Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 20

Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 20
Ég man óljóst eftir því, að ég heyrði fólk fara með vísu þessa. Það er sagt, að Sigurður Bjarnason frá Kata- dal hafi ort hana á barnsaldri. En Sigurður var, sem kunnugt er, vel hagorður. Eftir hann er Hjálmarskvíða, og einnig orti hann rímur. En hann dó ungur, drukknaði 1865. Helga Eiríksdóttir hét unnusta hans. Hún var einnig hagorð. Og syrgði hún Sigurð mjög. Það er sagt, að hún hafi verið komin á efri ár, er hún gerði þessa vísu, sem margir munu kunna: Langt er yfir sjó að sjá, samt er lognið hvíta. Aldrei má ég æginn blá ógrátandi líta. (Sagnaþ. úr Húnaþingi.) Þessi vísa var alkunn í Dölum. Hún er talin Guð- rúnu dóttur Bólu-Hjálmars. Hafði hún átt barn með Þórarni Ingjaldssyni, prests á Ríp í Skagafirði. Sagt var, að Þórarinn hafi ekki viljað gangast við barninu. Og hafi Guðrún þá átt að gera vísu þessa: Yfir (því) hlakkar andi minn, ég þó flakki víða. Þennan krakka á Þórarinn, þó að skakki um mánuðinn. (Sagnablöð III. Skuggsjá 9.) Og svo kemur hér gömul og góð vísa, sem er löngu landfleyg og má því vel vera með hinum yngri, þótt ekki viti ég höfund hennar: Vondra róg ei varast má, varúð þó menn beiti, mörg er Gróa málug á mannorðs — þjófa -» leiti. Um aldamótin 1800 bjó í Gröf í Gufudalssveit bóndi sá, er Jón hét, merlcur maður og hagyrðingur góður. Hann orti rímur um öll örnefni í landi Grafar og Þóris- staða. Þar í er þessi vísa um Kerlinguna, en það er allhár steindrangur við neðri götuna, en tvær götur, efri og neðri, liggja út og inn Grafarmel: Neðri götuna gáttu stillt, gerðu slíkt að muna. Og svo farðu, ef þú vilt, upp á Kerlinguna. Ólafur hét maður frá Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Síðar flutti hann til Flateyjar og bjó í Innsta-bæ, en jafnan var hann kallaður Bárar-Ólafur. Ólafur var hinn mesti atgjörvismaður, höfðinglegur, orðheppinn og skemmtinn. Og auk þess var hann hagorður. Ókunn- ugur maður mætti honum eitt sinn á förnum vegi og spurði, hvort hann væri ekki Ólafur frá Bár. Olafur svaraði: Allt er sami Ólafur: Ólafur-Bárar slyngur, Innsta-bæjar Ólafur, Ólafur Flateyingur. Sldp hans hét Gustur. Um það kvað hann, er það var gamalt og slitið: Rán þó bulli og riðugur refla ullar dusti, alltaf sullast Ólafur á hálffullum Gusti. (Eftir Barðstrend.bók.) Fríðar, ungar, indælar eru og drunga frásneiddar, á kinnbungum kafrjóðar, Kalmanstungu-j ómfrúrnar. (Talin eftir Baldvin skálda.) Kuldinn bítur kinnar manns, Kólnar jarðarfræið. Ekki er heitur andinn hans eftir sólarlagið. (Óþekktur höf.) Reykjarhóll mér löngum lét, lítt þó safnist auður. Héðan ekki fer ég fet, fyrr en ég er dauður. (Talin eftir Einar á Reykjarhóli.) Það er stand í Brekkubæ, bráðversnandi fer það. Kaffið blandað korni fæ, keim af hlandi ber það. . (Höf. óþekktur.) Ég hef talað við fólk, sem man eftir því, þegar kaffið var drýgt með korni. Gaman er í góðu veðri að ríða á góðum vegi, góðum klár, glasið þegar fellir tár. (Gömul vísa.) Nú er fjaran orðin auð, öll af þara gróin. Nú skal fara að reyna ’ann Rauð og ríða honum bara í sjóinn. (Gömul vísa. Óltunnur höf.) 04 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.