Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 17
allt draslið eiga sig og berjast án afláts í bóginn fram
að birtingu, og eiga það á hættu, hvort úr nótu slæg-
ist eða ekki, en tækist svo illa til, þá var hérvistarlífi
okkar lokið.
Hin leiðin var sú að fara strax til starfa, þrátt fyrir
náttmyrkrið og hina stóru sjói, sem hætta var á að
fá yfir sig óviðbúna, þar sem ekki varð til þeirra séð,
en vel hefðu getað skolað einhverjum okkar eða jafn-
vel öllum fyrir borð.
Ég tók skjóta ákvörðun, bómunni varð að ná inn,
hvað sem það kostaði. Við þremenningarnir byrjuðum
strax: það þurfti að skera, höggva, meitla og nota talíur.
Verkið gekk því seint, en það vannst og var lokið
kl. 10 um morguninn; þetta var á þriðja degi ferðar-
innar og þriðjudag. Nú var líka tími til kominn að
taka í dæluna, því að leki nokkur var kominn að skip-
inu, en hann stóð ekki.neitt í sambandi við það, er nú
var sagt. Eftir 2'A tíma var skipið þurrausið; fór þá
annar hásetinn í rúffið að kveikja upp og hita kaffi,
hinn tók sér stöðu í lúkarsgatinu til að líta eftir, þó
ekki sæist nema út fyrir borðstokkinn vegna hríðar,
en ég fór í káetugatið einnig til að líta eftir, eins og
venja er til. Sjóirnir voru afskaplega stórir, og leit oft-
ast út fyrir, að þeir ætluðu að brjótast yfir masturs-
toppana, en það var tilkomumikil sjón að sjá, hvað
skipið var fljótt sem fugl að snúa sér upp í þá, svo
hékk það í öldutoppunum, einna líkast því sem það
hengi í snúru, er lægi niður úr himinhvolfinu. Þannig
hékk það, þar til sjórinn gekk aftur undan því að fram-
an; þá byrjaði það að síga niður í hinn djúpa öldudal
á ný, og féll þá nokkuð frá sjó og vindi, sem venju-
legt er.
Nokkru áður en kaffihituninni var lokið, sá ég koma
einn af þeim allra stærstu sjóum, sem ég nokkru sinni
hef séð, en skipið var sjáanlega ekki búið að rétta sig
nægjanlega mikið af, til þess að geta legið þíáðbeint
upp á móti sjónum, svo ég kallaði til mannsins í lúkars-
gatinu, eins hátt og ég hafði róm til, að koma sér
niður og draga kappann yfir; í sömu andránni dró ég
káetukappann yfir og kastaði mér niður á gólf; það
mátti ekki seinna vera, því að nú reið holskeflan yfir
skipið með braki og brestum, og það lagðist um leið
á hliðina.
Þegar þetta var af staðið, fór ég upp. Það, sem þá
bar fyrir augu mín, var, að öll bakborðslunningin var
horfin vanta á milli með styttum og öllu saman, skips-
báturinn horfinn af hekkinu, en hékk í talíunum fyrir
neðan hekkið, fullur af sjó, en til allrar hamingjtx var
ruffið heilt og maðurinn í því óskaddaður, en skipið
lá á hliðinni upp á lúgur; nú var eins og sléttað væri
úr sjónum, þó veðurhæð og sjór hefðu ekki breytzt.
Nú kom skipstjóri upp með sax í hendi og ætlaði að
skera af okkur skipsbátinn, sennilega af ótta við, að
hann drægi sltipið niður, sem að vísu gat verið hætta á.
Hljóp ég þá í veg fyrir hann og sagði, að hann skæri
ekki af okkur bátinn, meðan ég væri uppi standandi,
því að líf okkar allra gæti legið við að ná bátnum inn.
