Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 16
henni, að þó að hún væri verðug allra góðra hluta og
að óneitanlega væri gaman að sofa hjá fallegri stúlku,
|)á kæmi nú samt ekki til mála, að hún fengi að vera
með, og í mitt rúm færi hún aldrei. Þá varð Dísa reið,
afskaplega reið og rauk út í fússi og sagðist þá gera
mér og öðrum það til skammar að fara í lestina. Ég
þaut fram úr til þess að aftra henni því, en vaknaði
við það, að ég stend á káetugólfinu.
í því kom vaktarmaðurinn með kaffið. Eins og venja
er til, var hann spurður um veðrið, jú, það var gott,
hæglætis norðaustan andvari, ekki skýskaf á lofti og
spegilsléttur sjór. Það var ekki úfurinn á. Þegar lokið
var við að drekka kaffi með púðursykri í og borða
rúgbrauð með smjörlíki á, var farið til dekks, segl losuð,
stórsegl og skonnortusegl dregin upp, akkeri var létt,
forseglin dregin upp, og „Ingólfur“ sígur á stað, eins
og gamall húðarklár undir drápsklyfjum, kl. 8 að morgni
þess dags, er áður getur. Þegar komið var út á móts
við Njarðvíkurvör, fór að hvessa. \’ar þá klýfirinn
halaður niður og gerður fastur. Þegar kom út á móts
við Garð, var vindþunginn orðinn svo mikill, að enn
þurfti að minnka segl. Var þá tekið eitt rif í stórsegl
og skonnortusegl, en svo er framseglið kallað á skipum
af þessari gerð. En þegar skonnortuseglið var gefið
niður, kræktist önnur pikkfalsblökkin úr, svo að ég
varð að fara upp veglínulausan vantinn til þess að
krækja henni í aftur og benzla fyrir blokkarkrókinn,
svo að það kæmi ekki fyrir í annað sinn, en það hafði
gleymzt, þegar blokkin var hengd upp.
Þegar hér var komið, vorum við allir komnir í olíu-
föt. Þótt veður væri gott og enginn sjór nema vind-
bára, þá er það samt svo, að fljótt fer að gefa á hlaðið
skip, og þá ekki hvað sízt, þegar mikið frost er.
Ég var svo heppinn, að veturinn áður hafði móðir
mín saumað mér mjög vönduð olíuföt, kápu og bux-
ur, margfalt á sitjanda, hnjám og olnbogum. Hjá for-
eldrum mínum var þá roskinn maður, Erlendur að nafni,
hann var bróðir Sigríðar, konu Jóns heitins á Bústöð-
um, hann annaðist olíuíburð fatanna og þurrkaði þau
við sól og sumarvinda, enda héldu þau vindi og vatni,
sem kom sér vel, en sjóhatturinn var búinn til af Dansk-
inum. Þó nýr væri hann, þá lak hann eins og illa gert
hrip. Þegar búið var að minnka seglin, eins og að ofan
er sagt, var haldið áfram fyrir Garðskaga og suður
með landi, sem leið liggur; þá var farið að dimma og
veðrið að harðna. Út af Sandgerði voru segl enn rninnk-
uð á þann hátt, að nú var tekið annað rif í bæði segl,
en eitt rif í stagsegl og eitt í stagfokku, en við það
vorum við aðeins þrír, því að skipstjóri var þá genginn
til hvílu fyrir nokkru síðan, enda var hann þann veg
á sig kominn, að lítið lið hefði orðið að honum. Að
þessu loknu, gekk annar hásetinn til hvílu. Þegar komið
var á móts við Hafnaleir, var komið norðaustan rok,
og flókabakkar háir sem fjöll voru á lofti og boðuðu
ekki neina blíðu, heldur það gagnstæða. Lét ég þá
skipstjóra vita og talaði um við hann, hvernig veðri
væri nú háttað, og taldi, að bezt mundi vera að leggj-
ast á Hafnaleir og sjá, hverju fram yndi með veðrið,
