Heima er bezt - 01.02.1957, Side 4
£
Pað fór fagnaðaralda um allt ísland í desember sl.,
er það fréttist, að íslendingur hefði hlotið silfur-
verðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne.Aldr-
ei fyrr höfðu íþróttamenn vorir nálgazt slíkan
heiður, þótt vaskir menn hefðu verið sendir til leika, og
sumar sendiferðir íþróttamanna vorra höfðu jafnvel
fengið raunalegan endi. I sjálfu sér er það ekki undar-
legt, þó jafnfámenn þjóð og vér erum, fái ekki haldið
til jafns við stórþjóðir, þar sem ekkert þarf til að spara,
og unnt er að veita keppendunum hin beztu skilyrði
til þjálfunar og kunnáttu.
En ekki má þó gleyma því, þótt kunnáttan sé mikils-
virði, og þótt allir þeir hlutir, sem við fé verða keyptir
séu mikilvægir, til þess að lyfta undir íþróttamennina
og tryggja þeim góðan árangur, er þó maðurinn sjálfur
meginatriðið. „Allt hefðarstand er mótuð mynt, en
maðurinn gullið, þrátt fyrir allt,“ segir skáldið. Ef til
vill er það hvergi áþreifanlegri sannleikur, en þegar
kemur til úrslita á leikvanginum. Þar kemur ekki ein-
ungis til greina líkamlegt atgjörvi og kunnátta, heldur
ekki síður styrk skaphöfn og andlegur þroski. Og þeim,
sem þekkja fyrsta íslenzka Olympíusigurvegarann,
Vilhjálm Einarsson, mun ekki hafa komið það á óvart,
að það skyldi einmitt verða hann, sem fyrstur manna
- færði þjóð sinni heim hinn dýra málm frá vettvangi
Olympíuleikanna, og varp um leið frægðarljóma á þjóð-
ina sjálfa. Því að svo er fyrir að þakka, að slík afrek
eru ekki einungis persónulegur sigur þess, sem þau
48 Heima er bezt
VILHJALMUR
EINARSSON
vinnur, heldur einnig fagur vitnisburður þeirri þjóð,
sem afreksmanninn hefir alið.
Vilhjálmur Einarsson fæddist að Elafranesi við Reyð-
arfjörð 5. júní 1934. Foreldrar hans eru Sigríður Vil-
hjálmsdóttir frá Hánefsstöðum og Einar Stefánsson, nú
byggingarfulltrúi Austurlands. Vilhjálmur ólst upp með
foreldrum sínum á ýmsum stöðum þar eystra, meðal
annars tvö ár á skólasetrinu Eiðum, en nú síðustu árin
hefir heimili hans verið í Egilsstaðaþorpi, þótt hann að
vísu hafi dvalizt langdvölum við nám fjarri heimili
sínu og æskustöðvum.
Vilhjálmur hóf nám í unglingaskóla á Seyðisfirði og
síðan á Eiðum, en kom vorið 1951 í Menntaskólann
á Akureyri, hafði hann þá loldð landsprófi, en tók nú
próf upp úr 3. bekk utanskóla. Stúdentsprófi lauk hann
vorið 1954 með hárri 1. einkunn. Haustið eftir hóf hann
nám við Dartmouth-háskóla í New-Hampshire í
Bandaríkjunum. Lagði hann þar stund á frjálsar listir,
og er húsagerðarlist aðalgrein hans. Lauk hann B.A.-
prófi í þessum fræðum vorið 1956. Hyggst hann halda
áfram námi í húsagerðarlist, þótt óvíst sé enn, hvort
það verður austan hafs eða vestan, en mjög mun hug-
ur hans standa til framhaldsnáms í Svíþjóð.
Þegar Vilhjálmur kom fyrst í Menntaskólann á Akur-
eyri vakti hinn vasklegi, sviphreini sveinn þegar at-
hygli. Nám sitt stundaði hann kappsamlega, en vann
jafnframt ótrauður að félagsmálum innan skólans. Má
löngum marka mannsefni af því, hvernig félagsleg við-
horf þeirra eru á skólabekk, ekki síður en af náms-
afrekum þeirra. íþróttir hafði hann ekki stundað að
nokkru ráði fyrr en í Menntaskólanum, en þar var
hann þegar í fremstu röð. Á landsmóti íþróttamanna
á Eiðum vann hann mikið afrek í þrístökki 1952, og
telur hann, að sá árangur, er hann náði þar, hafi markað
sér þá braut, að kjósa þrístökk sem aðalgrein í íþrótt-