Alþýðublaðið - 22.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ 2 Kolaverðið. Kolin eru nú kouún upp í 14—16 kr. skippundið. Fyrri part vetiar kostuðu þau 10 — 11 kr. Hafa þau þá hækkað síðan um. nær 50 °/0. Er hækkun þessi tilfinnanleg, því að á sama tíma befir kaup ijölda manna lækkað mjög. Myndi hafa látið hátt í tálknum auðvaldsblaðanna hér, ef slík verðhækkun sem þessi hefði orðið, meðan Landsverzlun hafði kolasölu. Eh nú er hún komin í >frjálsa samkeppnit, og því þegja þau. Skyldi almenningi nú ekki fara að verða fullljóut, að kaup- sýslumennirnir hafi vitað, hvað þeir voru að fara, þegar þeir fengu því til vegar komið, að Landsverzlun var látin hætta verzlun með nauðsyrsjavörur. Skyldu stuðningsmenn þess- ara ráðstafana ekki fyllast fögn- uði, þegar þeir leggja fórn þess- arar hækkunar á altari hinnar >frjálsu saœkeppni< og hins >borgaralega frelsisc? Skyldu þeir, sem fengið bafa kauplækkun vegna tilbúnu verð- lækkunarinnar í október í haust, ekki verða glaðir; þegar þeim veitist sú náð að bæta það upp í hækkuðu kolaverði af lækkuðu kaupi smu? Skyldi ekki vera ástæða til að lofsyngja frelsinu í landinu? En viljið þið taka undir þann söng, alþýðumenn? Jafnaðarstefnan skal sigra. Víðs vegar um allan heim hefir jafnaðarstefnan rutt sér til rúms meðal verkalýðsins, sem hefir safnast saman undir merki hennar. Einnig hér hjá okkur íslend- ingum hefir hún breiðst út, þótt ekki séu nema nokkur ár, síðan hinir fyrstu geislar roðans í austri bárust hingað. íslendingar hafa alt af verið eftirbátar annara þjóða í flestu, "sem til tramfara hefir litið, og eins er það með framkvæmdir verkalýðsins til sð fá kjör sín bætt. En nú er alþýðan íslenzka farin að sjá, hvílíku misrétti hún hefir verið beitt, og hversu mikið hefir verið gert að því að traðka á rétti hennar á allan hátt bæði með of lágu kaupgjaldi, lítilli vinnu, ómannúðlegri löggjöf, sem beinlínis hefir faiið í þá átt að svifta mörg hundruð manna öll- um réttindpm, sem þeim hefir borið, og er nægileg skýring að nefna hina svívirðilegu fá- tækralöggjöt landsins, sem allir verða að viðurkenna að er sam- tvinnað kerfi af verstu fegund. Auðvaldið hefir ekki tekið sérstaklega vel á móti þessari sjálfsbjargarviðleitni verkalýðs- ins, og verður mörgum á að halda, að það sé at þekkingar ieysi á stefnunni eða þá af ill-, vilja. Hið fyrra er fyrirgefanlegra en hið síðara. Auðvaldsflokkurinn hefir aldrei látið limia með að svívirða for- vígismenn stefnunnar, og svo langt hafa þeir farið, að teknir hafa verið menn svo tugum skiftir fyrir engar aðrar ástæður en þ'ær, að þeir voru jafnaðar- menn (>kommúnistar<) eða með öðrum fyrir >pólitískar< skoðanir, en ég vil spyrja: Eru nokkur ákvæði í ísleuzkum lögum, sem mæli svo fyrir, að mönnum sé ekki leyfiiegt að hafa hvaða skoðun sem er á því sviði?/ Verkalýðurinn íslenzki er tek- inn til starfa, og hann hefir nú þegar myndað öflugan flokk með fasta stefnuskrá, sem miðar að því að gera alla vinnandi menn og konur andlega og líkamlega sjálfstæð, og það er þetta stóra atriði, sem Alþýðu- flokkurinn hefir fram yfir aðra floklca í landinu, sem sé, að hann vinnur n:eð hag heildar- innar fyrir augum, en ekki eins og auðvaldið, sem berst fyrir hag sárfárra útgerðar- og fjár- glæframanna. Allir sjá, að stór er niunur á stefnum, og elcki er nema eðli- legt, að þyunist flokkurinn, sem stendur í kringum >Mogga«- liðið. Álþýðuflokkurinn heldur áfram að stækka hröðum skrefum, og við færumst alt at nær takmark- iuu, sem er það, að alþýðan taki Hjálparstöð Hjúktunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. — Miðvikudaga . . — 3—4 e. — Föstudaga ... — 5—6 e- -- Laugardaga . . — 3—4 e. — Muniö, að Mjólkuifélag Eeykjavíkur sendir yður daglega heim mjólk, rjóma og skyr, yður að kostnaðarlausu. Pantið í síma 1387. völdin í sínar hendut. Að þessu marki er stefnt, og það verður aldrei stöðvast fyrr en því ták- marki er náð. En til þess að komast sem fyist að þessu takmarki verða allar vinnandi stéttir í landinu að starfa saman. Sýnið það daglega með því að koma í hópinn, því að enn þá eru margir víðs vegar á landinu, sem ekki eru farnir að skilja, hvað mikla þýðingu þessi félagsskapur hefir fyrir hinn vinnandi lýð! En hann er nú farinn að skilja tilganginn. Það sýnir bezt hinn feiknamikli vöxtur verka- Iýðsfélaganna. Til dæmis gengu á tveimur fundum í röð yfir 70 manns inn í eitt verklýðsfélagið hér í bænum í vetur, — alt að því eins margt og er í stjórn- málaíéfaginu >Stefni<, sem auð- vaidið er svo hrifið af. Sjómenn, verkamenn og verka- konur! Af stað nú, þið, sem eftir eruð! Inn í félögin strax! Þið skuluð ekki draga það lengur, — því fyrr, því betra. Því fleiri, sem í Alþýðuflokknum eru, því betra er að fá kröfur okkar fram. Fylkjum okkur jundir merki jafuaðarstefnunnar, og sýnum ó- vinum okkar, auðvaldinu. að við erum >voIdug og sterk< og líð- um það ekki iengur að láta harðstjóra þess sparka á rétti okkar! Sækjum hann með djörfung og harðfylgi! Jafnaðarstefnan sigrar. Spartacisti,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.