Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 26
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR STEFÁN JÓNSSON---------------------------------- NÁMSTJÓRI HÓLSFJÖLL EÍ f við lítum á íslandskortið og athugum norð- austur hluta landsins, milli Jökulsár í Axarfirði j og Jökulsár á Dal, þá sjáum við það, að með- "" fram ströndinni eru þessar byggðir: Axarfjörð- ur, Melrakkaslétta, Þistilfjörður, Langanes, Langanes- strendur, Bakkafjörður, Vopnafjörður og Jökulsárhlíð. Að baki þessara byggðarlaga liggja víðlendar heiðar, ör- æfasandar og fjallgarðar, alla leið suður og vestur að Vatnajökli. Ef við athugum kortið nánar, þá sést á öllum kortum bæjarnafnið Grímsstaðir og fleiri bæjanöfn og örnefni uppi á hásléttunni. Er bæjarnafnið Grímsstaðir á Fjöll- um, ásamt Möðrudal, landskunnugt og víðfrægt í veður- fregnum útvarpsins, því að þar er frostið oftast mest og hitastig yfirleitt lægst á landinu. Þarna á hásléttunni er byggðarlag, sem almennt er nefnt Hólsfjöll. Það er sér- stakt sveitarfélag og heitir Fjallahreppur. Verður þess- ari merku fjallabyggð lýst nokkuð í þessum þætti. Flest byggðarlög á íslandi eiga sína landnámssögu, en í Landnámabók eru Hólsfjöll hvergi nefnd. Ekki er heldur minnzt á bæi á Hólsfjöllum í íslendingasögun- um, og hvergi minnist ég þess, að þeirra sé getið í Sturl- ungu. En þarna hafa þjóðsögurnar fyllt upp í autt rúm, og um upphaf byggðar á HólsfjöIIum er til merkileg og fögur þjóðsaga, sem heitir Sagan af Fjalla-Guðrúnu.*) Gríma I, bls. 59. — Endursögð með leyfi útgefanda. /0 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.