Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Side 19

Heima er bezt - 01.12.1953, Side 19
Nr. 12 Heima er bezt 371 helming. Við fráfall hans 1899 varð ekkja hans, Guðrún Magn- úsdóttir, eigandi þessa helmings, en er hún dó árið 1906, keypti Þórður, sonur hennar, sem þá var orðinn bóndi á Tannastöð- um, alla hálflendupartana af systkinum sínum. Þórður hefur því átt hálfa jörðina síðan 1906, en alla síðan 1910. Eins og sjá má af því, sem hér hefur verið rakið, hafa Tannastaðir ávallt verið bændaeign. Hér er of langt mál að greina frá ábúendum Tannastaða fyrr á timum. Fyrsti ábúandinn þar, sem nafngreindur verður með vissu, er Sveinn gamli Indriða- son, er síðar bjó á Kotströnd. Hann bjó á Tannastöðum 1681 og mun hafa byrjað búskap þar. Sveinn var þrikvæntur. Hann átti 8 börn, sem upp komust, og eru frá þeim komnar geysifjöl- mennar ættir. Á fyrra hluta 18. aldar bjó bóndi sá á Tannastöð- um, er Páll Jónsson hét (f. 1671). Segist Þórður á Tannastöðum hafa heyrt um hann sagt, að hann hafi verið mjög vinnuharð- ur bæði við sjálfan sig og aðra. Hann settist ekki um skattmál, stakk niður orfi sínu, lét skyrask- inn á orfhælinn og mataðist standandi. Stundum svaf hann úti á bæjarstétt og hafði skemmuþröskuldinn undir höfði sér. Við Pál þennan eru kennd örnefnin Pálsbrekka og Pálstóft í Tannastaðalandi. í byrjun 19. aldar (1801—1804) bjó Gísli Gíslason, síðar hreppstjóri á Villingavatni, sem áður er getið, á Tannastöðum og byrjaði bú- skap þar. Eftir hann tók jörðina svili Gísla, Ásbjörn Brandsson, er áður hafði búið á Villingavatni, og bjó á Tannastöðum í 10 ár (1804—1814), en síðan ekkja hans, Vigdís Guðnadóttir frá Reykjakoti (1814—1831). Vigdís var skörungur mikill og hafa geymzt um hana ýmsar sagnir. Fyrirvinna hjá Vigdísi var bróð- ursonur hennar, Jón Guðmunds- son frá Reykjakoti, Guðnasonar, og tók hann við búi af Vigdísi. Hann var bóndi á Tannastöðum á árunum 1831—1836, en fluttist þá að Litla-Hálsi, en þaðan árið 1844 til Hafnarfjarðar og fékkst þar við ýmis störf. Sonur hans var Ólafur í Skemmunni í Hafn- arfirði, faðir Ólafs prófasts í Hjarðarholti og systkina hans. Þegar Jón Guðmundsson flutt- ist frá Tannastöðum árið 1836, kom þangað sú ætt, sem þar hef- ur setið óslitið síðan. Þá fluttist þangað Þórður bóndi Erlendsson frá Krossi, Eyvindssonar sterka í Bakkárholti. Þórður hafði áð- ur búið 12 ár á Völlum í Ölfusi. Hann var góður búhöldur og bætti mjög jörðina. Hann bjó á Tannastöðum í 33 ár (1836— 1869). Þórður var barnlaus, en ól upp bróðurson sinn, Sigurð Sig- urðsson, og tók hann við jörð og búi af Þórða, fóstra sínum. Sig- urður bjó á Tannastöðum í 29 ár (1869—1898). Þá tók við Þórður, sonur hans, og bjó á jörðinni í 45 ár (1898—1943). Síðustu 10 árin hefur Sigurður, sonur Þórð- ar, verið bóndi á Tannastöðum. Þegar Þórður Erlendsson kom að Tannastöðum fyrir rúmum 100 árum, var túnið þar karga- þýft alveg frá bæ og út í jaðar og ekki töðufall nema tæpir 60 hestar, enginn túngarður, engin girðing af neinu tagi, enginn matjurtagarður og öll bygging á fallanda fæti. Það, sem jörð- inni hefur verið gert til góða síðan, er verk þriggja kynslóða, og gefur þar á að líta, hvílíkum stakkaskiptum jörðin hefur tek- ið. Þórður Erlendsson hóf þetta endurreisnarstarf með sléttun og stækkun túnsins, hleðslu grjót- garðs kringum túnið og með því að rífa úr því ógrynni af grjóti. Þessu starfi hefur verið haldið áfram alla tíð síðan, en lang- afkastamestur og þrautseigastur mun þó Þórður Sigurðsson hafa verið í þessu efni. Tannastaða- bændur hafa um langan aldur átt í stöðugu stríði við grjóthrun úr Ingólfsfjalli, er gerði túnið annað veifið að hálfgerðri urð. Ógurlegast varð grjóthrunið í jarðskjálftunum miklu 1896. Þá stóð Þórður Sigurðsson upp á sitt bezta. Árum saman vann hann að því sleitulaust hverja stund, er gaf, að sprengja og kljúfa björgin, sem oltið höfðu úr fjall- inu, reisa úr grjótinu öflugan varnargarð fyrir ofan túnið, en aka sumu burtu eða sökkva því í jörð niður. Allar þær smálestir af grjóti, sem hann hefur þann- ig unnið á, verða aldrei með töl- um taldar og ekki heldur þær vinnustundir, sem til þess hafa farið. Þessari baráttu við stein- vættir fjallsins er nú svo kom- ið, að Þórður getur hrósað full- um sigri. Og jörðin hans er nú betri og byggilegri komandi kyn- slóðum en hún hefur verið nokkru sinni áður. Búsmali á beit austan við tún- ið á Tannastöð- um. — Ljósm.: Þorv. Ágústsson.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.