Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 21
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlöhum HEIMSÓTTIR HÁSKÓLABÆIR. a merískir háskólar eru sérkennilegar stofnanir, og /\ að ýmsu frábrugðnir því, sem vér eigum að / venjast hérna megin hafsins, að minnsta kosti á Norðurlöndum. í fyrsta lagi eru þeir furðu- lega fjölmennir. Stúdentafjöldi hinna stærstu þeirra er milli 20 og 30 þúsund, og í þeim er unnt að leggja stund á nær því hvað, sem hugsazt getur milli himins og jarðar af þeim störfum og fræðum, er ætla má, að geti að gagni komið í þjóðfélaginu. Inntökukröfur eru og með öðrum hætti en hér gerist, og reynir þar mest á getu nemenda sjálfra um hvort við þeim er tekið eða ekki, en minna litið á prófskírteini. Eins og nærri má geta, þá er húsa- kostur slíkra stofnana mikill, cnda eru háskólahverfin eins og heilar borgir. Kallast hverfi þessi „campus“. Auk kennslustofnana, tilraunastofa, safna og stúdenta- garða, eru þar að jafnaði víðir vellír, skreyttir trjám og blómum. Þar eru íþróttasvæði, sem hver bær gæti verið fullsæmdur af, oftast nær gististaðir, þar sem gestir há- skólans búa. Sölubúðir eru þar, sem stúdentar kaupa í allar nauðsynjar sínar, póststofur, matsölustaðir, auk fjölmargra staða, þar sem stúdentar geta iðkað ýmis- konar tómstundavinnu sér til gagns og skemmtunar. Virtist mér við fljóta yfirsýn, að séð væri þar fyrir öllum þörfum stúdenta, og væri þeim aldrei nauðsyn á að fara út fyrir „campusinn“ til nokkurra þeirra erinda, sem daglegar þarfir krefjast. Og furðu einkennilegt var þar sumstaðar, að koma inn í háskólahverfin beint úr ys og þys borganna, og finna þar kyrrð og ró, enda þótt þótt allt væri þar iðandi af lífi. Því að í raun réttri er þar alls staðar starfað. Hvert hverfi er með sínu sniði, um byggingarlist og fyrirkomulag. Sum eru til- tölulega einleit í þeim efnum, en önnur svo sundur- leit, að naumast eru nokkur tvö hús í sama stíl. Mjög mörg stórhýsi og stofnanir eru þar gefnar af einstakl- ingúm, og bera nöfn þeirra; er þá ýmist að þeir eða þeirra nánustu hafa gefið stofnanir þessar, eða þær eru reistar með almennum samskotum til minningar um ein- hvern merkismann, helzt þá, sem starfað hafa við há- skólann. Og margir einkaháskólarnir eru stofnaðir af gjafafé einstakra manna. Enda þótt margt sé misjafnt sagt um ameríska auðkýfinga, verður sá heiður ekki tekinn af mörgum þeirra, að þeir hafa gefið ævintýra- legar fjárupphæðir til menningar- og mannúðarmála, og hafa háskólarnir ekki sízt notið þeirra gjafa. Vera má að nokkur fordild fylgi sumum slíkum gjöfum, en aðalatriðið er þó, að þarna er dollurunum'breytt í verð- mæti, sem mölur og ryð fá ekki grandað, og kynslóð eftir kynslóð nýtur góðs af. Ánægjulegt væri, að sjá stefnt að hinu sama í voru landi í hlutfalli við getu vora. Ef sami hugur ríkti til. menningarmála, þá mundi oss margt ganga greiðlegar um verndun og aukningu menningar vorrar en nú er. í ferðalagi mínu heimsótti ég allmarga háskóla, enda var meginþáttur áætlunar minnar, að kynna mér grasa- fræðistofnanir og hitta sérfræðinga í þeim fræðum. Af þeirn sökum urðu oft almenn kynni mín af háskólun- um minni en skyldi, þar sem skammvinn hehnsókn var einkum tengd við eina deild. Verður víða getið hinna einstöku skóla, en um ytri svip eru þeir ólíkir inn- byrðis, þótt gera megi ráð fyrir, að starfshættir séu um margt líkir. Skyggnst inn í Yale. Fyrsti áfangastaður minn frá Washington var Yale- háskólinn. Hann stendur í borginni Ncw-Haven í Co7inectitut-xi\ú á austurströndinni, nokkni norðar en New-York. Yale-háskóli er einn af elztu háskólum Séð yfir Yale-háskóla. Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.