Hætti hann þá við tilraunina, en fór aftur til herbergis
síns. Skipið var enn með lífi, en svo er það kallað,
þegar það hefur hreyfingu. Batt ég nú sem skjótast
um mig kaðli til þess að gera tilraun til að brjóta stjórn-
borðslunninguna, sem að vísu var nú öll undir sjó, en
jiað var tilraun til að gera skipinu léttara fvrir að rétta
sig, og óvíst, að það hefði rétt sig, ef ekki hefði heppn-
azt að sprengja lunninguna út. Smátt og smátt kom
skipið úr kafinu, þar til lunningin var ekki nema hálf
í sjó; jtar við sat.
Farmurinn hafði raskazt, og skipið var orðið mikið
lekt. Hér var því ekki nema um eitt að gera, og það
var að ryðja saltinu fyrir borð, og nú komu föturnar
að góðu haldi, aftasta lúgan til kuls var opnuð, en þó
ekki meira en svo, að fata kæmist þar óhindruð upp.
Björn og Guðjón fóru í lestina, en ég sat á lúgukarm-
inum, tók á móti fötunum og helti úr þeim á dekkið,
en sjórinn skolaði því jafnótt út. Ég hefi oft séð vel
unnið, en ég held aldrei eins vel og þeir Björn og
Guðjón unnu í þetta sinn. Eftir stuttan tíma voru
100 tn. af salti komnar fyrir borð, skipi og mönnum
borgið. Þessu næst var unnið að því að koma hveiti
og rúgmjöli ásamt öðru af farminum þannig fyrir, að
það gerði skipið sem réttast, miðað við þá vcðurhæð,
er þá var; allt gekk það að óskum. Þá var skipsbátur-
inn næstur, en hann var erfiður; um síðir náðist hann
þó inn heill og óskemmdur. Nú var að fara í dæluna,
salt hafði komizt í hana; það varð að hreinsa í burt.
Eftir langan tíma varð þó skipið þurrausið, og nú
var mál til komið að fara að fá sér kaffi eftir svo
erfiðan dag, en þó farsælan. Þar sem nú voru liðnir
þrír dagar af þeim 7 dögum, er matur, vatn og kol átti
að .duga til, en útlit fyrir, að ferðin tæki miklu lengri
tíma, sá ég, að ég yrði að skammta þær vistir, sem til
voru, því að sultur er betri en algjört hungur.
Þegar hér var komið, skiptum við þremenningarnir
með okkur vökum þannig, að tveir skyldu ávallt vera
á dekki, en einn hafa þriggja tíma hvíld samfleytt, ef
ekkert sérstakt kæmi fyrir, svo að á honum þyrfti að
halda til starfa.
Ég verð að geta hér eins atviks, sem fyrir kom, á
meðan við vorum á drifinu, en j>ó stuttu eftir að við
höfðum rutt farminum. Ég átti kojuvakt fyrri hluta
dags og lá á bekknum í olíufötunum eins og venjulega.
Ég vakna svo án þess, að í mig hafi verið kallað, en
er svo vel vaknaður, að ég lít á klukkuna, og sé ég þá
mér til mikillar undrunar, að ég er búinn að sofa nærri
tveim tímum lengur en mér ber, svo mér varð hálf
hvert við og datt í hug, hvort báða mennina hefði nú
tekið fyrir borð, hendist upp í káetugatið og sé engan
mann, fer því næst í ruffið, og mér til mikillar gleði
eru báðir mennirnir þar, en báðir nokkuð drukknir.
Ég spurði þá, hverju þetta sætti eða af hverju þeir
væru svo á sig komnir. Svarið var: „Skipstjórinn kom
upp í káetugatið og bað okkur að ná í Whiskykassann,
sem væri í lestinni, og færa sér hann upptekinn, hvað
við gerðum. Hann launaði okkur svo starfið með því
að gefa okkur vel í staupinu, það er nú allt og sumt.“
Þegar þetta var, hefur skipstjórinn sennilega verið bú-
Heima er bezt . 61