Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 29

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 29
Nr. 12 381 klýfersins og stagfokkunnar, en Gunnar á Hálsi, sem var bita- maður, sat undir klónni á segl- inu, tilbúinn að gefa úr í verstu hrinunum, ef formaðurinn gæfi skipun um það. Skipið var nú komið á rífandi lens og bar hratt yfir hafið. Það hófst upp á bylgjuhrannirnar, bar andartak við himin og steyptist svo niður í öldudalina. Það var ekki annað sýnna en að öldurnar mundu brotna yfir hið litla fley þá og þegar. Storm- urinn þandi seglin, og hallaðist skipið mjög til hlés, svo að sauð á keipum, þó að hásetarnir sætu allir til kuls. Hin styrka hönd formannsins vék skipinu fimlega undan æstum öldunum og varði það áföllum. Hver taug í líkama hans var þanin til hins ýtrasta. Allri skipshöfninni var ljóst, að nú var siglt upp á líf og dauða. Allt í einu grillti í land fram- undan á stjórnborða, og brim- hljóðið barst að eyrum, eins og þrumugnýr. Formaðurinn snéri skipinu upp í vind og sjó. Seglin voru felld, og hásetarnir settust und- ir árar. Nú varð að liggja til laga og bíða þess, að hlé kynni að koma milli ólaganna. Það var augljóst, að sundið var orðið ófært vegna brims og litlar líkur til þess að hægt yrði að lenda. Ólögin gengu stöð- ugt yfir sundið, svo að aldrei kom minnsti áll í beljandi brim- fossinn. Brimgarðurinn skarð- aði ekki. Fyrir utan sundið lágu fjögur skip önnur úr Hafnarvík, sem öll biðu eftir lagi. Meðal þeirra var Báran, sem Jón Gunnarsson í Túni var formaður á. Hann var ungur maður og fullhugi hinn mesti og hafði valinn mann í hverju rúmi. Skip hans lá næst sundinu, og var augljóst, að hann ætlaði að neyta hins minnsta lags, er kynni að bjóð- ast. Þegar skipin höfðu legið fyrir utan sundið í svo sem þrj á stund- arfjórðunga, komu allt í einu þrjú stór ólög í röð, hvert á eftir öðru. Þessir fjallháu, langarma sjóir steðjuðu utan af djúpsæv- inu upp að ströndinni og skaut- uðu hvítum faldi um leið og þeir nálguðust brimgarðinn. Svo féllu Heima er bezt þeir á grynningunum og löður- strókarnir þeyttust hátt í loft, svo að brimgarðurinn sauð og vall, eins og heljarmikill gos- hver. Þegar síðasti sjórinn var um garð genginn, kom örlítið lag, og samstundis réru skipverjarnir á Bárunni lífróður inn á sundið. — Hræddur er ég um, að brim- kálfurinn sé eftir, varð Jóni á Gili að orði, er hann sá Báruna leggja á sundið. Hann reyndist sannspár. Him- inhátt ólag hófst skyndilega upp úr djúpinu og færðist óð- fluga nær og nær sundinu. Hol- skeflan hreykti sér hátt við loft með brotnandi faldi. Skipverj- arnir á Bárunni réru knálega undan brotsjónum, svo að gnast í hverju tré. Þeir vissu, að í þessari brimhrönn bjó dauðinn. Áhafnir skipanna, sem lágu fyrir utan sundið, horfðu á bar- áttu mannanna við hamvillt hafið. Aldan hrundi áfram og kembdi hvítu af fallandi faldi hennar. Skipið var aðeins komið inn á mitt sundið, er ólagið náði því. Skipið lyftist upp, og skip- verjar settu árar í kjöl. Eitt and- artak hékk það næstum lóðrétt utan í fjallháum brotsjónum. Svo sló því flötu, og aldan hvolfdist yfir það. Brimhljóðið lét í eyrum eins og þrumugnýr, og allt hvarf í rjúkandi löður. — Róið, þrumaði Vésteinn. Rödd hans yfirgnæfði brim- hljóðið og stormaþytinn. Hann var næstum ægilegur ásýndum, þar sem hann sat í formanns- sætinu. Hver vöðvi var strengd- ur í andliti hans. Svipurinn var allur eins og klappaður í stein. Hann kreppti hendurnar um stýrissveifina, svo að hnúarnir hvítnuðu. Án þess að hika andartak, lögðust hásetar hans fast á ár- arnar, og nú flaug Farsæll á öldunum eins og stór fugl — inn á brimsundið. Allstór hópur manna hafði safnazt saman á ströndinni og orðið sjónarvottar að slysinu. Enginn bátur var við höndina í landi, svo að ókleift var að koma mönnunum til hjálpar þaðan. Ef hugsanlegt var, að nokkurri hjálp yrði við komið, varð hún að koma frá skipum þeim, er lágu fyrir utan sundið. En einn- ig sú leið virtist með öllu lokuð. Meðal þeirra, sem stóðu á ströndinni, var Gunnar gamli í Túni, faðir Jóns, sem var for- maður á Bárunni. Hann var nú löngu hættur að sækja sjóinn, gamli maðurinn, enda kominn fast að áttræðu. Sjósókn frá þessari hafnlausu strönd var starf, sem hann gat ekki lengur tekið virkan þátt í, þó að áður fyrr hefði hann þótt liðtækur á þeim vettvangi. En alltaf fór hann af gömlum vana niður í lendingu, þegar von var á skip- unum að. Og nú stóð hann þarna í storminum, hokinn og hrumur, og horfði á skip sonar síns hverfa í brimrótið. Það var eins og augnaráðið dapraðist skyndi- lega, andlitsdrættirnir slöknuðu, og lotnar öldungsherðarnar, sem árin höfðu beygt, yrðu enn lotn- ari en áður. Hann var eins og strá í stormi, þessi aldni sæfari, sem óblíð örlög höfðu lostið með heljarafli sínu. Allt í einu benti öldungurinn titrandi hendi út á sjóinn, en ekkert orð kom yfir varir hans. Nýtt ólag var að nálgast brim- garðinn. Og nú komu mennirnir á ströndinni auga á skip Vé- steins, sem var nýlagt á sundið. Þeir stóðu hljóðir og hreyf- ingarlausir og störðu eftirvænt- ingarfullir á þennan tvísýna hildarleik. Brimaldan brotnaði svo sem tveimur bátslengdum aftan við skut Farsæls. Eitt and- artak hvarf skipið í brimlöður, sem rauk yfir sundið, svo kom það aftur í ljós. Það var slopp- ið inn fyrir innsta boðann. Þeim var borgið. Á meðan þessu fór fram, hafði Báran skolazt inn úr brimgarð- inum. Skipið var á hvolfi, og maraði mestur hluti þess í kafi. Nokkrir skipverjar sáust hang- andi á kjölnum, en augljóst var, að þeir mundu skolast af honum í slíkum sjógangi, bærist þeim ekki bráðlega björgun. En hjálpin var í nánd. Skip Vésteins var nú komið inn fyr- ir sundið og lagði þegar að Bár- unni. Gengu hásetar Vésteins rösklega að því að bjarga sjó- hröktum mönnunum, sem orðn-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.