Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Page 9

Heima er bezt - 01.12.1953, Page 9
Nr. 12 Heima er bezt 361 Stefán Hannesson, Litla-Hvammi Jólin á afskekktu heiðarbýli fyrir 60-70 árum 1880-1888 Á flatlendi mannlegrar tilveru eru dagarnir svo líkir hver öSr- um tilsýndar, að þeir greinast illa hver frá öðrum og svo komu þeir mér fyrir sjónir í æsku. Þó var sjöundi hver dagur alltaf hærri og gildari en hinir sex, hver um sig — sunnudagurinn. Hann bar af, var fyrirferðar- meiri og fallegri en þeir rúm- helgu — tilsýndar. Þar hillti allt- af undir eitthvað girnilegt og gott. Þá daga voru mennirnir öðruvísi, skemmtilegri, betri en hina dagana sex. Annan hvern sunnudag fór einhver af heimil- unum til kirkju, oftast svo margir, sem áttu heimangengt. Það voru óskráð lög í Skaftár- tungu fyrir 70 árum og síðar, um margra ára skeið, sumar og vetur. Kirkjuleið frá Ljót- arstöðum að Búlandi var löng og Tungufljót á leiðinni. Hvern messudag var þó farið, ríðandi á sumrin, en gangandi á vetrum, stundum í ófærð og byljatíð. Séra Brandur Tómasson var þá líka prestur í Ásaprestakalli, maðurinn, sem skírði börn, gaf saman hjón, kastaði mold á kist- ur og hélt uppi messugerð í allri Vestur-Skaftafellssýslu, í prests- leysi, um eitt skeið, af fágætum áhuga og skörungsskap. Honum gaf einhver þau eftirmæli síðar, að hann mundi hafa verið síð- asti sanntrúaði presturinn í þessu landi. — Já, það var farið til kirkju annan hvern sunnu- dag, þá er fært þótti milli bæja. Og hvort sem komist varð til kirkju eða ekki þann dag, þá var Vídalínspostilla tekin ofan af hillu og lesinn lestur dagsins og auðvitað alla hina sunnudag- ana líka. Þetta, ekki sízt þetta, gerði sunnudaginn hærri en hina sex í mínum huga og því er ég að lýsa. Tveir dagar, eða öllu heldur tvær dagasamstæður á árinu, voru oft „blessaðar“, þegar á þær var minnzt. „Nú er blessað sumarið komið“, var sagt í apríl, og í desember var talað um „blessuð jólin“. Ég man aldrei eftir að talað væri um blessaða páskana eða blessaða hvíta- sunnuna. Nei, aðeins „blessað sumarið" og „blessuð jólin“ voru á hvers manns vörum á sín- um tíma. Og mér sýndust bless- uð jólin bera við himin, eins og fallegt þorp, á stórri hæð. Þang- að var ferðinni heitið á jóla- föstunni, þar yrði staðið við, talsvert lengi, skemmt sér vel, litazt um. Svona voru jólin til- sýndar frá mér, á barnsaldri. Og satt að segja hefur þetta litlum breytingum tekið. Ég býst við, að þessar myndir muni vera nokkuð ólíkar, þessvegna segi ég hér frá þeirri, sem barnshugur minn tók fyrir 60—70 árum. Aldrei fannst mér, að jólin væru að koma til mín, eða okk- ar, heldur að við værum á leið- inni til þeirra — og það hillti undir þau í svartasta skammdeg- inu. Ég ólst upp á Ljótarstöðum í Skaftártungu, afskekktu heiðar- býli, sem þá var tvíbýli, síðar (eftir 1900) einbýli. Börn voru á báðum bæjunum, er nutu sam- an þess, er þar var til skemmt- unar, sumar og vetur og ekki sízt á jólunum. Fyrsti sunnudagur í jólaföstu minnti á jólin, þá var spilað, jól- in spiluð inn. Á þrettándanum voru þau spiluð út. Öll jólafast- an var eins og heimreið, óslit- inn skeiðvöllur til Þorláksmessu, sem var næst í útjaðri jólanna. Það tímabil var í huga mínum þesslegt, að nefna mætti jóla- grundir. Tilhlökkun okkar krakkanna var nóg til þess, að gera þær sléttar og bjart yfir þeim, þrátt fyrir langnætti og misjafna veðráttu. Yfir þær grundir fennti aldrei til meins, en snjórinn, harðfennið og eink- um glerhál svellin, gat allt prýtt þær. Og því máli var að skipta fyrstu jólaföstuna, er ég man eftir. Það var 1880, gaddavetur- inn mikla, sem byrjaði eiginlega með jólaföstu, að því er árbæk- ur herma. Þá var jörðin í kring- um Ljótarstaði, allur dalurinn upp á heiðarbrúnir, ein samfelld svellbreiða, hrufótt og hnúskótt, svo að hættuspil var að reka hross í vatn og illt að reka kind- ur frá húsi vegna hálku. Farartækin okkar um þessar jólagrundir voru gamlir kýr- hausar og útslitin tóbaksfjöl. Okkur þótti þau góð, það lét svo hátt í þeim og undir þann há- vaða tóku svellbrestir og frost- brestir, einkum í kveldkyrrðinni. Svellbrestirnir voru svo tíðir, að það var því líkast, að yfirborð jarðar gæti ekki þagað. Og stöku sinnum komu þessir miklu frost- brestir, þegar útþenslu gróðrar- moldarinnar var ofboðið, svo að jörðin rifnaði og nötraði eins og í jarðskjálftakipp. Verkin sýndu merkin vorið eftir. Þá lékum við okkur að því, krakkarnir, að vaða upp í mjóalegg og kálfa, eftir sprungunum. Og eitt sinn um kveld á þessum jólum, er við vor- um komnir inn, frá akstri, gerðist líka atburður, er þótti nærgöngull. Norðan við bæinn er djúpt gil, sem beygir til suðurs og víkkar, austan við húsarönd- ina. Út frá gilbarðinu er hól- bunga og stendur bærinn sunn- an í henni. Þessi hólbunga rifn- aði um þvert og endaði brestur- inn í gaflhlaði fjósbaðstofunn- ar, svo að það klofnaði upp úr og lá við að sprungan næði inn úr því. Fyrir okkur var þetta hátíðlegt og gaman að skoða gjána morguninn eftir. Sérhver tilbreyting notaðist vel og ekki sízt um jólin. Þetta, sem ég hef verið að segja frá, gerðist fyrir rúmum 70 árum. Sömu dagana voru börnin í Reykjavík, með sín farartæki eða á tveimur jafn- fjótum, labbandi og hlaupandi „hugsunarlaus og himinglöð" út um allan sjó, sáu til manna gangandi eða ríðandi ofan af Kjalarnesi eða utan úr Engey,

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.