Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 26

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 26
378 Heima er bezt Nr. 12 Jón tók brókina sína af rúm- stoðinni. — Maður hefur þá fyrr séð hann reka úr sér forsmánina, sagði Hjálmar á Brekku og skellti aftur skrínulokinu. — Þér ætti nú sízt að vaxa í augum, Jón, þótt sjórinn sé ekki eins og heiðartjörn. Þetta er svo sem ekki fyrsti róðurinn þinn á æv- inni. Hvað ertu annars búinn að róa í margar vertíðir, Jón? Frá því ég fyrst man eftir mér, rerir þú hér í Hafnarvík. Og Hjálmar rétti Jóni pontuna. — O, ég trúi þetta sé nú þrí- tugasta vertíðin, sem ég ræ hérna hjá Vésteini mínum, sagði Jón og stútaði sig vandlega. — Og ekki hefur hann alltaf verið prúður, þegar farið hefur verið. Ég man svo langt, bætti hann við. — Já, oft hefur verið róið í tvísýnu útliti í þessari verstöð, sagði Þorgeir á Völlum og steypti yfir sig skinnstokknum. — Mesta furða, hvað það hefur slampazt stórslysalítið af til þessa. Ég held það sé æði oft, að fari einhver formaður til skips, þá flana aðr- ir á eftir. — Menn eru nú misjafnlega veðurglöggir, formenn ekki síð- ur en aðrir, sagði Hjálmar á Brekku og reis á fætur. — Það er ekki við því að búast, að allir séu jafn athugulir og aðgætnir og formaðurinn okkar. Sumir eru ungir menn og kappsfullir og hugsa um það eitt, að hafa sem hæstan hlut í vertíðarlokin. — Já, skítt með alla sjó- hræðslu. Þeir fá fiskinn, sem róa, sagði Sigurður í Króki, ung- ur maður og knálegur. Þetta var fyrsta vertíðin, sem hann reri hjá Vésteini í Gerði. — Æ, ég held, að þetta verði enginn happadagur, sagði Jón gamli á Gili og spýtti mórauðum tóbakslegi fram á gólfið. — Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhver voveiflegur atburður kæmi fyrir hér í plássinu, áður en langt um líður. Mig dreymdi svoleiðis í fyrrinótt. — Nú, hvað dreymdi þig? spurði Hjálmar á Brekku forvitn- islega. — Blessaður segðu okkur það. Það er mest að marka það, sem gamla og reynda sjómenn dreymir, og helzt í byrjun ver- tíðar. Mig dreymdi fjandalega í nótt, hvæsandi ketti, en eins og þið vitið, boðar það heimsókn ókunnugra kvenna eða þá um- hleypinga, og þykir mér líklegra, að hið síðarnefnda muni fram koma. — Jæja, piltar, það er bezt að ég segi ykkur drauminn, mælti Jón. — Mig dreymdi, að ég væri staddur hérna úti fyrir búðinni, og þá sá ég, hvar vaxandi tungl á fyrsta kvartili kom siglandi á sjónum eins og bátur, og sneru bæði hornin upp. Það kom utan af hafi og stefndi hér upp að sundinu. En það furðulegasta var, að á þessum einkennilega farkosti voru níu kertaljós. Ég starði höggdofa á þetta fyrir- brigði, en þegar tunglið kom inn á sundið, slokknuðu kertaljósin eitt af öðru og í sömu svipan hvarf sýnin mér með öllu, og ég vaknaði. Hásetarnir urðu hljóðir við orð Jóns gamla og litu hver á annan. Þeir vissu vel, að tungl var slæmur spádraumur. Það boðaði ævinlega skipstapa og mannalát. Nú kom Vésteinn aftur inn í búðina, og féllu þá samræður hásetanna niður. — Jæja, piltar, ætli við förum ekki að síga af stað í herráns nafni, sagði formaðurinn og tók laup sinn undir handlegginn. Hásetarnir tóku nú líka sína laupa með línunni, sem beitt hafði verið kvöldið áður, og gengu síðan út úr sjóbúðinni á eftir formanninum. Kaldur vindblær febrúarnæt- urinnar lék um veðurbarin and- lit mannanna, sem gengu til skips þessa nótt. Allir voru þeir rólegir og festulegir á svip, augnaráðið kalt og órætt, eins og vetrarnóttin í dulúð sinni. Þeir gengu föstum, þungum skrefum á eftir formanninum niður á sandinn og skyggndust öðru hverju út á húmað hafið. Skipshöfnin nam staðar við naust Vésteins. Þar stóð við hlunna nýr og traustbyggður teinæringur, sem Vésteinn hafði látið smíða þá um haustið. Var skip þetta sterklegt mjög og viðamikið. Ekkert skip, sem til þessa hafði verið smíðað í Hafn- arvík, var jafn vandað að frá- gangi öllum, enda hafði Vé- steinn fengið hinn hæfasta skipasmið, sem völ var á þar-um slóðir, til verksins og ekkert til sparað, er fram þurfti að leggja við smíði skipsins. Árum saman hafði hann stefnt að því marki að geta eignazt gott skip, sem öruggt væri í sjó að leggja og bjóða mætti mikið í viðureign- inni við ægi. Loks hafði þessi langþráði draumur hans rætzt. Hásetarnir hófust þegar handa að setja skipið fram. Fyrst tóku nokkrir þeirra hlunnana, sem skipið var skorðað með, og lögðu þá á sandinn með jöfnu milli- bili, en aðrir héldu skipinu réttu á meðan. Að því búnu röðuðu hásetarnir sér meðfram báðum borðum þess og sneru bökum saman. Formaðurinn leit yfir hópinn og mælti með styrkri röddu: — Leggjum nú hendur á í Jesú nafni. í sama bili gengu háset- arnir á skipið, lyftu því dálít- ið og báru það til og fengu brátt hrundið því af stað niður sand- inn. Fylgdu þeir fast eftir alla leið niður að flæðarmáli, og léttu eigi, fyrr en skipið var kom- ið á flot. Skiphaldsmennirnir, Þorgeir á Völlum og Hjálmar á Brekku, héldu því réttu meðan hásetarnir voru að komast und- ir árar. Þegar formaðurinn var setztur í sæti sitt í skutnum og hafði hjarað stýrið og bundið það, svo að það hrykki ekki upp af krók- unum, gaf hann hásetum sínum skipun um að leggja út, og í sama bili renndu skiphalds- mennirnir sér upp í skipið. Véstéinn tók ofan sjóhattinn, signdi sig og las sjóferðabæn í hálfum hljóðum. Öll skipshöfn- in fylgdi dæmi hans og las af fjálgleik: — Almáttugi guð. Þú ert sá vísi og góði höfuðskepnanna herra og undir eins minn faðir. í trausti þinnar náðarríku hand- leiðslu byrja ég, veik og hjálp- arþurfandi mannskepna, þessa hættusömu sjóferð. Þú þekkir bezt þær hættur, sem mér og voru litla skipi búnar eru af ó- stöðugu sjávarins hafi, sem af- málar mér dauðans ímynd á hverri öldu, er rís um kring þessi veiku skipsborð, sem bera mitt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.