Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 29
einn í hólinn. Þegar inn kom, fann hann Guðrúnu
liggjandi meðvitundarlausa á gólfinu. Urðu þar miklir
fagnaðarfundir, er hún raknaði við. Sagði hvort öðru
það, sem á dagana hafði drifið.
Guðrún fór nú með leitarmönnum til byggða, og
urðu allir henni fegnir. Litlu síðar giftist hún þessum
æskuvini sínum, og reistu þau sér bæ við hólinn, sem í
12 ár hafði verið heimkynni Guðrúnar. Síðar fluttust
þangað fleiri vinir og vandamenn, og þannig byggðust
Hólsfjöll.
Þetta er ágrip sögunnar um landnám Hólsfjalla. Það
er saga um sorg og þung örlög, en á hinn bóginn fagurt
ævintýr og dýrðaróður íslenzkra fjallabyggða.----
Enn vil ég minna á íslandskortið og beina augum að
Fossvöllum við Jökulsá, neðst á Jökuldal, en frá þeim
bæ lagði Fjalla-Guðrún upp í sína öræfagöngu og land-
námsför. Við skulum líka leggja leið okkar frá Foss-
völlum til Hólsfjalla, þótt við förum ekki alveg sömu
slóðir og landnámskonan. Frá Fossvöllum liggur þjóð-
leið upp eftir Jökuldal að Skjöldólfsstöðum, og þaðan
um heiðar, öræfi og eyðisanda til Hólsfjalla. Lagt er
upp frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldalsheiðina. Þar voru
áður allmörk heiðarbýli, en nú eru þau öll í eyði og
sjást rústir sumra þeirra skammt frá þjóðveginum.
Þegar ég kom fyrst á þessar slóðir árið 1942, voru
þrjú heiðarbýlin í byggð og sum nýlega komin í eyði,
svo sem Rangalón, rétt við þjóðveginn. Hin þrjú býlin
voru Ármótasel og Sænautasel, nálægt þjóðveginum,
og Heiðarsel, allmiklu vestar. Þarna eru sauðfjárlönd
góð og fagurt á sumrum, en vetrarríki mikið. Er lengra
dregur norðvestur á öræfin, eru víða gróðurlausar sand-
auðnir, grjóturðir og lágir fjallgarðar. — Þegar við höf-
um ekið 40—50 km frá Fossvöllum, komum við að
Möðrudal. Skammt frá Möðrudal er bærinn Víðidalur.
Báðir þessir bæir tilheyra Jökuldalshreppi, þótt þeir
liggi nær Hólsfjallabyggðinni. — Möðrudalur hefur
ætíð verið stórbýh og höfðingjasetur, og þar var áður
klerkur og kirkja, og er til mögnuð þjóðsaga um klerk-
inn í Möðrudal, en út af þeirri þjóðsögu hefur Stefán
skáld frá Hvítadal ort dulmagnað kvæði. Nú er ný-
byggð lítil kirkja í Möðfudal, en hana hefur gera látið
bóndinn í Möðrudal, Jón Stefánsson. — Þessa fjölförnu
þjóðleið um Möðrudalsöræfi hef ég nokkrum sinnum
farið og eitt sinn á sólheitum júlídegi, er hvergi sást
skýhnoðri á lofti. Var þá útsýn fögur suðvestur á jökla,
en lengi blasti við sýn drottning íslenzkra fjalla, Herðu-
breið á Mývatnsöræfum.
Þegar við höfum ekið um 30 km leið frá Möðrudal,
er komið að Fornu-Grímsstöðum. Þar stóð áður bærinn
Grímsstaðir, en uppblástur herjaði á landið, bæði tún
og engi, og var því bærinn fluttur aldamótaárið 1900
og endurbyggður í landi Nýjabæjar, sem þá var í eyði.
Er um klukkutímagangur (5 km) frá Fornu-Gríms-
stöðum að bænum, sem nú heitir Grímsstaðir, og er þá
komið í Hólsfjallabyggð.
Þessi sveit er sérstæð um margt og ólík öllum öðrum
sveitum á íslandi. Þetta er eina sveitin á íslandi, sem
segja mætti að byggð sé á hásléttu.
