Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 28

Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 28
Gátu |)css margir til, að hún hefði drekkt sér í Jökulsá. — Jón æskuvinur hennar, sem fann hana í jarðfallinu, studdi þann orðróm. Það er nú af Guðrúnu að segja, að nóttina eftir heldur hún af stað lengra inn á öræfin, og hélt nú meira norður á bóginn. Nam hún loks staðar í fögr'u skógarrjóðri og virti fyrir sér kosti landsins. Þar var hið bezta sauðland. Skammt í burtu var allstórt stöðuvatn, og runnu í það margir smálækir og aðrir úr því, en í rjóðrinu var stór hóll, grasi vaxinn. „Hér er fagurt land og frjótt,“ sagði Guðrún við sjálfa sig, „hér mun ég láta fyrirberast.“ Tók hún sér nú góða hvíld, eftir þessa löngu og erf- iðu göngu, enda var hún lúin, en þó voru lömbin hennar Mókollu ennþá lúnari. Þegar Guðrún hafði hvílzt um stund og nærzt af mat þeim, er hún hafði haft með sér, fór hún að hugsa um, hvernig hún gæti aflað sér matar. Datt henni þá í hug að stta lömbunum, svo að hún gæti lifað á mjólkinni úr Mókollu, en þó hlaut það að verða skammvinn björg og aðeins endast fram undir haustið. Síðan gekk hún með- fram vatninu og lækjunum, og sá hún þar mergð silunga. Fyrsta verk hennar var að spinna á snælduna sterkan þráð úr togi því, er hún hafði tekið með sér. Hún rúði og Mókollu og spann úr ullinni af henni til viðbótar. Síðan reið hún sér netstúf úr þræðinum og lagði hann í lækjarós við vatnið. Netið fylltist bráðlega af silungi. Færði hún Guði þakkir fyrir þessa blessuðu veiði. Veiði þessi brást henni síðan aldrei, én mest var hún vor og haust. Hún flatti og þurrkaði sumt af silungnum, en sumt reykti hún. Nú hafði Guðrún birgt sig að fæði í bráð, en þá var að fá skýli yfir höfuðið. Hún tók þá rekublaðið, skefti það með birkigrein og fór svo að grafa innan hólinn. Var hún við þetta verk dag eftir dag. Moldina bar hún í poka sínum út í vatnið. Bjó hún þama til sæmilega rúmgott skýli fyrir sig, Mókollu ög lömbin, og undi nú furðuvel hag sínum. Eitt þótti henni samt sem áður vanta og það var, að hafa einhver tímamörk. Tók hún því hávaxna skógar- hríslu, afkvistaði hana og rak lurkinn niður rétt hjá kofadyrunum. — Hún risti svo þverstrik á staurinn á hverjum morgni, allt þar til komin voru sex, þá risti hún langstrik yfir þessi sex. Þetta táknaði eina viku. Taldi hún á þennan hátt daga, vikur, mánuði og ár. Tíðarfar var gott fyrsta sumarið, sem Guðrún var í hólnum. Hún hafði búlð sig sem bezt undir veturinn, en einhæfur var matarforðinn, aðallega silungur, hertur og reyktur, og lítils háttar af eggjum. Og nú var Mó- kolla orðin geld. Lömbin hennar Mókollu voru hrútur og gimbur, og sá hún því fram á það, að hún gæti fjölg- að kindunum, ef heppnin væri með. — Nokkurra heyja hafði hún getað aflað um sumarið. Beitarland var ágætt, svo að sjaldan þurfti að hára kindunum. Guðrúnu leið þolanlega um veturinn. Það voraði snemma, svo að hún gat farið að stunda veiðina löngu fyrir sumarmál. Mókolla bar snemma og átti aftur tvö lömb og gimbrin eitt. Ull fékk hún töluverða þetta vor, og gat hún bætt net sín og föt, sem farinvoru að slitna. Herðubreið. Hún hélt áfram að hola innan hólinn og prýddi híbýli sín á ýmsa lund, fóðraði veggi með mosa og styrkti þakið með stoðum. Úr birki smíðaði hún ýmis áhöld, sem að gagni máttu verða. Svona liðu árin. Eftir því sem kindunum fjölgaði átti Guðrún betra lífi að fagna, því að þá gat hún slátr- að einni og einni kind, eftir því, sem hún þurfti með, én það þótti henni sárast af öllu að neyðast til að lífláta þessa vini sína. Jafnan slátraði hún hrútlömbunum en lét gimbrar- lömbin lifa. Ullina notaði hún til tóskapar, bæði í net og föt, og á veturna var það hennar bezta dægrastytt- ing að spinna á snælduna, prjóna og þæfa. Mjólk hafði hún næga á sumrin, og fjallagrös notaði hún óspart í mjöls stað og í grasamjólk. Mör hafði hún nægilegan, svo að bæði hrökk til viðbits og ljósa. Oft fann Guðrún sárt til einverunnar og langaði til að hitta einhverja manneskju, en hún sætti sig samt furðanlega við hlut- skipti sitt. Sérstaklega voru það kindurnar, sem hún tók ástfóstri við og umgekkst þær eins og vini sína. Þannig liðu 12 ár og nokkrir mánuðir, að Guðrún sá ekki nokkurn mann. En einn dag um haustið sat hún inni í hólnum við handavinnu sína. Heyrði hún þá allt í einu að kindurnar hlupu upp á hólinn. Hún gekk því út og litaðist um, og sá hún þá sex menn á reið, og stefndu þeir á hólinn. Við þessa sjón varð Guðrúnu svo hverft, að hún komst með naumindum aftur inn í hól- inn og féll þar í ómegin. En það er af þessum mönnum að segja, að þetta voru fjárleitarmenn af Jökuldal. Höfðu þeir farið lengra en nokkru sinni áður, komið auga á fjárhópinn og elt hann heim undir hólinn. Meðal þessara leitarmanna var Jón æskuvinur Guðrúnar, er hafði fyrr bjargað lífi hennar, er hann hitti hana í jarðfallinu. Þótti sumum leitarmönnum ekki árennilegt að ganga í hólinn, og bjuggust við að inni væru harðfengir úti- legumenn. Æskuvinur Guðrúnar, sem var foringi leit- armanna, lagði fátt til málanna, en bauðst til að ganga 72 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.