Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 12

Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 12
Vilhjálmur komu aftur, sagði Hilmar sínar farir ekki sléttar, því að meiðslið hafði tekið sig upp í viðbragð- inu og bagað hann í hlaupinu. Var hann svo haltur fyrst á eftir, að sjúkraburðarmenn leikanna ætluðu að taka hann upp á börur sínar, en Hilmar aftók það. Var keppni Hilmars þar með Iokið, því að þýðingar- laust var að láta hann keppa á 200 m tveim dögum seinna, úr því svona fór í fyrsta hlaupi hans. Næsta keppni okkar íslendinga var því þrístökks- keppnin, er fór fram þriðjudag 27. nóv. Veður var þungbúið framan af degi, en létti til upp úr hádeginu og hlýnaði um leið. Klukkan 10 átti undankeppnin að hefjast, og fórum við Vilhjálmur utan úr Olympíu- þorpinu í sérbíl kl. 8 um morguninn. Þegar við kom- um út á Ólympíuleikvanginn, var enginn af keppend- um kominn. Vilhjálmi lék forvitni á að athuga þrí- stökksbrautina, og gengurn við því þvert yfir völlinn; þrístökkið fór fram hinum megin. Margir starfsmenn voru þar að vinna að undirbúningi, en annars var leik- vangurinn auður. Okkur Vilhjálmi leizt vel á stökk- brautina og allan útbúnað þarna, og hugði Vilhjálmur gott til keppni við slíkar aðstæður. Fórum við síðan til sama búningsklefa og áður, og fór Vilhjálmur að hafa fataskipti. Skömmu seinna komu tveir Belgíumenn — nú höfðu þeir sama klefa og við. Var annar þeirra þrístökkskeppandi Belgíu, W. Herssens. Er Vilhjálm- ur hafði skipt um föt, fórum við út á upphitunarsvæðið, sem áður er getið. Voru þar komnir margir hinna vænt- anlegu keppinauta Vilhjálms. Þar voru einnig kepp- endur í kringlukasti, er átti að fara fram samtímis. Eftir að Vilhjálmur var búinn að hita sig og liðka, fór- um við til búningsklefans og síðan til þess staðar, er menn voru kallaðir til leiks. Skildi ég þar við Vilhjálm og gekk hringinn í kringum leikvanginn til að fá sæti sem næst þrístökkskeppninni. Tókst mér greiðlega að ná í sæti, því leikvangurinn var nú ekki eins þéttsetinn og venjulega. Þegar ég kom á staðinn, var keppnin um það leyti að hefjast. Vilhjálmur var 21. í stökkröðinni og flestir skæðustu keppinautar hans stukku á undan honum. (Japaninn Kogaka, sem stökk á eftir Vilhjálmi, hafði samt lengsta stökkið í undankeppni — 15,63 m). Þegar kom að Vilhjálmi, hljóp hann til og hugsaði mest um að fá gilt stökk, og lagði minni kraft í atrennuna en vanalega. Mér létti ákaflega, er ég sá dómarann við plankann lyfta hvítu veifunni til merks um að stökkið væri gilt. Vilhjálmur þurfti ekki að stökkva nema þetta eina stökk í undankeppninni — það var 15,16 m, en lágmarkið 14,80. Þetta var ágæt byrjun. Ég fór þá strax aftur til búningsklefans. Vilhjálmur var ekki kom- inn; en er ég gekk út að inngöngudyrum keppenda, kom til móts við mig maður — Svíi einn, búsettur í Melbourne — og sagðist eiga að sækja þrístökkskepp- enda okkar og fara með hann til hvíldar- og hressingar- staðar, er Alstergren, Ólympíufulltrúi Norðmanna, hafði látið útbúa í húsi sínu skammt frá leikvanginum og áður boðið mér að láta keppendur íslendinga hafa afnot af, er á þyrfti að halda. Sýndu Norðmenn okkur í þessu, éins og fleiru, bróðurhug sinn til íslendinga. Vilhjálmur kom svo rétt á eftir, og ók maðurinn okkur til hins umrædda staðar, um 10—15 mínútna leið. Var þar til reiðu uppbúið rúm. Flvíldi Vilhjálmur sig þar, en við mötuðumst báðir, meðan við dvöldum þarna, úr matarpökkum, er við höfðurn fengið með okkur úr Ólympíuþorpinu. Ég nuddaði Vilhjálm á fótunum, meðan við dvöldum þarna, tvisvar léttu nuddi, og taldi hann sig hafa haft gott af því. Ekki vildi Vilhjálmur sofna; taldi það ekki henta. Út á leikvang vorum við komnir aftur kl. liýj, en kl. 21/, skyldi aðalkeppnin hefjast. Skipti svo Vilhjálmur um búning, hitaði sig upp og fór svo til útgöngudyra keppenda, en ég fór til sama staðar og um morguninn. Úm leið og við skild- umst, bað ég hann vel að duga og minnast þess að hann keppti fyrir ísland. Fann ég á handtaki hans, að hann myndi ekki láta á sér standa í því efni. — Mér gekk nú verr að ná í sæti en um morguninn, því leikvangurinn var að kalla fullsetinn. Mér tókst samt að ná í sæti hjá hjónum með tvö börn — þarna voru hin ódýrari sæti leikvangsins — og var annað svo ungt, að það var öðrú hverju að skæla. — Vilhjálmur var nú 13. í stökkröð- inni. Keppendur virtust nú vanda sig meira en um morg- uninn, og leið talsvert löng stund, áður en kom að hon- um að stökkva. Loks kom að honum, og hann stökk — ógilt, stökkdómarinn lyfti rauðu veifunni. Þetta var gremjulegt, því að stökkið virtist alllangt. Þá var að bíða þess næsta. En ef það yrði nú líka ógilt? Það mátti Vladimir Kuts, Rússlandi, er fyrstur í 5000 m hlaupinu, þegar það er hálfnað. Ncestir honum Gordon Pirie (189), Englandi, Derek Ibbotson (188), Englandi, Chris Chataway, Englandi, og Miklos Szabo, Ungverjalandi. 56 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.