Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Page 11

Heima er bezt - 01.12.1953, Page 11
Nr. 12 Heima er bezt 363 | „Og hoppa álfar hjarni á, svo heyrist duna’ i fellurn til tryppanna, vildi það óhapp til að spilin duttu úr barminum í storminum. Og þar sem ekkert var utan um þau og ekki bundið um þau, þá urðu þau samstundis að fjaðrafoki og nú hófst elt- ingarleikur; hljóp hver sem bet- ur gat, tíndum upp eitt og eitt spil, en þau fuku til beggja handa og ekki öll í sömu línu. Á þessu gekk þar til við hlutum að nema staðar, en það var við Tungufljót. Út í það óðu þeir þó Sigurður og Eiríkur og urðu fyrir þá sök blautir upp í klof, en náðu líka þremur spilum er voru þar á floti. Var nú safnað saman því er komið hafði í leitir, það var 31 spil. Kom okkur þá saman um að fara sömu slóð til baka, ef ske kynni að eitthvað kæmi í eftirleit. Við áttum líka eftir að ná í tryppin. í eftirleitina komu 8 spil og þóttumst við góðu bættir, úr því sem ráða var — með 39 spil. Á þessi dýrmætu spil var lengi spilað eftir þessa hremmingu, en þau höfðu aldrei verið jólagjöf. Við fengum þau þegar aðrir gátu ekki lengur notað þau og áttum þau árum saman, en tölunni týndu þau og voru rúm tuttugu þegar við spil- uðum á þau síðast og voru þá orðin ósköp lúin og rytjuleg. Ég hef hér framar minnzt á venjubundna tilbreytingu í mat, kvöldið fyrir Þorláksmessu. Á Þorláksmessu og á aðfangadags- kvöld nýtt kjöt af jólaánni og þá síðar um kvöldið kaffi og lummur og svo komu aftur lummur með kaffinu á jóladags- morgun. Á jóladaginn var torfu- þykkur grjónagrautur, jóla- grauturinn. Á jóladagskvöld var svo skammtaður aðalmaturinn. Var það svo mikið að sérhver varð að kunna magamál sitt, ef hann átti ekki að hafa verra af. Mest bar á hangikjötinu. Á hverjum diski var annaðhvort langleggur eða mjöðm og tvö eða þrjú rif af síðu og ofan á þetta lögð heil rúgkaka með flot- stykki á. Hvort þetta var eins um alla sveitina veit ég ekki, held þó að annars staðar hafi ekki verið minna í borið og líkur háttur á öllu. Þetta voru engin smábein, því að það var af full- orðnum sauðum. Sami skammt- ur var á nýársdag að öðru leyti en því, að þá fékk hver maður bringukoll um fram jóla- skammtinn, en þeir voru ekki allir af sauðum. Mörgum treind- ist jólamaturinn fram á gaml- ársdag og nýársmaturinn fram yfir þrettánda. Á þrettándanum var svo hangikjöt og þá annað hvort bógleggur eða herðablað, enda var hann kallaður bóga- þrettándi. Flestir skemmtu sér við spilin, stöku sinnum var spilað alkort, annars var það þá að hverfa af spilaborðum. Púkk var oftast spilað og svo vist. Börn spiluðu oft púkk með eldra fólkinu, annars hund eða Svartapétur. Gestur var oftast tvisvar eða þrisvar um jólin, karl eða kona og þá var spilað fram eftir allri nóttu og mjög glatt yfir. Og sjálfsagt þótti að spila jólin út vel og rækilega á þrettándanum. Ekki fæ ég sagt að mikið færi fyrir trú fólksins, í orði, þarna í tvíbýlinu, það talaði sjaldan um trúmál. En fólkið var kristið í anda og verki og rækti mjög vel kristilega siði. Helgi hvíldar- dagsins var því alvörumál. Kirkjuganga var því geðfeld skylda. Það talaði vel um sveit- unga sína og ég heyrði engum ætlað illt. Það vildi öllum vel, var öllum gott. Það virti prest- inn og starf hans mat það mik- ils. Og jólin voru því helg hátíð. Börnin heyrðu það, sáu og fundu á margan hátt, meðal annars á því, að það bar sér- staka umhyggju fyrir því að skepnunum mætti líða sem bezt á jólunum. Til dýranna áttu gleðileg jól að koma, að svo miklu leyti sem skynlaus skepna fær glaðst. Á aðfangadagskvöld var lesinn lesturinn í kveldhugvekjum Pét- urs biskups og þótti mér mikið til þess koma, að þá voru sungn- ir tveir sálmar eftir lesturinn. „Dýrð sé guði í hæstum hæð- um“, var alltaf sungið og oft á eftir versið „Heilög jól, höldum í nafni Krists“. — Sálmurinn „Heims um ból“, var þá ekki kominn. Hann kom í næstu út- gáfu sálmabókarinnar. Að öðru leyti var ekkert sérstakt um þennan lestur, fyrir okkur börn- in. Það var lesið á hverju kvöldi frá veturnóttum til lönguföstu, og síðan á hverjum degi alla lönguföstu í Vigfúsarhugvekj- um. En kvöldinu var ekki lokið. Það var kyrrð og ró yfir öllu eins og vera bar. Börnin kveiktu á kertum sínum og undu glöð við sitt. Enginn mátti spila þetta kvöld. Inni í hverri barnssál óm- uðu jólin þarna við kertaljósin. Eitthvað af þeim ómum var síð- ar skráð og fer hér á eftir brot úr þvi: Nú jól eru komin Jesús minn og jörðin er hér í skugga,

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.