Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 32
kennslukonan, sem þóttist nú fullviss um, að þessi nýja
stúlka væri enn verri en hinar.
„Ég hélt að hér bæri að tala frönsku,“ kallaði Maud
þaðan, sem hún stóð.
Kennslukonan fokreiddist, en stillti sig og svaraði
háðslega: „Ég vona samt að þú skiljir hollenzku?11
„Ég hélt líka,“ hélt Maud hiklaust áfram, „að við
mættum gera hvað sem við vildum í stundahléunum,
þessar 5 mínútur milli kennslustunda. Ég var að gæta að
pabba.. Hann ætlaði að fara hér fram hjá kl. 10. — Æ,
— hérna er hann. — Góðan daginn pabbi.“ — Glugginn
var opinn og pabbi hennar veifaði hlýlega til hennar. —
Hún var einkadóttir hans. — Maud stökk fimlega yfir
skólaborðið og náði á gólf.
„Þetta máttu aldrei gera aftur,“ sagði ungfrú Veronika
ásakandi.
„Nei, ég ætla heldur ekki að gera það oftar,“ sagði
Maud kæruleysislega.
Hún tók bókina, sem hún hafði verið að lesa, ófeim-
in, undan borðinu og settist út í horn á stofunni og fór
að lesa, og virtist ekki veita neina athygli forvitnum
augum, sem beindust að henni.
„Hvernig finnst ykkur hún,“ byrjaði Lilja. „Ósvífin
er hún.“
„Hún er skemmtileg,11 svaraði Jenný hrifin.
„Hún er gáfuleg á svipinn,11 sagði Nanna.
„En hvað hún er með fallegt armband,11 sagði Jó-
hanna í hrifningu.
Allar horfðu þær á ókunnu stúlkuna, eins og hún
væri einhver undra gripur.
Allt í einu opnuðust dyrnar og forstöðukonan stóð á
stofugólfinu. — Hún hélt á bókunum með heimadæm-
unum og svipur hennar spáði engu góðu. — Jóhanna
fölnaði.
„Þar fellur sprengjan,11 sagði Jenný.
„Stúlkur,11 byrjaði forstöðukonan fljótmælt. — „Hér
eru reikningsdæmin ykkar. — Yfirleitt eru þau góð og
sæmileg, (stúlkurnar drógu andann léttar) en þó er
frágangurinn dálítið misjafn. — Þar er Nanna meðal
annara, sem ekki vandar skriftina. — Þið verðið að leið-
rétta dæmin fyrir morgundaginn. — Ég hef líka athug-
að heimadæmin frá fyrri viku, og mér þykir vænt um
að yfirleitt er framför hjá ykkur.11
Ungfrú Veronika varpaði öndinni léttara. — Nú varð
augnabliks þögn. Svo dimmdi yfir svip forstöðukon-
unnar, og rödd hennar hljómaði eins og dómsorð í eyr-
um Jóhönnu.
„Mér þykir það mjög sárt að skýra ykkur frá því, að
ég hef gert mjög leiðinlega uppgötvun, — svo ljóta, að
ég hefði aldrei haldið, að slíkt gæti komið fyrir í mín-
um skóla.11
Og nú kom það, sem Jóhanna kveið mest.
„Jenný van Marle og Jóhanna van Laer! Ég býst við
ykkur til viðtals á skrifstofu minni eftir kennslutíma í
dag-“
Um leið og forstöðukonan strunzaði út, leit hún
heiftaraugum til sökudólganna.
Nú var hringt og kennslustundin hófst. — Allir störðu
á Jóhönnu, sem var alveg utan við sig, og reif vasa-
klútinn sinn í smátætlur, án þess að vita af því. — Seinna
sá hún eftir því. — Jenný hafði alveg náð sér aftur, en
henni hafði þó brugðið illa, er forstöðukonan leit á
hana. — Stúlkurnar stungu saman nefjum og ræddu um,
hvað þær Jenný og Jóhanna hefðu brotið af sér. — Ein-
hver þeirra áræddi að beina spurningu til þeirra, og Jó-
hana var rétt að hefja langa frásögn, og ætlaði að skýra
frá öllu, en Jenný greip fram í og sagði: „Þetta kemur
ykkur ekkert við. — Segðu ekkert, Jóhanna.11
Sú forvitna dró sig þá í hlé.
í næstu kennslustund var óvenjulega mildl kyrrð. —
Það var eins og eitthvert farg hvíldi yfir þessum lífs-
glöðu stúlkum. — Jóhanna gat ekki um annað hugsað en
afbrot sitt. — Að nokkru leyti fannst henni að hún væri
saklaus. Líklega slyppi hún þó ekki við áminningu. Það
hryggði hana mest, hve sorgmæddir foreldrar hennar
yrðu. — Hún, sem ætíð hafði státað af því, að aldrei
hefði hún rangt við eða bryti reglur skólans. — Pabbi
hennar myndi segja: „Sá sem felur, er ekki betri en sá
sem stelur.11 — Og það var líka í raun og veru rétt. —
Forstöðukonan væri vís til að spyíja af meinfýsi, hvort
Jóhanna hefði skrifað upp dæmið eftir Jennýju eða
Jenný eftir Jóhönnu, en ætíð myndi hún telja þær sam-
sekar. Ofurlítill vonarneisti leyndi sér þó hjá Jóhönnu
um það, að forstöðukonan spyrði, ef til vill, um mála-
vexti, og þá værijenný áreiðanlega svo heiðarleg að við-
urkenna allt og taka sökina á sig. — Það var ekki eins
ljótt að fela og stela fannst henni. — Langt frá Jóhönnu
sat Jenný í sínu sæti og hugsaði um málið frá allt öðru
sjónarmiði.
Strax og kennslustundinni lauk, þaut Jenný til Jó-
hönnu og sagði: „Heyrðu, vina. Þú ert eiginlega alveg
saldaus. Þú hjálpaðir mér og það var ég ein, sem græddi
á því, þess vegna er það ekki réttlátt að þú leynir
skömminni. — Eg hef komið þér í vandann, og því ber
mér að leysa hann. — Ég hef verið að hugsa um þetta
allan tímann, og ég hef fundið ráðið. Taktu nú vel eftir.
Ég svara öllum spurningum forstöðukonunnar, og ég
skal útskýra allt á minn hátt. — Þú mátt aldrei blanda
þér í málið. Aðeins þegar hún spyr, hvort allt sé eins
og ég segi, þá verður þú að samþykkja það.“
„Þú ætlast þó ekki til, að ég fari að skrökva og neita
að vera nokkuð við þetta riðin?11 greip Jóhanna fram í
dauðskelkuð, en þó með duldri gleði yfir því, að ef til
vill gæti hún alveg sloppið við refsingu.
„Nei, nei — langt frá því,“ svaraði Jenný ákveðin.
Hún hélt svo þannig áfram eftir örstutta umhugsun:
„Sjáðu nú til. — Fyrst byrja ég á að játa það, að ég hafi
skrifað allt upp eftir þínu dæmi, bæði útkomu og skýr-
ingar. Svo bý ég til sögu um þetta — reglulega snjalla, —
eftir minni venju. — Það er mitt einkamál. — Þú verður
aðeins að staðfesta allt, sem ég segi. Annars verður allt
ennþá verra en áður. Þú lofar þessu. Er það ekki? “
„Jú,“ svaraði Jóhanna dauflega. Hún gerði sér engar
grillur út af því, hvernig Jenný ætlaði að bjarga málinu,
76 Heima er bezt