Byggðin öll er 300—400 metra yfir sjávarmál, og hún
er þannig sett á öræfunum, að allt í kringum sveitina
eru gróðurlitlir sandar og heiðalönd og langt til bæja í
hvaða átt, sem farið er. Ef haldið er niður í Axarfjörð-
inn, hina gömlu þjóðleið, eru um 40 km að efstu bæjum
í Axarfirði. Ef haldið er í norðaustur, er komið í Þistil-
fjörð, og er álíka langt þangað að efstu bæjum. Ef hald-
ið er í suðaustur, er komið í Vopnafjörð. Er þangað
svipuð vegalengd. Má segja, að um 8—10 tíma gangur
sé til byggða í hvaða átt, sem haldið er, en skemmst er
leiðin til Mývatnssveitar, enda greiðfærust nú, síðan
brú var byggð á Jökulsá, rétt hjá Grímsstöðum.
í þessari sérkennilegu háfjallasveit eru nú í byggð sex
jarðir, og heimilisfastir íbúar Hólsfjalla eru nú 41 tals-
ins. Árið 1893, þegar Hólsfjöll eða Hólsfjallabyggð var
gerð sérstakt sveitarfélag, voru í sveitinni 76 manns, en
um 1880 voru taldir þar um 90 manns.
Nokkur eyðibýli eru á Hólsfjöllum, en eitt nýbýli
hefur byggzt þar á síðustu árum, og ber það nafnið
Grímstunga. Þríbýli er nú á Grímsstöðum.
En nú gæti verið að einhver, sem les þessar línur,
hugsi sem svo: Á hverju geta menn lifað í þessari af-
skekktu öræfabyggð? Jú, þarna Hfa menn aðallega á
sauðfjárrækt. Vitanlega hafa menn líka kýr til heimilis-
þarfa, og oft hef ég fengið ágætt 'skyr og rjóma á
Grímsstöðum, en sauðfjárrækt er þarna aðalatvinnu-
vegurinn. — Á Hólsfjöllum er sauðfé mjög vænt, og
kjötið þykir sérstaklega bragðgott. Það er mest af því,
að kindurnar lifa á svo kjarnmiklum og ilmandi gróðri.
Fyrir 12—15 árum mátti oft heyra í útvarpstilkynn-
ingum auglýst Hólsfjalla-hangikjöt. Allar kjötverzlanir
í Reykjavík kepptust um að hafa það á boðstólum. Nú
heyrast þessar auglýsingar aldrei. — Á þeim tímum, sem
Hólsfjallahangikjöt var auglýst mest, sagði fyndinn ná-
ungi, að ef allt kjöt, sem auglýst væri sem Hólsfjalla-
hangikjöt, ætti að vera af Hólsfjallafé, þá dygði ekki
fjárstofninn, þótt honum væri öllum lógað á hverju
hausti, og jafnvel þyrfti þá að lóga honum oft á ári!
En slík kraftaverk er víst aðeins hægt að gera í auglýs-
ingum..
Margt fleira mætti segja um þessa fögru fjallabyggð,
en rúmið leyfir ekki langa ritgerð.
Bæirnir sex, sem nú eru í byggð, heita: Hólssel, Ný-
hóll, Víðihóll, Grundarhóll, Grímsstaðir og Gríms-
tunga. En Grímstunga er nýbýli, eins og áður er sagt.
Ekki vita menn fyrir víst, hvenær fyrst hófst byggð
á Hólsfjöllum, en líklegt er, að Möðrudalur hafi byggzt
á undan Hólsfjallabæjum. Af gömlum skjölum (Vilkins-
máldaga) sést, að kirkja er í Möðrudal árið 1397, og
getur vel verið, að hún hafi verið þar á miðri 14. öld.
Um þann tíma eða nokkru síðar er líklegt að Hólsfjöll
hafi byggzt.
Lengi voru bæirnir á Hólsfjöllum í sveit með Axar-
firði, og hét þá hreppurinn Skinnastaðahreppur. Árið
1893 voru Hólsfjallabæir gerðir að sérstöku sveitarfé-
lagi og sveitin nefnd Fjallahreppur. Skinnastaðahreppur
Heima er bezt 73-