Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 23
með um 1500 áhorfendasætum, svo að eitthvað sé nefnt.
Öll hugsanleg tæki og þægindi fyrir íþróttamennina
voru þarna fyrir hendi. í öllum æfingasölum voru menn
að íþróttum og leikjum, enda er stofnunin sótt að stað-
aldri af um 4000 stúdentum auk margra annara. Uppi
á efstu hæð í turninum er salur einn mikill, þar sem
geymdir eru verðlaunagripir þeir, sem Yale-menn hafa
unnið í íþróttum fyrr og síðar. Fánar og veifur hanga
þar úr lofti og á veggjum, en í skápum og hillum eru
bikarar, skálar, líkneskjur, minnispeningar og hvað eina
af slíkum gripum, og var margt af því forkunnarfag-
urt, en margir fánarnir voru rykfallnir og að því
komnir að detta sundur fyrir elli sakir. Fylgdarmaður
sá, sem Mr. Holden hafði fengið mér til leiðsagnar
um allt háskólahverfið, var stoltur mjög af safni þessu
fyrir hönd háskóla síns. Eru Yale-menn yfirleitt stoltir
af skóla sínum, og það ekki að raunalausu. „Það er
raunar óþarfi fyrir þig að skoða fleiri háskóla hér í landi,
fyrst þú ert búinn að skoða Yale,“ sagði mr. Holden
við mig, er við kvöddumst. Að vísu var það í gamni
mælt, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, og þarna
kynntist ég einum þætti, sem ríkur er í amerískum há-
skólamönnum, og það er stolt þeirra og ást á háskóla
þeim, er þeir hafa stundað nám í. Endist þeim það flest-
um alla ævi, og hefur það átt eigi lítinn þátt í þeim
gjöfum, sem háskólarnir hafa hlotið.
Síðasti dagur minn í New-Haven var sunnudagur.
En á ferðalagi reynast sunnudagar oftast leiðinlegustu
dagarnir, að minnsta kosti þangað til maður er orðinn
heimavanur. En einn stað átti ég eftir að skoða þar, og
það var náttúrugripasafn Yale-háskóla, Peabody-safnið,
kennt við gefandann, eins og títt er. Það stendur spöl-
korn utan við sjálft háskólahverfið. Safnið er ekki geysi-
stórt, en mjög létt er að átta sig þar á hlutunum, eins
og raunar alls staðar í amerískum söfnum, en um þau
mun ég ræða síðar í sérstökum þætti. Einna merkileg-
asti hluti þessa safns er steingervingasafnið. Meðal ann-
ars eru þar margar beinagrindur af hinum útdauðu
skrýmslum miðaldar. Þar er t. d. heil Þórseðla (Brontó-
saurus), þ. e. a. s. beinagrind hennar, og hefur ekkeit
þurft í hana að steypa. Brontósaurus er stærsta land-
dýr, sem lifað hefur á jörðinni, er beinagrind þessi um
30 m á lengd með haus og hala, en áætluð skrokkþyngd
dýrsins 35—40 smálestir. Hinsvegar mun gáfnafar þess
ekki hafa verið stórkostlegt, því að heilinn hefur varla
verið yfir 2—3 kg. Steinasafnið var geysifagurt, glitruðu
þar steinarnir í óteljandi litbrigðum og geislaskrauti.
Meðal annars var þar líkan af gullmola miklum frá
Californíu, sem gaf góða hugmynd um hvernig stærsti
gullmoli, sem fundizt hefur í Ameríku, leit út.
A heimleiðinni frá safninu lá leið mín um Græna-
völl. Þegar þangað kom, var stungið auglýsingamiða í
hönd mér, um það að einhver heiðursmaður, nafninu
gleymdi ég og týndi miðanum, ætlaði að flytja fyrir-
lestur þar á vellinum um annað líf og samband við
framliðna rnenn, og átti ræðan að hefjast eftir örfáar
mínútur. Eg svipaðist um, og drjúgan spöl frá sá ég
ræðustól og bekki. Þar sem ég hafði heitið sjálfum mér
því, að láta ekkert færi ónotað, til þess að æfa skilning
minn í enskri tungu, taldi ég rétt að hlýða á þenna
náunga. Tók ég mér sæti þar á bekksenda, og var fólk
nú að tínast þangað. Raunar varð söfnuðurinn aldrei
stór, eitthvað 80—100 manns og mest af því voru negrar
og kynblendingar, og brá mér við, því að fátt hafði
ég annars séð af þeim í New-Haven. Brátt kom ræðu-
maður, og hóf að tala. Rakti hann skoðanir manna á
öðru lífi á ýmsum tímum og í ýmsum trúarbrögðum,
og varð honum einkum tíðrætt um kenningar spíritista.
Var sá hluti ræðu hans allur hinn skilmerkilegasti. Síðan
tók hann að þýða texta sinn. Kvað hann fásinnu og
heimsku að afneita fyrirbrigðunum, eins og sumir menn
gerðu. Þau væru hvorki klekking né skynvilla, heldur
fullkomlega raunveruleg. Einungis væri þess að gæta,
að þau væru ekki komin frá framliðnum mönnum,
heldur væri þar djöfullinn sjálfur að verki, ljóslifandi
og áþreifanlegur. Tók hann síðan að rökstyðja þessa
fullyrðingu sína með ritningargreinum, og hlýddi söfn-
uðurinn á hann með fjálgleik. Þótti mérþá nóg komið
af svo góðu og hélt heim á hótel mitt og tók að búa
mig til brottferðar.
Cornell háskóli.
Næsti áfangi var Cornell-háskóli í bænum lthaca.
Kom ég þangað snemma næsta morguns, með nætur-
lest frá New-York. Var mér fengin þar vist í gisti-
heimili háskólastúdenta, William Straight Hall, en þar
er jafnframt miðstöð alls félagslífs stúdenta í Cornell.
Salakynni eru þar mikil og fögur, einkum var ég hrif-
inn af samkomusalnum, sem jafnframt var notaður sem
setustofa á daginn. Bókasafn er þar mikið og gott,
allskonar leiksalir með knattborðum, borðtennis og
hverskonar leikföngum, matsalir eru þar miklir og víðir,
og borða þar þúsundir manna daglega. Þá eru þar skrif-
stofur stúdentafélaga, ritstjórn háskólablaðsins, en í öll-
um háskólum gefa stúdentarnir út dagblað, málverka-
salir o. s. frv. Mestöll vinna er unnin af stúdentum, og
allan daginn er þar stöðugur straumur út og inn. Mun
Stúdentaheimilið William Straight Hall.
Heima er bezt 67