Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 5
um. En jafnframt því sem hann sjálfur iðkaði íþróttir
af kappi í skóla, var hann forystumaður í íþróttafélagi
skólans og formaður þess síðasta skólaár sitt. Varði
hann miklum tíma til starfa fyrir félagið, enda stóð
hagur þess þá með mildum blóma.
I Ameríku hefir Vilhjálmur einnig tekið drjúgan þátt
í íþróttum í háskóla sínum, og einkum æft þar lang-
stökk og kúluvarp. Hefir hann verið í fremstu röð
íþróttamanna í kappleikum milli háskóla þar vestra.
Er íslendingar háðu landskeppni við Hollendinga í
frjálsufti íþróttum árið 1955, setti Vilhjálmur þar ís-
landsmet í þrístökki, stökk hann þar 15,19 m. Þegar
svo umræða hófst um þátttöku íslands í Olympíuleik-
unum í Melbourne s. 1. haust, var Vilhjálmur, sakir
fyrri afreka sinna og framkomu, sjálfkjörinn í hina
fámennu sveit, er þangað var send. Þar hlaut hann, sem
kunnugt er, silfurmerki leikanna, eða önnur verðlaun,
og var um skeið mjög nærri því að ná sjálfu gullmerk-
inu, 1. verðlaunum, í sérgrein sinni, þrístökkinu. Stökk
hann þar 16,25 m.
„Velgengni mín í Melbourne olli því, að mér fannst
mér skylt að láta íslenzkri æsku í té eitthvað af reynslu
minni sem íþróttamanns,“ segir hann sjálfur. Því tók
hann feginshendi boði Sambands bindindisfélaga í skól-
um um að gerast erindreki þess í framhaldsskólum lands-
ins. Starfar hann að þeim málum um þessar mundir.
Vafasamt er, hvort nokkru sinni hefir fengizt betri
erindreki til þessa starfa. Boðskapur Vilhjálms er ekki
hið neikvæða: „Þú skalt ekki“ heldur hin jákvæða
eggjun: „Þú skalt“. Þú skalt velja þér hugðarefni, sem
taka hug þinn, þjálfa líkama þinn og styrkja skaphöfn
þína, og þá er þér sigurinn vís á vettvangi lífsins. Enda
þótt þetta séu ekki bein orð hans, er það meginefni
þess, sem hann flytur íslenzkri æsku, og það sem áhrifa
mest er í þeim boðskap, er dæmi hans sjálfs. Um það
verður ekki villzt.
Allir góðir íslendingar óska Vilhjálmi til hamingju
með sigur hans, og árna honum góðrar framtíðar og
hamingju, hvort sem er á sviði íþrótta eða öðrum vett-
vangi.
í nær þúsund ár hafa þær lifað, sagnirnar um bónda-
soninn íslenzka, sem þreytti íþróttir við sjálfan Nor-
egskonung, Olaf Tryggvason, sem ágætastur var talinn
í þeim sökum um öll Norðurlönd, og reyndist honum
jafnsnjall. Það er trúa mín, að lengi muni íslenzk æska
minnast stúdentsins, sem fyrstur íslendinga sótti góð-
málminn til Ólympíuleikanna yfir á hina hlið hnattar-
ins. En jafnframt skulu íslenzkir æskumenn minnast
þess, að giftusamleg endalok þeirrar ferðar voru afleið-
ing þrotlausrar vinnu, sem studd var markvísum huga
og styrkri, drengilegri skaphöfn.
St. Std.
Siguruegararnir í
þristökki á Ólyrn-
piu-leikunum 1956:
Frá vinstri: Vitold
Kreer, Rússl., nr. 3,
Da Silva, Braziliu,
nr. 1 og Vilhjálmur
Einarsson, nr. 2.
Heima er hezt 49