Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 26

Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 26
218 Heima er bezt Nr. 6 nokkur, mótmælendatrúar. — Hann varð ástfanginn í hinni fögru dóttur Sir Johns. Hún end- urgalt ást hans og þau virtust vera hamingjusöm — að ðru leyti en því, að þau höfðu hvort sína trú. En trúarsetningar eru hé- gómi í augum ungra elskenda. Þau heimsóttu Sir John og báðu hann um leyfi til að giftast. En sá gamli varð öskuvondur og rak unga manninn burt með skömm- um og höggum og skellti hurð- inni í lás á hæla honum. Hann sagði dóttur sinni, sem fór að gráta, að hann mundi setja hana í klaustur og láta hana vera þar alla ævi, ef hún vildi ekki hætta við unga aðalsmann- inn. En ástin er sterkari en hót- anir og læsingar, og hinir ungu elskendur héldu áfram að hafa stefnumót. Þau hittust í skóg- inum skammt frá herragarðin- um. En til allrar óhamingju var sonur Sir Johns jafn ákafur í trúnni og faðir hans. Hann njósnaði í leynum um systur sína og komst að því, að þau höfðu í hyggju að flýja. Hann komst einnig að því, hvenær flóttinn átti að gerast. Á ákveðn- um tíma var hann mættur þar, og hitti fyrir aðalsmanninn á- samt tveim vopnlausum vinum hans. Bróðir stúlkunnar stakk aðalsmanninn til bana með rýt- ingi og drap báða félaga hans. Dotothy — það- var nafn stúlk- unnar — var dregin æpandi burt og sett í klaustur. Hún missti vitið og dó skömmu síðar. Stúlkan birtist í höllinni öðru hverju. Margir þykjast hafa séð hana, þar sem hún gengur grát- andi um salarkynnin. Fyrir nokkrum árum hitti George Long konu eina — nafn hennar var frú Christmas — er átti heima á herragarðinum. Full- vissaði hún Long um, að hún hefði séð Dorothy ótal sinnum. Börnin höfðu einnig séð hana. Hin óhamingjusama stúlka virtist hafa sérstakan áhuga á að ganga um barnaherbergið, ef til vill vegna þess, að hún hafði þráð að eignast börn, en verið fyrirmunað það af grimmum örlögum. Annar draugur er líka í Sam- lesbury Hall. Það er sagt að það sé jesúítaprestur. Hann hafði verið drepinn í litlu herbergi, sem síðan er kallað dauða her- bergið. Sagnirnar hljóða á þá leið, að hann hefði verið ofsóttur vegna trúar sinnar, og hefði leynzt mánuðum saman í húsinu. Þegar hann fannst, bjóst hann til varnar og var drepinn. Ein- kennilegt er, að vofan hegðar sér á nákvæmlega sama hátt og presturinn hlaut að hafa gert. Þar sem hann varð að leynast, varð hann auðvitað að ganga um á nóttinni. Hann gengur alltaf um höllina á sama tíma, en eng- inn hefur samt séð hann. Og enn þann dag í dag heyrir fólkið, að hurðir eru opnaðar og látnar aftur, og hið eldgamla gólf svign- ar undan fótataki hans. Þetta gerist í herbergjum, þar sem enginn er inni og er sannað af framburði fjölda vitna. Nokkrar af draugasögunum gerast i St. Donats höll í ná- grenni Cardiff. Höllin er kring- um 900 ára gömul. Stradlingætt- in var eigandi hennar í 700 ár, en nú er hún í eigu amerísks milljónamærings. Elzti draugur- inn á staðnum er Malt-y-Nos •— normannisk kona, sem átti höll- ina á 12. öld. Hún kemur þangað einu sinni á ári í reiðfötum og er þá að elta sál gamals sjóræn- ingja. Tveir hundar úr helvíti fylgja henni jafnan. Hún hafði kallað þessa bölvun yfir sig, er hún sagði eitt sinn við skrifta- föður sinn, að hún kærði sig ekki um að fara til himnaríkis ef hún gæti ekki farið á veiðar þar. Gwrach-y-rhibyn er þó hin eiginlega ættarfylgja Stradling- anna. Hún sést oft á ferli við höllina og stynur hátt undir gluggunum, þegar einhver úr ættinni liggur á banasænginni. Það er sagt, að rétt áður en síð- asti afkomandi ættarinnar í beinan legg andaðist, hefði gest- ur einn vaknað við hræðilegar stunur og veióp fyrir utan glugg- ann hjá sér. Hann skyggndist út, en sá engan. Þá heyrði hann hljóð, sem líktist vængjaþyt, og samtímis var eins og klórað væri í rúðurnar með klóm eða hvöss- um nöglum. Hann sá ekkert, en kveikti ljós og ásetti sér að vaka. Um morguninn var honum sagt, að hinn síðasti af ættinni hefði dáið þá um nóttina. Sagnir herma, að enn ein vofa birtist í höllinni. Er það afturganga frú Stradling, en hún hafði verið myrt fyrir hundruðum ára. Birt- ist hún einkum á undan leiðin- legum atburðum. Allir, sem ferðast til Devon- shire, kannast við rústirnar af Berry Pomeroy höllinni við Tot- nes. Fyrir rúmlega hundrað ár- um átti hirðmaður einn og kona hans heima í þessari höll. Ein- hverju sinni veiktist konan og maðurinn sendi eftir lækni sín- um, Farquhar að nafni. Þegar læknirinn kom, var hann beðinn að doka við meðan verið væri að laga um sjúklinginn í rúminu. Allt í einu sá hann unga og lag- lega stúlku ganga inn í herberg- ið. Hún grét og stundi, eins og hún væri yfirkomin af harmi. Læknirinn stóð upp til að bjóða henni aðstoð sína, en hún hélt áfram út og hann heyrði hana ganga upp tröppur. Hún sagði ekki eitt einasta orð. Litlu síðar var læknirinn kallaður inn til sjúklingsins. Hugkvæmdist hon- um ekki að minnast á stúlkuna, fyrr en daginn eftir, en þá varð hirðmaðurinn náfölur og stundi: „Konan mín! Vesalings konan mín!“ „Verið þér bara rólegur", sagði læknirinn hughreystandi, „kon- unni yðar líður miklu betur í dag og henni er batnað eftir nokkra daga“. „Nei“, svaraði hirðmaðurinn. „Nú er hún vígð dauðanum.“ Hann skýrði lækninum frá því, að stúlkan, sem hann hafði séð, væri hallardraugurinn. Hún birt- ist ætíð rétt áður en einhver í höllinni dó. Hún var dóttir síð- asta eiganda hallarinnar. Hafði hún lent í ástarævintýri og eign- ast barn. Barnið hafði hún drep- 'ð í herberginu, þar sem læknir- inn sá hana. Kona hirðmanns- ins dó um daginn. — Annar draugur er í Berry Pomoroy. Nefnist hann „hvíta konan“. Fyrir langa-löngu gerðist það, að eigandi hallarinnar varð ást- fanginn í ungri þernu, en hún var trúlofuð öðrum. Einu sinni kom kærasti hennar að þeim í skóginum og réðst þegar á stúlk- una af mikilli heipt. Hallareig- andinn dró sverð sitt úr slíðrum til að verja hana, en endirinn

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.