Heima er bezt - 01.02.1957, Side 34

Heima er bezt - 01.02.1957, Side 34
HÉR BIRTIST TÍUNDI HLUTI AF HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU OBOÐNIR GESTIR EFTIR JOSEPH HAYES krýtið var það, að honum fannst ekki eins miklu varða, hvernig færi fyrir henni nú, er hann var ekki lengur í augsýn hennar. — Hann gat ekki hindrað Glenn í þeim áformum, er hann ætlaði að framkvæma að morgni, er peningarnir væru komnir. Þá varð stúlkan að fara með bílnum, til þess að flóttinn væri sem minnst áberandi; auk þess gat hún verið þeim til verndar. Var það þess vegna, sem þú fórst leiðar þinnar, Hank? Nei, hann hafði farið, af því að hann var ekki sá asni, sem Glenn hélt, að hann væri. Nú var hann allur á burt, og Glenn, hinn duglegi og slóttugi, var geng- inn í gildruna, sem hann vissi ekkert um og vildi ekki trúa, að væri til. Fáir bílar óku framhjá honum, því að svo áliðið var orðið. Hann renndi niður rúðunni við olnboga sér. Það var yndislegt að finna þetta napra, kalda loft. En að baki þessarar tilfinningar, að hann væri nú frjáls og óháður, laus við Glenn, bjó önnur tilfinning: Hann átti að snúa við, aka heim til Hilliards og vara Glenn við. Bróðir hans hafði verið eina sálin, sem nokkru sinni hafði látið sig einhverju skipta, hvernig honum vegnaði. Faðir hans hafði verið drykkjusjúkur og fékk oft og einatt ofsaköst. Loks hafði drykkju- skapurinn drepið hann. Móðir hans hafði stokkið að heiman, þegar Hank var smábarn, og mundi hann varla, hvernig hún hafði verið í hátt. Glenn hafði séð um allt, ætið rétt honum hjálparhönd í áflogum og síðan notað hann til að stela fyrir sig, því að hann var svo góður bílstjóri og mun lagnari að komast undan, er eftirför var veitt, en aðrir á hans reki. Þessar endur- minningar settust nú að honum, en honum var ljóst, að hann mátti ekki sökkva sér niður í þær. Hann varð að hugsa um sjálfan sig, — að minnsta kosti í nótt. Hann var hamingjusamur á kynlegan hátt: Loks varð hann að brjótast áfram af eigin rammleik. En hugann varð hann að hafa allan við nútíðina, en ekki fortíð eða framtíð. Hann leit á mælaborðið og las á bensínmælinn. Geym- irinn var tæplega hálfur. Og hann var peningalaus, hafði aðeins smámyntina, sem hann hafði tínt upp úr skrif- borðsskúffunni inni í skonsunni. Þetta þýddi raunar, að hann varð að fremja innbrot af eigin rammleik. Hann varð máttlaus í hnjánum, er honum varð hugs- að um hinn stóra, fjarlæga bæ, Chicago, þar sem hann þekkti engan, og ökuferðina þangað. Hann vissi, á hverju hann mátti nú eiga von, hann vissi, hvað þessi fiðringur í maganum þýddi. Hann velti fyrir sér, hvort hann mundi geta ekið, þegar það dyndi yfir. Hann gat ekki snúið við. Lögreglan beið átekta og fylgdi nákvæmri áætlun. Hvað átti hann að gera? 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.