Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 25
gripi þess. Ekki spillti það til, að núverandi bókavörð- ur er gamall nemandi minn og góðvinur, Jóhann S. Hannesson frá Siglufirði. Og nú var sú langþráða stund runnin upp, að ég fengi stigið fæti mínum inn fyrir þröskuld Fiske-safns í fylgd með bókaverði þess og forsjármanns. Bókasafn Cornell-háskóla er mikil bygging, og við hana er turn einn hár, sést hann langt að og setur svip á allan „campusinn“, og er hann í senn miðdepill og einkenni hverfisins. Hinu fæ ég ekki neitað, að húsa- kynni Fiske-safns ollu mér nokkrum vonbrigðum. Allt bókasafnið á við hin mestu þrengsli að búa, og er því allmjög þrengt að kosti Fiske-safns. En ánægjulegt var að koma þar, og renna augunum yfir hinar endalausu raðir sjaldfenginna bóka, sem þar eru geymdar. Hinu verður ekki neitað, að nokkrir erfiðleikar steðja nú að Fiske-safni. Breytt verðgildi peninga veldur því, að torveldara er nú um bókakaup en áður var, og því ekki unnt að auka það eins og áður gerðist og þörf krefur. En slíkt starf hafa þeir Willard Fiske og Halldór Her- mannsson unnið íslenzkri menningu, og sú landkynn- ing er í Fiske-safni, að maklegt væri, að útgefendur ís- lenzkra bóka væri safnsins minnugir, og létu það njóta verka þessara tveggja ágætismanna, með því að senda því eitthvað af íslenzkum bókum. Jóhann Hannesson tók mér báðum höndum. Naut ég gestrisni hans heima hjá honum, en hann býr með fjölskyldu sinni alllangt fyrir utan Ithaca. Kona hans er amerísk, og eiga þau þar fallegt heimili og dálitla landspildu umhverfis. Þá naut ég leiðbeininga Jóhanns um marga hluti, og jók það eigi lítið á ánægju mína og gagn af dvölinni í Cornell. Ekld var það síður ánægjulegt að heyra, hvílíkan orðstír hann hefur þeg- ar getið sér þar sem kennari, en jafnframt bókavarðar- stöðunni gegnir hann þar kennslu við háskólann í enskri tungu. Ásamt Jóhanni kom ég heim til Halldórs Her- mannssonar. Hafði ég mikla ánægju af að ræða við hinn hámenntaða og vitra mann, sem enn ræðir við mann af sama fjöri og ungur væri, þótt kraftarnir séu farnir að bila. En meðal háskólamanna í Comell er Halldór næstum því ævintýrapersóna, sakir lærdóms síns og glæsimennsku, því að ekki hallaðist á um þá hluti, og var hann alls staðar auðkenndur af þeim efnum. Hefur ísland sjaldan átt glæsilegri fulltrúa meðal er- lendra þjóða. En dagarnir í Cornell voru fljótir að líða. Ég heim- sótti þar háskóladeildir, hlýddi á kennslu í náttúra- fræði, bæði í háskólanum og í framhaldsskóla í Ithaca, fór í tvær stuttar námsferðir með stúdentum undir leið- sögn kennara þeirra um nágrenni Cornell, svo að nóg var að gera. Skipulagði mr. Bruska þetta allt með ágætum. Einna mest þótti mér koma til heimsóknarinnar í Bailey,s Hortorium, en þar ræður ríkjum prófessor George Lawrence, sem áður er nefndur. Tók hann mér eins og gömlum kunningja, og sýndi mér öll sala- kynni, söfn og annað. Er þar einkum unnið að rann- sóknum á nytjaplöntum, og mun óvíða vera jafnmik- inn fróðleik að fá um slíka hluti og þar. Er nú unnið þar að miklu alfræðiriti um garðaplöntur, Standard Cyclopedia of Horticulture, og mun þar fátt vanta af handbærum fróðleik um það efni. Margt var að sjá og skoða í Cornell, og því betur undi ég þar, sem ég sá fleira, en áætlunin gaf ekki grið. Eftir fjögra daga dvöl lagði ég enn af stað til nýrra stöðva og nýrra manna. St. Std. 8. nóvember 1956 Fánar drúpa! Frelsis lagar fórnarblóð. Stríðir ein gegn ofurmagni ungversk þjóð. Hversu grimm þér örlög ógna austri frá. Rauða hersins helöfl nísta hug og brá. Þú vakir, berst — svo kvíðin kallar: Komið fljótt! Neyðaróp þitt bergmáls biður: Berst ei skjótt hjálp. Hvað dvelur? Fána frelsis flekkar blóð. Sjáið! Járntjalds martröð magnast, myrk og hljóð. Sjá, hvar höfuðborgin brennur — Búdapest. Flýja minjar margra alda myrkan gest. Sviðin jörðin, dreyra drifin dæmir hljóð. Vekur niðjum hugsjón háa hetjuljóð. Ein gegn kúgun hlekki hristir, hræðist ei. Ríki vetrar verður hætt í vorsins þey. Bjarta frelsisvonar vængi vantar mátt. Hvílík ofraun særðum svani að svífa hátt. Böðuls hönd! Þíns bróður sjónir brostnar leizt. Hjarta, er barðist, bað um frelsi — úr brjósti sleizt. Gæt þín! Mörg býr mannlífshætta á myrkum stig. Milljónanna svívirt samúð sigrar þig. Þegar einvalds gleymd mun gröfin, grýtt og smáð, helgað frelsis enn af eldi ungverskt láð, réttar vegur sigursverði svik og tál, meðan yljar ást á frelsi einni sál. Kristján E. Vigfússon. Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.