Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 10

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 10
362 Heima ek bezt Nr. 12 til þess að kaupa eitthvað gott handa sér og sínum, um jólin, í búðunum í höfuðstað landsins. Bæjarbúar voru þá um 2500 og frostið er þeir áttu við að búa 15—20° á Celsius — um jólin. Og víða um landið hefur frost verið meira. Fer nú að verða hver hinn seinasti að spyrja börnin er þá voru að leika sér, í sveit, við sjó eða jafnvel á sjó hvernig þessi gaddavetursjól voru, frá þeirra dyrum séð. En ég get bætt þvi við, að ég man ekki eftir því að mér væri kalt eða okkur þarna í heiðardalnum. Þó minn- ir mig að orð væri á því haft, að frostbólga væri í kinnunum á okkur. Ég átti heima í Austurbænum. Þar voru tvær mömmur. Önnur þeirra var móðir húsbóndans, err „mamma" mín. Hafði tekið mig að sér, þá er ég var á öðru ári. Annars var ég þarna á sveit. í Vesturbænum var aðeins ein mamma. Vinnukonur voru engar á Ljótarstöðum. Þessar konur sáu um það að enginn færi í jólaköttinn. Það var metnaður þeirra. Fyrir jólin var mikið kapp lagt á að kemba, spinna, tvinna, vefa og prjóna. Þá urð- um við að hjálpa til: vinda af eða halda í snældu, tæja ull eða hespa. Sumt af þessu þótti okk- ur gaman að gera t. d. að hespa af rokksnældum. Það gekk svo vel og snældan var oftast á þeytingsferð. Fljótt vorum við látin tvinna. Ég var lengi að læra snældukinks, vildi lengi vefja upp á, sem þótti aulalegt. Við vorum hálflöt, en allt var til vinnandi móts við það að fara í jólaköttinn. Um tvennt var að velja, sagði fólkið. Því var kunn- ugt um þetta. Ef illa lá í okkur, þurfti ekki annað en minna á jólin, þá komst skapið í lag. Talað var um jólasveina 1 og 8. Litla grein gerði ég mér fyrir útliti þeirra, kostum eða löstum, óttaðist þá ekki og vænti heldur einskis góðs af þeim. Um heiti þeirra var mér þá alveg ókunn- ugt. En ég vissi hvenær þeirra átti að vera von. Um það leyti sem þeir fyrstu voru að nálgast, var byrjað á að hugsa fyrir jóla- kertum, en þau voru þá „ekki í búðum tekin.“ Kertamót eða kertaform var til í Vesturbænum. Það var oft fengið að láni, utan jóla, en jólakertin voru verksmiðjuvarn- ingur og verksmiðjan sjálf var bullustrokkur, algengt og sjálf- sagt búsáhald á þeim tíma og lengi síðan, á hverjum sveitabæ, eða þar, sem um nokkra málnytu var að tala. Þegar kerti voru steypt í strokk, var fyrst hellt í hann heitu vatni og því næst bráðinni tólg, sem flaut ofan á. Úr þessari tólg, sem hlýtur að hafa verið mikil í fyrstu, voru kertin gerð á þann hátt að sá er steypti hafði ljósagarnslykkju á einum fingri og deif endum hennar ofan í strokkinn, svo að yfirborð tólgarinnar nam við nögl, dró þá lykkjuna upp úr og hengdi hana á spýtu, sem stung- ið hafði verið í vegg, var lykkjan þá samstundis orðin að tveimur hvítum teinum. Var svo farið með hverja lykkjuna af annarri og raðað á spýtuna, þar til lokið var við byrjun allra kertanna er steypa skyldi, í það skipti. Þeg- ar þeirri röð var lokið var byrjað á annarri umferð og svo koll af kolli þar til kertin þóttu hæfi- lega gild. Lengd fullstórra kerta hygg ég að hafi verið nálægt 25 sm. Auk þess voru þarna steypt styttri og grennri kerti, sem nefnd voru dásar, handa börn- um, sem höfðu gaman af að vera með glossuljós. Það voru smá- kertin okkar, á þeim tímum, og þóttu góð. Daginn fyrir Þorláksmessu var brytjað til jólanna, þá var gef- inn brytingarbiti, hrár vöðvabiti af hangikjöti. Þótti það hnoss- gæti. Á Þorláksmessu var hangi- kjötið soðið. Ilmurinn af því angaði um allan bæinn. Meðan sú hátíðlega athöfn stóð yfir, fengum við að gæða okkur á sæsöltum sölvum af Eyrar- bakka, sem við drápum ofan í hangikjötsflot. Það var undra góður réttur. Á Þorláksmessu var pallurinn svo hvítþveginn að okkur var starsýnt á hann. Það var ekki gert á hverjum degi á þeim tím- um. Við vorum í fjósbaðstofu. Blessuð skepnan hún Skjaldhúfa gamla var undir pallinum, eins og kolakyntur miðstöðvarketill í kjallara nú á dögum. Rúmin voru líka þvegin og þiljurnar og skarsúðin. En aftan við pallinn var bálki, moldar- bálki. Þar voru veggir óþiljaðir og moldargaflhlað, sem minnst er á áður, hlaðið úr kökkum, að innan. Uppi yfir bálkunum var engin súð, aðeins langbönd og raftur á sperrum undir hellu og venjulegu torfþaki. Þetta varð ekki þvegið, en það var sópað mjög vel og mér sýndist það allt fægt og fágað. Þetta var líka launhelgur staður, eins konar kapella. Við messuðum þarna strákarnir og báðum þar „fyrir kerlingarkindinni móður hans Odds.“ Annars vorum vi,ð van- astir að gera það í lambhúskofa uppi á Hól, messa og biðja, þar hæfði staður athöfn. Á aðfangadaginn voru lumm- urnar gerðar, bankabyggslumm- ur. Það var kallað að gera lumm- ur, hátíðlegt orð, ólíkt hinu að baka. Það var svo hversdagslegt að baka kökur. Fyrir jólin var slátrað kind, venjulega á, „jólaærin“ var hún kölluð. Ný kjötsúpa var líka höfð á aðfangadagskvöld. Eftirvænt- ing mín og tilhlökkun snerist um aðfangadagskvöld og jóla- nótt, sérstaklega, það var há- tindur j óladýrðarinnar, hjá okk- ur uppeldissystkinum. Ekki átt- um við þó von á miklum jóla- gjöfum, eins og nú tíðkast víða í byggðum og bæjum, aðeins jólakertið var víst; eftir engum öðrum gjöfum vonazt. Og ekki voru það spilin, sem okkur þótti þó mjög mikið til koma. Við fengum aldrei ný spil, en áttum saman gömul spil, óhrein og göll- uð og aðeins 47 að tölu. Og úr því að ég minnist á þau er bezt að segja sögu af þeim, hún sýnir meðal annars að okkur var annt um blöðin. Sagan gerðist á jól- unum, þá er ég var 9 ára. Við vorum að spila fjórir strákar á jóladaginn. Allt í einu er okkur sagt að fara'út í Mýri að sækja hross. Það var hryðju- gangur af vestri og allhvasst. Bróðir minn, sem var í Vestur- bænum, var okkar elstur og hafði hönd yfir spilunum, og hafði stungið þeim í barm sinn í flýti. Við vorum í jólaskapi og stukkum á móti storminum. En þá er við áttum skammt ófarið

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.