Heima er bezt - 01.02.1957, Side 11
birta, og fórum við til húss þess nr. 51 við Catalina-
stræti, er við skyldum búa í meðan við dveldum þarna.
Fórum við nú að sofa.
Næsta morgun var strax farið að athuga um æfinga-
stað. Var æfingavöllur þorpsins aðeins um 100 metra
frá húsi okkar og því skammt að fara til æfinga. Var
oftast æft þar, ásamt íþróttamönnum annarra þjóða.
Þar var oft margmenni mikið, því flestir æfðu nokk-
urn veginn á sama tíma. Þó voru margir, sem tóku
daginn snemma, einkum íþróttamenn suðurlanda og
austurlanda, er voru farnir að hlaupa og stökkva kl. 6—7
á morgnana. Þarna æfðu þeir Hilmar og Vilhjálmur
oftast. Aðrir æfingavellir voru einnig til taks, en lengra
í burtu, og tók oft langan tíma að komast á milli. Þó
æfði Vilhjálmur nokkrum sinnum á æfingarvelli Mel-
bourne Hásltóla með íþróttamönnum Svía.
Viðgerningur og mataræði var hér allt með ágætum,
svo að varla hefur betra verið áður. Voru flestir ánægð-
ir með þetta, og er þá mikið sagt. Oft var kalt framan
áf degi og á nóttunni, en síðari hluta dagsins varð stund-
um svo heitt, að manni fannst nóg um. Var þetta heppi-
legt veðurfar til morgunæfinga, einkum fyrir Norður-
Jandabúa.
Hin hátíðlega setningarathöfn Olympíuleikanna fór
fram 22. nóv., eins og flestum er kunnugt. Við íslend-
ingar gengum inn á leikvanginn næstir á eftir Ungverj-
um og næstir á undan Indverjum. Setning Ólympíu-
leikanna er oftast allmikil þolraun, vegna þess hve
langan tíma hin margþætta athöfn tekur. Þótt heitt væri
í veðri, dró samt öðru hverju fyrir sólu. Þennan dag
var 31 st. hiti í skugga, en við setningarathöfnina í
London 1948 var svipaður hiti, en alheiður himinn all-
an daginn. Vilhjálmur var fánaberi okkar. Hann kunni
nokkuð til þessa starfs, því hann hafði einhverntíma
verið fánaberi áður, og þótti fánakveðja hans í þetta
sinn takast mjög vel, að því er Ólympíufulltrúi okkar
sagði. Tók öll athöfnin um sex tíma, frá því við fórurn
úr Ólympíuþorpinu þar til við komum „heim“ aftur,
en þá var klukkan um 7 síðdegis.
Daginn eftir keppti Hilmar í 100 m. hlaupinu. Hann
var á 3. braut. Veður var gott og blítt, svipað og dag-
inn áður. Hilmar hafði kvartað undan vanlíðan í öðrum
fæti og verið í Ijósa- og nuddlækningum í lækninga-
stöðvum þorpsins nokkra undartfarna daga, og var ekki
víst hvernig honum myndi reiða af, er hann reyndi á
fótinn. Keppnin átti að hefjast hlukkan 3, og við Vil-
hjálmur fórum með honum tímanlega út á leikvang.
Fórum við fyrst til búningsherbergis okkar, er við höfð-
um með Dönum og Grikkjum, og eftir að Hilmar hafði
skipt um búning, til liðkunarsvæðis keppenda, rétt utan
við leikvanginn. Svæði þetta er ljómandi falleg gras-
flöt með 200—250 m langri hlaupabraut og stökkbraut-
um, svo og kúlu- og kringluhringjum, en laufmikil tré
breiða skugga sína á víð og dreif um svæðið. Hitaði
Hilmar sig þarna, ásamt öðrum keppendum nokkra
stund. Fórum við síðan til búningsherbergisins og beið
hann þar eftir að kallað væri til keppni. Þar sem Hilmar
var í fyrsta riðli, varð biðin skömm. Við Vilhjálmur
fórum nú til sæta okkar og biðum þess að rásmerki væri
gefið. Keppendur voru sýnilega nokkuð taugaspenntir,
því að tvisvar varð að kalla þá til baka fyrir of fljótt
viðbragð. Ekki átti Hilmar þar hlut að máli. Þriðja
sinn fóru allir vel og jafnt af stað, og hljóp Hilmar,
að því er virtist, ágætlega; varð hann samt 3. í mark.
Ég hugsaði með mér, að vel hefði tekizt, að meiðslið
skyldi ekki hafa bagað hann. Vilhjálmur fór nú til bún-
ingsklefans og tók á móti Hilmari og kom með hann
til sæta okkar, er hann hafði skipt um föt. Þegar þeir
Sigurvegarinn i þristökki, Ferreira Da Silva, Brazilíu.
Heima er bezt 55