Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 24
Séð yfir Cornell-háskóla. Bókasafnsturninn á miðri mynd.
hvergi vera betra að fá yfirlit um stúdentahópinn en
þarna. Eitt meðal annars, sem þegar vakti athygli mína
meðal amerískra stúdenta, var daglegur ldæðaburður
þeirra. Langflestir gengu í vinnubuxum, og í peysu eða
blússu. Er búningur sá í senn léttur, hreinlegur og ódýr.
Gæti námsfólk hér heima tekið sér það til fyrirmyndar.
Gistiherbergin í Straight Hall eru ekki mörg, en hin
vistlegustu. Þótti mér sem ég væri kominn heim til
mín, jafnskjótt og ég hafði búið um mig í herbergi
mínu. Var ekki einungis að herbergið sjálft væri hið
þægilegasta, heldur var útsýni þaðan hið fegursta, yfir
háskólahverfið, og út um vötn og velli. Naumast hafði
ég þvegið af mér ferðarykið, þegar leiðbeinandi minn,
Mr. Bruska, aðstoðarmaður háskólaforsetans, hringdi í
mig. Hafði hann ekið út á járnbrautarstöð, en gripið
í tómt, því að ég náði í bíl þar jafnskjótt og ég kom
út úr lestinni. Sagði mr. Bruska, að enginn, sem hann
hitti þar, hefði veitt mér athygli, og var hann í öngum
sínum yfir, að eitthvert óhapp hefði hent mig. En nú
var sú sorg sefuð. Bað hann mig að hitta sig á skrif-
stofu sinni svo fljótt sem ég gæti.
Cornell-háskóli liggur rétt utan við smábæinn Ithaca.
Stúdentar eru þar um 10 þúsund. Háskólasvæðið sjálft
er hið fegursta, sem ég sá í Ameríku, og eru þó mörg
þeirra falleg. Campusinn liggur í hálendri tungu milli
tveggja gljúfra, en í þeim falla ár með háum fossum,
en í giljunum er fjölbreytilegur gróður trjáa og jurta,
og ýmsar merkilegar jarðmyndanir, sem ég átti kost á
að skoða seinna í hópi náttúrufræðistúdenta. Það þarf
þannig ekki að ganga nema snertispöl út frá miðju
háskólahverfinu, til þess að vera úti í ósnortinni nátt-
úrunni. Útsýni er hið fegursta, einkum út yfir Cayuga-
vatnið, en í fjarlægð eru skógi vaxnar hæðir og ásar,
og milli skógargeiranna blómleg bændabýli með ökr-
um og engjum. Allt umhverfis blasti við blómleg sveita-
sæla, en inni í campusnum eru stúdentar hvarvetna að
starfi og leik. Sumir lágu á grasflötunum og lásu, aðrir
sátu við málaragrindur og æfðu sig í teikningu og mál-
aralist, sumir spjölluðu saman, og sumstaðar leiddust
piltur og stúlka og létu sér fátt finnast um annað en sig
sjálf. Allt þetta bar fyrir augu mér, þegar fyrsta morg-
uninn á leiðinni yfir til Mr. Bruska.
1 musteri íslenzkra fræða.
Mr. Bruska fagnaði mér vel, og sagðist þegar hafa
gert dagskrá fyrir mig, meðan á dveldi í Cornell. I dag
ætlaði hann að afhenda mig í umsjá vinar míns, Jóhanns
Hannessonar, og á morgun langaði prófessor Lawrence
mjög til að sjá mig, því að ég hefði gert honum mikinn
greiða fyrir mörgum árum. Ég rak upp stór augu, því
að satt að segja var dr. Lawrence mér löngu gleymdur,
en síðar kom það í ljós, að ég hafði sent honum eftir
beiðni heilmikið af íslenzkum geldingahnappi fyrir ein-
um 15—20 árum.
Ekki hafði ég rætt lengi við mr. Bruska, þegar Jóhann
Hannesson vatt sér inn úr dyrunum. Varð þar fagna-
fundur, og brátt lögðum við leið okkar yfir í ríki
hans í Fiske-safni.
Margt hafði ég heyrt um Cornell-háskóla, áður en
ég kom til Ameríku, enda hefur hróður hans borizt víða
sem eins hins ágætasta háskóla í Ameríku, en ekki var
það þó fyrir þær sakir, sem ég Jagði leið rnína þangað.
En þar er Fiske-safnið, eitt af því þrennu, sem mig
fýsti mest að sjá í allri Ameríku.
Eins og kunnugt er, var prófessor Willard Fiske
einn hinn ötulasti safnandi íslenzkra bóka, sem uppi
hefur verið. Fór í því starfi saman góð efni, óvanaleg
þekking á bókum og bókfræði, og ást á viðfangsefninu.
Náði nú tilfinning ekki einungis til bókanna sjálfra,
heldur og til þjóðarinnar, sem þær hafði gert, og lands-
ins, sem þær voru frá. Vinsemd hans og drengskapur
gagnvart íslandi og íslendingum kom fram á fjölda-
margan hátt, sem ekki verður rakið hér. Við andlát sitt
arfleiddi hann Cornell háskóla, þar sem hann hafði
starfað lengi sem prófessor, að hinu íslenzka bókasafni
sínu, sem vafalaust var þá hið mesta og bezta safn
íslenzkra bóka, sem til var, nema ef til vill Landsbóka-
safnið, en þó er Fiskesafn sennilega auðugra að erlend-
um bókum og bæklingum, er snerta ísland og íslenzk
efni. En Fiske lagði ekki síður stund á að safna slíku
efni, en sjálfum íslenzku bókunum. Safninu lét hann
fylgja sjóði allgildra, en af tekjum þeirra skyldi launa
bókavörð, auka safnið og halda því við og gefa út rit
um íslenzk fræði, en mest var þó um vert að Fiske
ákvað, að bókavörðurinn skyldi ætíð vera borinn og
barnfæddur íslendingur, og hafði hann þegar ráðið
Halldór Hermannsson til þess starfa. Stjórnaði Halldór
Fiskesafni um tugi ára og gaf jafnframt út ritið
Islandica. Vann hann þar íslenzkri bókfræði og menn-
ingu slíkt nytjastarf, að fáir hafa betur gert. Hann
hefur nú látið af störfum fyrir allmörgum árum, en
dvelst í Cornell, og er heilsu hans tekið mjög að hnigna.
Fáar bækur hef ég handleikið oftar en bókaskrár
þær hinar miklu, sem Halldór Hermannsson hefur samið
um Fiske-safn. Eru þær hið mesta bókfræðirit, sem til
er um íslenzkar bækur og um margt, hið eina, sem
kostur er á. Smám saman hafði mér því fundizt ég
vera heimamaður í Fiske-safni, en ég hafði hugsað
mér það í háreistum húsakynnum, og áberandi að
ytri sýn, en lengi hafði mig fýst að sjá og skoða dýr-
■68 Heima er bezt