Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 13

Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 13
Lee Calhoun, U.S.A. (til hœgri), vinnur 110 m grindahlaup sjónarmun á undan Jack Davies, U.S.A., og setur nýtt Ól.met. ekki verða. Nú höfðu margir keppendur stokkið um og yfir 151/2 metra. Var nokkur von um að hann yrði framarlega meðal allra þessara fræknu stökkvara? Um :síðir kom aftur að Vilhjálmi. Hann breytti atrennu- lengd sinni smávegis, skokkaði hægt af stað, eins og hann var vanur, jók hraðann og hitti plankann á fullri ferð. Hoppið virtist ekki mjög langt, og ég hélt að stökkið yrði ekki nema svo sem meðalstökk, en skref hans var tröllslegt og lyftingin og framsveifla fótanna í stökkinu frábært. Hann kom niður langt aftur í gryfj- unni. En hvað var þetta — rak hann ekki höndina nið- ur? Og stökkdómararnir voru í ákafa að athuga stökk- plankann. Gat verið, að þetta stökk væri líka ógilt? Þá vandaðist málið. Til allrar hamingju kom hvíta veifan upp — stökkið var gilt! jMér létti ákaflega. En það gat varla verið langt — höndin kom niður. Mennirnir við töfluna settu einhverja tölustafi upp. ... 25 — þeir byrj- uðu oft á öftustu tölunum. Hvað voru þeir að setja upp? 15 — eða var þetta 16? Ég þorði ekki að trúa mínum eigin augum, að stökk, sem mælt var að hendi, gæti verið svona langt. Ég spurði þann næsta — ég sat nú nær en áður, en alllangt frá töflunni — og heyrði næst- um samtímis rödd þulsins í hátalaranum: „Number 638 Mr. Einarsson of Iceland, has just set an Olympic re- cord by jumping 53 feet 4 inches (16,25 meters — var seinna breytt í 16,26 m). Eljartað hoppaði í brjósti mér. Þetta var svo óvænt, svo hrífandi, að ég gat naum- ast áttað mig á þessu. Ég kallaði á Vilhjálm upp að grindunum, til að óska honum til hamingju og þakka honum þessa frækilegu frammistöðu. En ég var lengi smeykur um að keppinautum Vilhjálms tækist að fara fram úr meti hans; þetta var svo snemma í keppninni, að skæðustu keppinautar hans — þrír Rússar, þrír Jap- anir, þrír Bandaríkjamenn og Da Silva. Ólympíumeist- arinn frá Helsinki — áttu mörg stökk eftir. En engum tókst þetta nema Da Silva, og ekki fyrr en eftir um tvær klukkustundir — stökk 16,35 m; varð Vilhjálmur því annar í keppninni. Óþarft er að taka fram, að við vorum hæstánægðir með þessi málalok, þótt við hefðum verið farnir að gera okkur vonir um að heyra okkar fagra þjóðsöng hljóma einu sinni á Ólympíuvettvangi. Til samanburðar við afrek þeirra Da Silva og Vil- hjálms nú, eru hér stökldengdir 1. og 2. manns frá síð- ustu þremur Ólympíuleikum: 1936: 1. maður 16,00 m, 2. m. 15,66 m. — 1948: 1. m. 15,40 m, 2. m. 15 36 m. 1952: 1. m. (Da Silva, fyrra Ólympíumet) 16,22 m, 2. m. 15,98 m (Cherbakov, Rússl., sem nú varð síðastur í úrslitunum með 15,80 m). Ég tel vafalítið, að Vilhjálmur hafi verið minna æfð- ur, og við lakari skilyrði en margir keppinautar hans, er sumir höfðu margra ára sérþjálfun að baki, eins og t. d. sumir Rússarnir, Japanarnir og þá ekki sízt Da Silva. Þótt Vilhjálmur æfði síðasta hálfan mánuðinn í Svíþjóð við góð skilyrði, og svo eftir að við komum til iMelbourne, þá hafði þrístökksþjálfun hans um sum- arið verið mjög slitrótt. Hvað var það þá, sem dugði honum svo vel í þessari hörðu keppni? Skýringin er hin sama og á því, að við höfðum nokkrum sinnum átt Evrópumeistara, og að met okkar eru meðal glæsi- legustu þjóða metum í heiminum, þrátt fyrir fámenni okkar og slæma aðstöðu. Lengi vel voru íslenzkir íþróttamenn eftirbátar ann- arra þjóða í afrekum sínum, en svo komu nokkrir er- lendir íþróttakennarar hingað og kenndu okkur réttar þjálfunaraðferðir. Og þá kom það einkennilega í ljós, að þeir náðu á stuttum tíma betri árangri í þjálfun íþróttamanna hér en þeir höfðu náð eða náðu síðar meðal landa sinna. Þó að ef til vill megi gera ráð fyrir að gamla lögmálið „enginn er spámaður í sínu föður- landi“ hafi einhverju ráðið í þessu efni, er munurinn Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.