Heima er bezt - 01.02.1957, Page 31
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri
ejxhjj
SKOLASAGA FRA HOLLANDI
OG
VINSTÚLKUR
HENNAR
En hún vissi allt, sem hún var spurð um, og svaraði
öllu viðstöðulaust. — Kennslukonan hneigði sig stöðugt
og sagði: „Ágætt, ágætt, Jóhanna litla. Farðu aftur í
sætið.“ — Öðru hveru leit kennslukonan á „nýju stúlk-
una“. — Maud sat álút yfir bókinni. — „Taktu eftir,
Maud,“ byrsti kennslukonan sig. — Maud lyfti léttilega
hnjánum og bókin hvarf hljóðlaust inn í borðið og í
sama bili kom forstöðukona skólans skyndilega inn í
stofuna.
Ungfrú Prior var grönn og smávaxin og erfitt að
gizka á aldur hennar. Andlit hennar var ávalt og slétt
og klæðnaður hennar tildurslegur. Augu hennar voru
kolsvört og stingandi, og tillitið eins og hjá ránfugli. —
Hún var ákaflega ströng við nemendur og engum þótti
vænt um hana. Hún taldi skólann sinn bezta skóla í
heimi og hún taldi sig líka réttláta og stjórnsama for-
stöðukonu. — Af þessum ástæðum datt henni aldrei í
hug að sér gæti skjátlast, þótt slíkt geti vitanlega
hent, jafnvel ágætar forstöðukonur — og aldrei myndi
hún viðurkenna yfirsjón sína.
Kennsla hennar var skýr og fjörleg. — Það gátu jafn-
vel Jenný og Nanna ekki annað en viðurkennt, — þótt
segja mætti að þær hötuðu forstöðukonuna, ef það orð
er notað um óánægju í skóla. — Flestar stúlkurnar voru
beinlínis hræddar við hana, svo að námið fór út um
þúfur hjá þeim af þeim sökum. — Hún var alltaf í æs-
ingi, og talaði fljótt og skipandi. Hún myndi hafa litið
mjög snyrtilega út, ef hún hefði ekki haft þann leiða
vana, að vera alltaf að strjúka sig virðulega um mjaðmir
og brjóst, en venjulega voru þá hendur hennar ataðar í
krít, og sá þess merki á kjólnum.
í þetta sinn kom hún þjótandi inn í stofuna, opnaði í
skyndi glugga og tautaði eitthvað um „vont loft“, reif
upp skáphurð og sneri sér að ungfrú Veroniku og sagði:
„Ég er laus núna eina kennslustund, og ætla að nota
tímann til að líta á heimareikning stúlknanna. Viljið þér
gjöra svo vel, ungfrú Veronika, og afhenda mér reikn-
ingshefti stúlknanna.“
Það sló felmtri yfir hópinn. — Allar stúlkurnar sáu
eins og í draumsýn blekklessur, „grínmyndir“ og alls
konar krot, sem ekki átti að sjást í reikningsheftum.
Ungfrú Veronika skalf eins og trjálauf í vindi. Henni
varð hugsað til heimadæmanna í síðustu viku, sem bróð-
ir hennar hafði leiðrétt fyrir hana. Vel gat hann hafa
gert eitthvað rangt af fljótfærni. — Hún reyndi þó að
sýnast róleg og sagði: „Lilja, náðu í bækumar.“
Um leið og Lilja náði í bækurnar, fann hún til þess
með duldri ánægju, að nú hlyti að komast upp um
Jennýju, þar sem hún skrifaði dæmið upp eftir Jó-
hönnu.
„Hertu upp hugann „Kredit“,“ hvíslaði Lilja að Jó-
hönnu.
Vesalings Jóhanna. — Helzt hefði hún viljað að jörð-
in gleypti skólastofuna með þeim öllum. — Hún leit
augum, fullum örvæntingar, til Jennýjar. — Nanna
sparkaði svo fast í Jennýju undir borðinu, að hún þaut
upp og sagði: „Ertu alveg frá þér, barn? Hvað stendur
til?“ En nýja stúlkan brosti.
Forstöðukonan þeyttist út með bækurnar.
„En sú fart,“ skauzt upp úr Jennýju.
Ungfrú Veronika heyrði þetta, og henni rann í skap.
Angistin yfir illa leiðréttum heimadæmum snerist nú öll
upp í heift gegn Jennýju. — En í því var „hringt út“ og
enginn tími varð til að setja fyrir og athuga efnið undir
næstu kennslustund.
Jóhanna þaut til Jennýjar. „Æ, þetta er alveg hræði-
legt,“ hálf snökkti hún.
„Hvað er að?“ sagði Jenný. Hún var strax farin að
hugsa um annað.
„Reikningsdæmið,“ sagði Jóhanna. — „Hún hlýtur að
taka eftir því.“
„Já, auðvitað. Hún kemst að öllu,“ sagði Jenný ró-
lega, eins óg þetta snerti hana ekki.
Jóhönnu lá við gráti, og barðist við tárin, en Jenný
reyndi að herða hana upp. — Hún klappaði á bakið á
henni og sagði, að hún skyldi ekki taka þetta svona nærri
sér. — Á meðan þetta gerðist hafði Maud gengið út að
glugganum. — Allt í einu stökk hún upp í gluggakistuna
og gægðist út um efstu rúðurnar, sem voru gagnsæjar.
„Þetta máttu ekki. Komdu strax niður,“ skipaði
Heima er bezt 75