Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 18
inn úr 10 potta brennivínskútnum, sem hann hafði með
frá Hafnarfirði. Ég varð svo reiður af þessu, að ég
hljóp strax niður í káetu til skipstjórans, tók kassann
og ætlaði upp með hann og kasta honum fyrir borð
til þess að fyrirbyggja, að slíkt endurtæki sig, en skip-
stjóri bað mig svo vel að gera það ekki og lofaði jafn-
framt, að hann skyldi ekki gefa þeim dropa oftar, svo
ég hætti við að taka kassann. Loforð sitt um þetta
atriði efndi skipstjóri vel. Á driftinni höfðum við þre-
menningarnir ekkert að gera annað en að halda skip-
inu þurru, enda var það æði mikið verk.
Er svo ekki að orðlengja það, að okkur var að reka
í 21 dægur, en eftir það fór veður og sjó að lægja,
og var þá farið að taka til hinna rifnu segla og gera
við þau, en það tók, að mig minnir, tvo eða þrjá daga,
sem von var, þar sem ég var aðeins einn við það starf.
Að viðgerðinni á seglunum lokinni, var komið gott
veður og vindur hagstæður, svo nú voru öll segl sett
til, nema klýfir, en hann var ekki hægt að nota, vegna
þess að við höfðum engin tök á því að koma klýfis-
bómunni á sinn stað. Nú vandaðist málið, engin sjó-
kort voru til né önnur áhöld, sem notuð eru til að
ákveða með stað skipsins, og heldur enginn, sem kunni
að nota þau, þó til hefðu verið, nema skipstjórinn, en
hans naut ekki við. Hvar var ísland? í hvaða átt átti
að halda til að finna það? Vindurinn lá vel á með því
að stýra í norðaustur, skipið hafði rekið í. suðvestur,
og því var ekki ósennilegt, að land væri fyrir stafni í
gagnstæðri átt. Ákvað ég því að taka stefnuna í norð-
austur. Á uppsiglingunni bar ekki neitt sérstakt við,
nema að alltaf varð ég að minnka skammtinn, en vind-
urinn var hæfilega sterkur til að sigla með þeim seglum,
er uppi voru og áður er greint.
27. febrúar sáum við Hjörleifshöfða og urðum mjög
glaðir við. Þá var vindur norðvestlægur, en um nótt-
ina gekk hann til í suður, hægur þó og sjólaus. Um
hádegisbil var farið fram hjá Vestmannaeyjum á milli
lands og Eyja, í þeirri von, að til Stokkseyrar næðist
þá um kvöldið. Þá var ekkert til nema nokkrir kola-
molar í fötu, þrátt fyrir það þó skammtað hefði verið
ein brauðsneið og XA peli af vatni á mann síðustu 6 dag-
ana og eldur tekinn upp einu sinni á dag til þess að
búa -til kaffi úr skammtaða vatninu. Til Stokkseyrar
var komið um kvöldið og skipið dregið inn á legu af
róðrarbátum, en þetta var nú líka fyrsta dagurinn, sem
við höfðum farið úr olíufötum, frá því við fórum í
þau í Faxabugt, eins og áður er sagt. En það var líka
annar dagur skipstjórans á dekki, frá því að við lögð-
um til undan Reykjanesi.
Þegar búið var að koma skipinu í lægi, komu menn
um borð með mat, vatn, kol og brennivín, en allir
höfðu þeir sömu sögu að segja, þá, að engum hefði
dottið í hug, að „Ingólfur“ kæmi nokkru sinni fram,
eftir að hafa hreppt svo geysilega sterkt og langt veð-
ur. Meðan við lágum á Stokkseyri, en það mun hafa
verið í tvo eða þrjá daga, var klýfisbómunni komið
fyrir á sinn stað, og það, sem eftir var af vörum, var
flutt í land, þó hún að vísu væri öll ónýt vegna sjó-
bleytu, nema það af henni, sem var járnvara og tóg.
Áð þessu loknu var tekin seglfesta og haldið af stað
seinni part laugardags, að mig minnir, í hæglætis suð-
austan kalda. „Ingólfur“ seig nú loks í áttina heim, en
skipstjórinn og hásetarnir settust að í káetunni og
hresstu sig eftir volkið á brennivíninu, sem kaupmaður-
inn gaf þeim eða seldi, en svo vel féll þeim drykkur-
inn, að ég náði þeim ekki upp til dekks fyrr en klukk-
an 8 á sunnudagsmorguninn. Við Garðskaga mættum
við fiskiskipum, sem voru að leggja út í sinn fyrsta
túr, þar á meðal var skipið, sem ég var ráðinn á. Á
mánudag, sem mun hafa verið 4. eða 5. marz, sigldum
við inn í Skerjafjörð og steyttum á boðanum „Jörundi“,
en losnuðum fljótt við báru, sem undir gekk og lyfti
okkur af. Lagzt var á Seiluna, þar sem við tókum
„Ingólf“ úr vetrarlæginu. En þaðan var hann aldrei
hreyfður meira til siglinga, svo gjörsamlega var hann
sligaður og brotinn, að ekki þóttu nokkur tiltök að
kosta upp á viðgerð á honum.
Þessi saga er skrifuð með það eitt fyrir augum að
vekja uppvaxandi kynslóð til umhugsunar um það, hvað
harðri lífsbaráttu afar hennar og íeður urðu að berjast
sér og sínum til framdráttar á þeim tíma, er hér um
ræðir. Þá á hún einnig að sýna, hvað hættulegt það er
á öllum tímum að hafa Bakkus um of um hönd, en
ekki er það hvað minnst hættulegt að láta hann sitja í
fyrirrúmi á slíkum ferðum sem þessari. Mér er það
fyllilega ljóst, að hefði hann ekki verið með í ferð-
inn, þá hefði aldrei þurft að segja þessa sögu.
Að síðustu vil ég taka það fram, að skipstjóri N. N.
var ómagamaður mikill og bláfátækur. Af því var það,
að hann miðaði vistir til skipsins ávallt við fljótustu
ferð á milli þeirra staða, er hann þurfti að sigla. N. N.
var dugnaðarmaður í hvívetna og drengur hinn bezti.
En Bakkus hemlaði hann helzt til oft eins og svo marga
góða drengi.
L JÓÐ
Viltu lesa kvæði í kvöld?
Þetta kvæði, sem við höfum ort?
Viltu lesa kvæði um koss?
Það er kossinn, sem breyttist í ljóð?
Viltu lesa fyrir mig Ijóð?
Þetta Ijóð, sem var ort í gær.
Viltu lesa ljóðið um þig?
Það er Ijóðið um sól og dag.
Svalinn.
62 Heima er bezt