Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 24

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 24
376 Heima er bezt Nr. 12 hreppstjóra Ögmundssyni. Hann hefir víst sagt hreppstjóra frá erindi. Búið væri að kæra Ólaf í Tungu fyrir sauðaþjófnað, og hefur svo skýrt frá málavöxt- um, og hann væri kominn til að taka mál þetta fyrir. Svo kemur hér eyða, sem enginn vissi neitt frá að segja, fyrr en daginn eft- ir, þegar þeir sýslumaður og hreppstj órinn koma að Tungu með votta, sem ég hef ekki heyrt nafngreinda. Sýslumaður gerir boð fyrir Ólaf, húsbóndann. Hon- um er svarað, að hann sé heima, en liggi veikur og ekki sé hægt að fá að tala við hann. Sýslu- maður krafðist inngöngu til þess að ganga úr skugga um, hvernig veikindum hans væri háttað eða hvort hann væri svo veikur, að hann væri rænulaus. Var honum þá hleypt inn um bæjardyr og komst hann með leiðsögn hrepp- stjóra að stiga, sem lá upp á baðstofuloftið. En þar lá Ólafur veikur, að sögn heimamanna. En þegar að stiganum kom, sat í honum kona, Snjáfríður, systir Ólafs, og bannaði öllum upp- göngu, jafnt sýslumanni sem öðrum. Þarna mun hafa orðið hávaði nokkur, en ekki neinar ryskingar né líkamleg átök. En þó munu þeir sýslumaður og Ól- afur hafa skipzt á nokkrum orð- um. Ég hef ekki heyrt neitt af því, sem sýslumaður sagði, en allir — og þeir eru margir — sem ég heyrði, hafa það eftir Ólafi, sem hann sagði við sýslumann, að ef hann kæmi upp á loftið til sín, þá skyldi hann troða honum ofan í koppinn. Þessi orð benda ekki til þess, að Ólafur hafi ver- ið þungt haldinn. Ekki fór sýslu- maður upp til Ólafs, hefur víst ekki þótt það árennilegt. En hann gerði ráð fyrir að koma aft- ur áður langt um liði, og þá mundi Ólafi batnaður lasleik- inn, og fór heim við svo búið. Al- talað var, að Jón Ögmundsson hreppstjóri hefði sent Ólafi skeyti um morguninn og látið hann vita, hvaða gesta væri von um daginn. Eftir hálfan mánuð kom svo sýslumaður aftur. Ekki hef ég heyrt, hve margmennur hann var þá. En þá fór hann beint heiman frá sér út að Tunguferju — lögferja var þá í Tungu. Ferjumaður kemur eins og vera bar að sækja þá, sem vildu láta ferja sig. Sýslumaður spyr ferjumarininn, hvort Ólafur sé heima og fær þau svör, að hann sé farinn af landi burt. Þá þurfti hann ekki að fara lengra, og sneri heim aftur. Það var haft eftir sýslumanni, að þessum málalokum hefði hann orðið verulega feginn, að losna þannig við þetta mál. En það er frá Ólafi að segja, að hann fór tafarlaust að heim- an eftir heimsókn sýslumanns og þá til Reykjavíkur og leitaði til Bjarna Oddssonar í Garðhús- um, vinar síns, sem þá mun hafa verið orðinn hafnsögumaður. Bjarni hafði hann svo hjá sér nokkra daga og kom honum í skip. Komst Ólafur þannig með aðstoð Bjarna til Ameríku. Gekk ferð sú greiðlega. Von bráðar kom svo bréf frá Ólafi til konu hans. Lét hann vel af líðan sinni og sjálfsagt væri, að hún kæmi með skylduliði þeirra vestur til sín næsta vor. Þetta gekk allt greiðlega. Jörðin var seld um vorið og allt lausafé, jörðin á 3000 kr., en ekki heyrði ég, hvað fékkst fyrir kvikfénað og búsá- höld. Eitthvað vildi hann fá af verkfærum sínum vestur til sín. Níu manns fór svo frá Tungu til Ameríku um vorið og Ólafur, sem farinn var áður, sá tíundi. Elín, kona Ólafs, skrifaði heim mörg ár eftir að þau fluttust vestur og kvartaði jafnan yfir því, að þeim leiddist og þráðu að koma heim aftur. Ekki er mér kunnugt um, hvað Ólafur lifði lengi í Ameríku, en með vissu var það fram yfir aldamótin 1900. Elín, kona Ólafs, rak veitingahús eft- ir að þau komu vestur, en hann stundaði smíðar. Elín sagði í bréfum sínum, sem hún skrif- aði Sigríði, systur Ólafs, að það eitt stæði í vegi fyrir, að þau kæmu heim aftur, að þau gætu ekki selt eignir sínar fyrir við- unanlegt verð. Kindunum, sem Ólafur sló eign sinni á og fyrr getur, var skilað til eigandans, svo að hann slapp skaðlaus. Það, sem Ólafur skuld- aði öðrum, sem lítið mun hafa verið, var greitt að fullu, svo að enginn tapaði neinu. Sigríður, systir hans, gat ekki farið með honum vegna heilsu sinnar. En í hennar stað tók hann með sér Þorgils, bróðurson sinn, 6 ára, sem var á framfæri Grafnings- hrepps, og tóku þau hjón hann að sér sem sitt barn. Þótti hon- um farast vel við hreppsfélagið í þessu. Því auðvitað bar Ólafi ekki skylda til að annast systur sina, því arfur hennar hefur víst verið þrotinn að mestu eða öllu leyti. Það, sem hér hefur verið skrifað um Ólaf Þorsteinsson í Tungu, er að mestu leyti eftir sögn þeirra manna, sem voru honum samtíða. Sumir af þeim jafnaldrar hans og nágrann- ar hans frá barnæsku, sum- ir höfðu verið heimilismenn hans um lengri eða skemmri tíma. Allir létu þeir vel yfir veru sinni í Tungu, og flest hafði þar verið með meiri rausn en þá var algengt. Ólafur hafði betra vit á öllu en aðrir, sem þeir höfðu kynnzt, og leiðbeiningarn- ar og tilsögnin hefði verið frá- bær. En eitt var, sem hann kunni betur en aðrir, sem hann var dul- ur á með tilsögn: það var að blanda brennivín úr spíritus. Það vissi enginn og það kenndi hann engum. Hið eina, sem þeir vissu, var, að hann fékk sér spíritus, sem allir fengu þá í hvaða verzl- un sem var, og svo blandaði hann á kút í skemmunni, boraði gat á tappann og setti fjöðurstaf í tappann, sem sneri upp, og lét kútinn svo standa eða öllu held- ur liggja úti í skemmu langan tíma. En þegar hann tók á því, var það miklu' betra en það brennivín, sem selt var í verzl- unum. Ólafur var af sumum kall- aður drykkfelldur, og þá ekki lamb að leika við. En aldrei bar á, að það kæmi að sök á heim- ili hans eða innansveitar, enda átti hann þar engum grátt að gjalda og kunningjar hans létu sér það óviðkomandi. Sigríður systir hans, sem fyrr er getið, lifði lengi eftir að hann fór til Ameríku — víst 25 ár eða lengur. Ég var henni vel kunn- ugur. Sagði hún mér ýmis- legt frá Ólafi bróður sínum í Tungu. T. d. var það einhverju sinni áður en hann fór að búa. er hún hefði verið 12—14 ára, um haust, kýrnar farn- Framh. á bls. 383.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.