Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 35
Skelfingin hertók allan líkama hans hægt og sígandi.
Hann læsti höndunum um stýrið og sogaði að sér svalt
næturloftið. En allt kom fyrir ekki. Útvarpið hafði
sagt, að allir vegir væru lokaðir. En hann gat ekki verið
þarna. Hann varð að komast úr þessu húsi. Það hafði
frá því fyrsta verið kvöl að vera þar. Þessar mjúku
gólfábreiður, gljáandi húsgögn, samheldni allra á heimil-
inu, — og svo stúlkan....
Þú verður kominn í fangelsið aftur eftir klukku-
stund.
Enn gat hann heyrt ertnishlátur Glenns. En nú hataði
hann hann ekki. Hann þráði að hafa hann sem næst
sér, finna handlegg hans á öxl sér. Hvers vegna var
hann hér? Hvað var honum í hug?
Þú þekkir ekkert þessa stúlku, Cindýju Hilliard. Hún
sagði naumast aukatekið orð við þig. Hún hatar þig.
Æsingin brauzt alltaf um í honum og varð ásæknari
og ásæknari. Hann hataði þenna veikleika sinn, þenna
ótta — eða hvað það nú var. En þó var þessi sjálfsfyrir-
litning mun verri en vanmáttarkendin og krampinn,
sem þjáði hann öðru hverju. Fangelsislæknirinn hafði
kallað þessa veiki epilepsi, flogaveiki. Óstyrkur, hafði
Glenn sagt.
í fyrramálið mundi Glenn fara og leggja leið sína til
Cincinnati, en þar var Helena Lamar. Glenn mundi ekki
deyja ráðalaus. Hann hafði alltaf einhver ráð. Hann
mundi líka sjá fyrir Robish, sem var orðin geggjaður.
Þeim yrði engin skotaskuld úr að hafa sig fram úr
því með Robish.
En það var eitthvað bogið við þetta, eitthvað, sem
hann átti að muna. Hver var nú ástæðan til þess, að
hann gat ekki snúið aftur? Hafði hann brennt brýr að
baki sér? Eða var eitthvað að þessum bíl?
Svo brunaði bifreið framhjá honum. Og hann heyrði
óm af hlátri, silfurskærum stúlkuhlátri, heitum og björt-
um, um leið og bíllinn þaut framhjá. Svo var allt hljótt.
Aftur greip hann þessi undarlega löngun, þessi ástríðu-
heiti tómleiki, sem lamað hafði hann, er hann leit á
Cindýju Hilliard. Hann fékk kökk í hálsinn, og það
var eins og hjartað væri að gefast upp.
Nú vissi hann, að stundin var komin. Hann varð að
nema staðar, því að hendur hans skulfu. Hann skimaði
sem vitstola eftir hliðargötu, sem hann gæti stanzað í.
En það var um seinan.
Myrkrið gleypti hann, bægði öllum hugsunum frá
honum. Þessi innri skjálfti færðist upp allan líkamann,
og brátt var hann allur á valdi hans. Honum þótti
sem líkami hans væri að gliðna sundur. Og eins og
venjulega vonaði hann, að hann dæi í floginu. Þegar
hann fékk þessi krampaflog, en þau hafði hann fengið,
frá því hann fyrst mundi eftir sér, þráði hann mest að
vakna aldrei aftur til eðlilegs lífs, þurfa aldrei oftar að
horfast í augu við raunveruleikann. Hann óskaði sér að-
eins að fá að lognast út af fyrir fullt og allt. Það gat
ekki verið svo erfitt að deyja, þegar engin vissa var
fyrirfram um, hve nálægur dauðinn kynni að vera....
Nú var niðamyrkur í húsinu. Klukkan var rúmlega
ellefu. Dan kveikti á lampa inni í herbergi Ralphies og
stóð andartak í sömu sporum og deplaði augunum og
horfði á seglbátana, sem málaðir voru á lampahlífina.
Hann heyrði, að sonur hans hreyfði sig í rúminu, og
svo sá hann, að hann settist upp eftirvæntingarfullur á
svipinn, næsta glaðlegur, en þó var eins og hann vissi
einhverja skömm upp á sig og byggist til varnar.
Dan varð enn æstari í skapi. Hann gat ekki gert það.
Þeir kröfðust of mikils. Skyldi aldrei verða endir á
þessu? Nú rak hver atburðurinn annan og með slíkum
hraða, að honum tókst naumast að átta sig á hlutunum
eða hinum ógnþrungnu afleiðingum: Karl Wright, lög-
reglubílarnir hér og þar, áreksturinn milli Robish og
Glenns, flótti Hanks Griffins og svo hið óræða og
grunsamlega bandalag þeirra Griffins og Robish. Og
svo þetta!
Ralphie starði á föður sinn, um leið og hann lét
dyrnar hljóðlega aftur.
„Þessi ungfrú Swift,“ sagði Ralphie og hristi höfuðið,
„kennir í fimmta bekk, en er kjáni. Hún hélt, að þetta
væri aðeins fyrirsláttur.“
„Þakkaðu guði fyrir, að hún hélt það, Ralphie,“ sagði
Dan, án þess að hreyfa sig.
Ralphie varð ljóst af þessum orðum eða biturleik
föður síns, að eitthvað óvænt lá í loftinu, og hann hnykl-
aði brýnnar.
En návist föðurins fékk ekki meira á hann en návist
hans á föðurinn. Þessi skipun var aðeins til þess að ná
aftur yfirráðum, eftir að Hank var á burtu. Jú, hér lá
meira undir. Þetta var tilraun til að milda Robish. En
verst af öllu var þó hitt, sem Dan varð nú allt í einu
ljóst: Glenn Griffin vildi hefna sín á allri fjölskyld-
unni, af því að hún hafði orðið vitni að ragmennsku
hans, er Robish miðaði á hann skammbyssunni fyrir
hálfri stundu. Og hefndarþorstinn var blandinn sama
kvalaþorsta — sadisma — og réð þeirri ákvörðun Glenns,
að Dan skyldi ganga heim, eftir að hafa tortímt bílnum.
Glenn Griffin hafði sagt áðan: Meðan þér eruð að
heiman, kemur kenslukona hans til að sjá hann. Hún
hafði gengið þarna framhjá af tilviljun, sagði hún, og
datt henni þá í hug að líta inn og vita, hvernig drengn-
um liði, af því að hann hafði ekki komið í skólann
þenna dag. Ég er inni í skonsunni, og kona yðar reynir
að skýra málið sem hún má. Kennslukonuna grunar
ekkert. Svo kemur Ralphie niður og fær henni náms-
bók, að hann segir, og á hún að fara með hana í skól-
ann. Ég er alveg að missa stjórn á mér, en hvað get
ég gert? Hálfri stundu síðar hringir hún. Hún hefur
fundið miða á bókinni. Hún segist ekki trúa einu orði
af því, sem á miðanum stendur, en taldi hins vegar,
að móðir drengsins ætti að fá að vita, hve heimsku-
lega hann hegðaði sér. Sumir mundu fá taugaáfall við
slíkan lestur, ekki hvað sízt, er þess er gætt, hve margt
óskaplegt á sér stað í veröldinni.
„Ralphie,“ sagði Dan. „Ralphie, hafði ég ekki sagt
þér það? Var síðasta nótt ekki nógu erfið? Horfðu á
höfuðið á mér. Við sluppum þá vel. En við sleppum
Heima er bezt 79