Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 6
OLAFUR SVEINSSON skrifar r\i
FIjórða hvert ár (á hlaupári) safnast fulltrúar
flestra menningarþjóða heims saman einhvers-
staðar í heiminum til þess að heyja Ólympíu-
leika. Hefur svo verið síðan fyrstu leikar
hins nýja tímatals voru haðir í Aþenu 1896. Þátttaka
þjóða og einstaklinga hefur farið sívaxandi, með fáum
undantekningum alla tíð síðan.
í þessum fyrstu leikum tóku þátt 13 þjóðir, 484 kepp-
endur. í næstu leikum, sem háðir voru í París 1900,
tóku þátt 16 þjóðir, 1505 keppendur. Þriðju leikarnir
voru háðir í St. Louis (Bandaríkjunum) 1904. Þar tóku
þátt 7 þjóðir, 1609 kepp. Fjórðu leikarnir fóru fram í
London 1908. Þar tóku þátt 22 þjóðir, 2666 kepp. (Þar
kepptu íslendingar i fyrsta sinni). Fimmtu leikarnir
fóru fram í Stokkhólmi 1912. Þar tólcu þátt 27 þjóðir,
4742 kepp. (Sjöttu leikarnir áttu að fara fram í Berlín
1916, en fórust fyrir vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar).
Sjöundu leikarnir fóru fram í Ántwerpen 1920. Þar
tóku þátt 27 þjóðir, 2741 kepp. Áttundu leikarnir fóru
fram í París, annað sinn, 1924. Þátttökuþjóðir voru 45,
3385 kepp. Níundu leikarnir í Amsterdam 1928. Þátt-
tökuþjóðir 46, 3905 kepp. Tíundu í f.os Angeles 1932.
Þátttökuþjóðir 39, 2403 kepp. Elleftu í Berlín 1936.
Þátttökuþjóðir 51, 4069 kepp. (Tólftu og þrettándu
leikarnir féllu niður vegna síðari heimssyrjaldarinnar).
Fjórtándu leikarnir fóru fram í London, öðru sinni,
1948. Þátttökuþjóðir 59, 4689 kepp. Fimmtándu leik-
arnir fóru fram í Helsingfors 1952. Þátttökuþjóðir 69,
5867 kepp. Og sextándu, síðustu leikarnir, í Melboume
(Astralíu) á síðasta ári. 74 þjóðir höfðu tilkynnt þátt-
töku sína, en vegna óvissu í alþjóðamálum hættu sex
þeirra við þátttöku; urðu þátttökuþjóðir því 68, en
nákvæm tala keppenda er ekki enn kunn, en þeir munu
hafa verið yfir 5500. — Þeir, sem rannsakað hafa sögu
Ólympíuleikanna telja, að Melbourne-leikarnir séu 310.
Ólympíuleikarnir frá upphafi þeirra.
Vetrar-ÓIympíuleikar hafa verið háðir síðan 1924
(7 sinnum). Að vísu voru nokkrar vetraríþróttir háðar
í sambandi við fyrri Ólympíuleika (1908 og 1920), og
sigraði t. d. vestur-íslenzkur flokkur, „Fálkamir“ (fyrir
Kanada) í íshockey 1920. En Vetrar-Ólympíuleikarnir
eru ekki taldir hefjast fyrr en með Parísarleikunum
1924. Þeir voru háðir í Chamonix. Næstu vetrarleikar
voru háðir í St. Morits (Sviss), þriðju í Lake Placid
(Bandar.), fjórðu í Garmisch-Partenkirchen (Þýskal.),
fimmtu í St. Moritz, sjöttu í Osló, og sjöundu í Cortina
(Ítalíu). Þátttökuþjóðum og keppendum hefur fjölgað
með hverjum vetrarleikum, eins og sumarleikunum.
Endurvekjandi Ólympíuleikanna, Coubertin baron,
tendraði sjálfur stefnuvita og leiðarljós leikanna með
hinum alkunnu orðum: „Það varðar ekki mest að sigra,
heldur hitt að keppa drengilega.“ Ólympíuleikarnir eru
ekki einungis heimsmeistaramót, þar sem engir hafa
erindi til keppni aðrir en væntanleg heimsmeistaraefni.
Ólympíuleikarnir eru mesta íþróttahátíð og þjóðernis-
kynning heimsins. Þangað senda flestar þjóðir heimsins
fræknustu íþróttamenn og -meyjar sínar, til að koma
þar fram undir þjóðfána sínum. Þar koma saman „táp
og fjör og frískir menn“ allra þjóða heimsins. Ólym-
píuleikarnir eru fagnaðarhátíð heilbrigðrar æsku allra
þjóða, áhrifamesta útbreiðslutæki og sterkasta stoð
íþróttahreyfingarinnar. Þar heyja leik saman fljótustu,
fimustu, þolnustu, sterkustu og djörfustu íþróttamenn
heimsins. Ólympíuleikarnir eru vettvangur þess full-
komnasta á sviði líkamsmenningar allra þjóða, hverju
sinni.
íslendingar hafa sex sinnum tekið þátt í Ieikunum,
auk þess að senda þrisvar glímuflokka. Eins og áður
segir, kepptu þeir fyrst á leikunum í London 1908
(1 kepp.). í Stokkhólmi 1912 (2 kepp.). í Berlín 1936
og öllum leikum síðan. Mest var þátttaka íslendinga í
Lundúnaleikunuum 1948 — enda fyrsta þátttaka íslands
sem lýðveldis — 22 keppendur; 14 frjálsíþróttamenn og
8 sundmenn, þar af 3 stúlkur. í Berlín tóku þátt 4 frjáls-
íþróttamenn og 8 sundknattleiksmenn. í Helsingfors
kepptu 10 frjálsíþróttamenn og nú síðast í Melbourne
2 frjálsíþróttamenn. — f vetrarleikunum hafa íslend-
ingar tekið þátt þrisvar sinnum — í síðustu þrennum
leikunum. — í St. Moritz árið 1948 voru fjórir skíða-
keppendur frá íslandi. í Osló 1952 11 skiðakepp., og
í Cortina í fyrravetur 8 skíðakeppendur. — Fram að
síðustu leikum hafa engir íslenzkir keppendur, hvorki
í sumar- né vetrarleikum, hlotið verðlaun eða stig, þ. e.
ekki komizt í sjálf úrslitin í neinni grein. En þótt það,
50 Heima er bezt