigurbjörnsson, þá sóknarprestur í Hallgrímskirkju, lífsins tré í Paradís í 1. Mós. 2.9 sem fýrirmynd jólatrésins. Mynd- in afjesú sem hinu græna tré í Lúk. 23.28- 31 og líkingin afvínvióinum oggreinunum, sem lesa má um í 15. kapítula Jóhannesar- guóspjalls eru einnig nærtækar.17 Hið sí- græna tré tákni eilífðina í sígrósku sinni og vonina meó hinum græna lit. Jólatréð er því mynd eilífðarvonarinnar og bendir ájesúm Krist sjálfan, Guó í garði, gefandi góð jól. 1 Þetta orðatiltæki merkir: Þá væri vel; ósk- andi væri. Önnur orðatiltæki, tengd jólum, eru: Þá eru mín jól, sem notað er um eitt- hvað sem vekur gleði, og: Það eru ekki alltaf jólin/Ekki varajól til páska í merking- unni að lífið sé ekki ávallt leikur (sbr. danska jólavísu: Nu erdetjul igen/ogjulen varer helt til páske/nej, det er ikke sandt/for ind imellem kommer faste). SjáJGF 1993. 2 Lat. Adventus Domini, koma Drottins. 3 Sjá kaflana um liti og táknmál kirkjuársins í Táknmál trúarinnar (KS 1993, bls. 85-94). 4 I austurkirkjunni er jóladagur 6. janúar. Sjá skýringar í ÁB 1993, bls. 326-329. 5 Sbr. jólasálm sr. Valdimars Briem nr. 93 í sálmabók 1945. 6 Stjarnan minnir á mátt Guós yfir náttúru- öflunum, því á fjórða degi kallaði Skapar- inn fram Ijósin á festingu himinsins, „að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár...“ (1. Mós. 1.14). Fimmarma stjarnan er tákn Maríu guðsmóóur, en til hennar lítum við sem leióarstjörnu úr djúpi syndarinnar. KS 1993, bls. 58. 7 Sami, bls. 52. 8 Sami, bls. 84. 9 Sjá umfjöllun í ÁB 1993, bls. 290-296. í \ sama riti er einnig að finna góðar upplýs- ingar um Lúsíumessu, sem er 13. des. (bls. 297-301) og siði tengda Þorláksmessu (bls. 302-313). 10 ÍÁB 1993, bls. 372. 11 ÁB 1963, bls. 51 og 83-85. Jólakötturinn hefurverið hluti af hræðsluáróðri til að halda börnum og vinnufólki að störfum á jólaföstunni. Sjá nánar í ÁB 1993, bls. 368- 372. 12 Sjá um imbrudaga í ÁB 1993, bls. 115-122. Næstu imbrudagar hefjast miðvikud. 18. des. 13 ÍÁB 1963, bls. 85. 14 Hún er einnig tákn Maríu guðsmóður, rósar himnanna. Sbr. KS 1993, bls. 77-78 og 87. 15 „Eins og kjarni möndlunnar myndast í skel- inni án þess að hún skaddist, þannig bar mærin Guðs son“ (KS 1993, bls. 56, sjá einnig bls. 77). 16 Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, telur mega rekja elstu rætur þessa siðar til ein- hvers konar trjádýrkunar og vísar bæði í rómverska nýárssiði og norræna goðafræði. Þá nefnir hann hinar kristnu hugmyndir um skilningstré góðs og ills, sem hafi runnið saman vió hinar heiðnu. Sama rit, bls. 85- y 88. 17 KS 1993, bls. 86. PAKISTAN Kristnir vara vió ógnarstjórn ef Bandaríkin ráóast á Irak Kristinn áhrifamaður í Pakistan hefur varað vió því að árás Bandaríkjamanna á Irak gæti valdið alvarlegri aukningu ofsókna á hendur kristnu fólki í Pakistan. Cecil Caudry sem fer fýrir All Pakistan Minorities Alliance sagöi: „Eg sé fýrir mér skelfilega atburói ef innrás veróurgeró í Irak, árásir á kirkjur okkar ogjafnvel heim- ili. Öfgamenn munu taka sérhverja árás á Irak sem tákn um stríð kristinna gegn Islam.” Caudry fékk heióursmerki sem orrustuflugmaóur í styrjöldunum vió Indland og er lykilmaður og krist- inn leiðtogi og talsmaóur réttinda minnihlutahópa í Pakistan. Hann hefur verið verndari kirkjunnar eftir árásirn- ar 11. september 2001 og segir: „Kirkjurnar eru fullar sem aldrei fýrr og kristió fólk hefur mikla trú á leiötogum sínum. Við höfum lagt mikió á okkur til aö vernda þaó en ég vil ekki hafa vopnaða lögreglu fýrir utan kirkjurnar. Það vekur ótta í huga fólks. Óttinn er til staðar en hann hindrar fólk ekki í að koma og lofa Guó. Það sýn- ir trúarstyrk þess.” (ASSIST fréttastofan) um '7Z-T- vwa' —iverold Sr. María Agústsdóttir er hémðsprestur í Reykjdvíkurprófdstsdœmi Vestrd. 32

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.