Heima er bezt - 01.02.1957, Side 10

Heima er bezt - 01.02.1957, Side 10
Úrslit i 100 m hlaupinu. Frá vinstri: Hec Hogan, Ástralíu, nr. 3, Bobby Morrow, U.S.A., (55), nr. 1, Manfred Germar, Þýzkaland, nr. 5, Thane Baker, U.S.A., nr. 2, Mike Agostini, Trinidad, nr. 6, og Ira Murchison, U.S.A., nr. 4. — KI. 6 um kvöldið fór að birta aftur; sást fyrst rósrauð slikja í suðrinu. Um kl. 7 fór að sjást niður — á sam- felldan ís, hvergi vök að sjá. Kl. 8 kom sólin upp í annað sinn á þessum degi. Kl. laust fyrir 9 var flogið inn yfir strönd Alaska. Var flughæð þá 4300 m. Var þar fjall- lendi mikið skammt upp af ströndinni, og var ægifög- ur sjón að líta niður yfir þetta tröllslega landslag í vetrarskrúða í árdegissólskininu. I Anchorage var lent kl. 11,15 að kvöldi, eftir sænskum tíma, og vorum þá búnir að vera á flugi í 14 klst. frá Luleá. Þarna var klukkan 12,15 e. h. í næsta áfanga, til Honolulu á Hawaii-eyjum, lögðum við af stað kl. 2,30. í Anchorage hafði verið skýjað loft. En skömmu eftir að við lögð- um af stað, var komið sólskin aftur. Hélzt svo til kvölds, og fengum við útsýni yfir strönd og eyjar Suður-Al- aska. Þar var allt fremur kuldalegt, því snjór lá yfir landinu, er víðast var skógi vaxið, og sund og víkur voru lögð. Tók þá við opið Kyrrahafið, blátt og kyrrt, svo hvergi sá brot á kviku. Klukkan 12,15 eftir miðnætti, eftir þarlendum tíma, var lent í Honululu. Þegar komið var út úr vélinni, fannst fljótt, að maður var kominn í hitabelti jarðar, enda er Honululu á 21 gráðu norðurbreiddar. Þarna um nóttina mun hafa verið um 25 st. hiti. Fóru allir farþegarnir nú af flugstöðinni inn í borg og á gisti- hús það, Edgewater Hotel, sem flugfélagið hafði pant- að gistingu á fyrir allan hópinn. Stóðum við við í Honululu tvær nætur og einn heilan dag. Notuðu íþróttamennirnir þetta tækifæri að einhverju leyti til æfinga, en ekki munu menn samt hafa æft mikið, held- ur notað tímann til að sjá sig dálítið um. Þarna er mjög fagurt, bæði landslag og gróður; eru pálmar þarna um alla borgina, sumsstaðar stórir pálmalundar. Við íslend- ingarnir fórum með tveimur af fararstjórum Norð- manna í boði Norrænafélagsins þarna í dálitla ökuför til útsýnisstaðar uppi í fjöllunum. Þar var mjög fagurt útsýni, en svo hvasst, að maður naut þess ekki full- komlega. f garðinum bak við gistihús okkar var sund- laug, og notuðu margir, einkum sundfólkið, sér það til að fá sér bað. Frá Honolulu var farið kl. 7 að morgni þess 10. nóv., til Nandi-flugvallar á Fiji-eyjum. Mestu viðburðir þessa dags voru, að við flugum suður yfir miðjarðar- línuna og vestur úr vestrinu yfir í austrið. Þetta var fegursti áfangi leiðarinnar. Glaðasólskin var alla leið til Fiji-eyja, en skýjamyndir svo aðdáanlega fagrar í kringum miðjarðarlínu eða rétt norðan við hana, í lognbeltinu (Doldrums), að maður féll í stafi. Alla leið sást niður á blátt og sólglitað hafið, en frá okkur að sjá var eins og skýjaborgirnar, einkum þær sem fjær voru, stæðu á þessum bláa grunni. Manni datt helzt í hug að líkja þessu við skýjaskraut Walt Disney, þar sem honum tekst bezt upp. — Til Fiji-eyja var komið kl. 4,15 eftir svæðistíma Fiji. Þar var sólskin og 30 st. hiti, er við komum. Fóru allir úr flugvélinni upp á gistihús flugstöðvarinnar. Meðan menn sátu þar í góðu yfirlæti, byrjaði að rigna, og hélzt svö allan tímann meðan staðið var við. Og þetta var engin smáúrkoma, heldur úrhellis hitabeltisrigning, eins og hellt væri úr fötu. (Við vorum þarna á illviðratímanum — Hurricane Season — sögðu Fijibúar okkur). Vöknuðu margir illa við að komast út í flugvélina aftur, því allir voru létt- klæddir. Voru Fijibúar mönnum þó mjög hjálplegir með bílakost og regnhlífar. — Kl. 6,30 var lagt upp í síðasta áfangann til Melboume. Eftir að menn höfðu matazt fóru flestir að sofa eða að reyna Jaað. Svaf ég talsvert lengi. Það fyrsta, sem við sáum af Astralíu, voru Ijósin í Sydney, stærstu borg landsins. Til Melbourne var komið ld. 4 eftur Fiji-tíma (2 eftir Melbourne- tíma). Var þar fyrir margt manna til að taka á móti hópnum. Þar á meðal fulltrúi Ólympíunefndarinnar, Mr. Graham Gillespie og frú hans, ennfremur fulltrúi frá framkvæmdanefnd Ölympíuleikanna, Commander Hall. Fylgdu þeir okkur til Ölympíuþorpsins, dvalar- staðar allra þátttakenda Ólympíuleikanna, og borðuðu með okkur fyrstu máltíð okkar þarna. Var nú farið að 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.