því að í Eyrarbakkabugt væri komin sú veðurhæð, að
ósiglandi væri. Skipstjóri kvað nei við, án þess að gera
sér það ómak að fara upp í káetugatið og líta til veð-
urs, en skipaði svo fyrir, að haldið skyldi svo grunnt
fyrir Reykjanes, sem unnt væri. A mánudagsmorgun í
birtingu vorum við komnir fyrir Reykjanes; þá var
komið aftaka veður með frosti miklu og snjóhríð. Kom
þá skipstjóri upp, og enn voru segl minnkuð, þriðja rif
tekið í stórsegl og skonnortusegl, annað rif í stagsegl
og stagfokku. Nú var slagað allan daginn, og vorum við
allir uppi, en um átta-leytið um kvöldið vorum við-
á útslag og þó sennilega á líkum stað og um morgun-
inn, þegar byrjað var að slaga, þó ekki sé hægt að
ákveða það með vissu, vegna þess að ekkert sást fyrir
byl, en á þessum útslag rifnuðu öll seglin nema stór-
seglið, sem var nýtt, eins og áður er sagt, og svo
klýfirinn, sem var fastur eins og fram hefur verið
tekið. Hinum rifnu seglum var þá hleypt niður og þau
gerð föst, en skipinu lagt til upp í sjó og vind með stór-
seglinu, enda veðurhæð þá, samfara blindhríð, frosti,
stórsjó og náttmyrkri orðin svo mikil, að hverju skipi,
sem verið hefði, var ósiglandi. Að þessu loknu gekk
skipstjóri til svefnklefa síns, en „Ingólfur“ skundaði
brott í suðvestur-átt, undan sjó og vindi. Nú var stór
hætta á, að við lentum á Geirfuglaskerjum eða jafnvel
sjálfri „Eldey“, og þá hefði þessi saga ekki verið skráð,
en við því var ekkert að gera, auðnan varð að ráða.
Við þrír komum okkur saman um það, að ég skyldi
fara og hvíla mig dálítið, þar sem ég hafði staðið uppi
allan tímann, frá því að lagt var á stað frá Hafnarfirði,
en þeir hefðu þó hvílt sig til skiptis um nóttina áður.
Ég bað þá svo að láta mig vita, ef einhvers þyrfti með,
bauð góða nótt, fór ofan og lagði mig á bekkinn, eins
og ég kom fyrir, að því undanskildu, að ég tók af
mér þann danska hatt.
Ekki hafði ég legið lengi, eða það fannst mér að
minnsta kosti ekki, þegar annar maðurinn kom ofan og
bað mig að koma fljótt upp, því skipið berðist við
Eldey. Ég varð reiður, bað manninn að hypja sig sem
fyrst, hann hefði ekki þurft að hafa fyrir því að koma
með svona sögu, ef svo væri sem hann segði, snéri mér
á bekknum og hélt í kojustokkinn, þar sem Dísa ætlaði
að sofa. Sennilega hef ég verið búinn að festa svefn,
þegar hinn vaktmaðurinn kom og bað mig í guðanna
bænum að koma upp, því það berðist eitthvað svo
hastarlega í bóginn á skipinu, en þeir gætu ekkert séð
fyrir myrkri, byl og sjódrifi, og þeir geti heldur ekki
gert sér grein fyrir, hvað það sé. Ég hentist upp og
heyrði umrædd högg í bóg skipsins, en sá ekki frekar
en hinir orsökina til þeirra. Ég spurði þá, hvort skipið
hefði fengið á sig sjó. Þeir sögðu, að það hefði „difið“
sér í aftur að frammastri, en komið fljótt upp úr. Þá
vissi ég, hvað hafði skeð: klýfisbóman hefur auðvitað
brotnað við fasta spruðið, þegar skipið reif sig upp úr
öldunni, og harðist nú við bóg þess, þar sem hún hékk
í bardúnunum, ldýfisleiðaranum, pertunum ásamt fleiru.
Hér var úr vöndu að ráða og ekki nema um tvær leiðir
að ræða, og báðar hættulegar. Önnur var sú að láta
60 Heima er bezt