Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 36
ekki alltaf svo vel, sonur sæll. Næst skjóta þeir eitt-
hvert okkar. „Hann hækkaði röddina: „Ralphie, viltu,
að þeir skjóti móður þína?“
„Nei, nei, en....“
Dan gekk nær, reiðin sauð í honum, reiðin, sem hann
hafði vænzt síðan Glenn Griffin hafði sagt: „Þér farið
þegar upp, Hilliard, og gætið þess, að sonur yðar kom-
izt í skilning um, að þetta er enginn leikur. Svona lítið
grey er annars víst til að spilla öllu. Þér verðið að taka
í lurginn á honum, gamli minn. Ella læt ég Robish gera
það. Nú eigið þér valið. Við viljum ekki frekari skemmt-
un af hálfu sonar yðar.“
„Þú segir nei,“ sagði Dan, „en hugur fylgir ekki
máli! Eg verð að geta treyst þér, Ralphie. Og þú verð-
ur svo aftur að treysta mér. Eg sé um þetta. Getur þú
ekki setið á þér?“
Orðaflóð Dans, vaxandi æsing hans og reiði, varð til
þess að drengurinn stökk fram úr. „Ég skrifaði ekki
annað en við þörfnuðumst hjálpar. Ég sagði, að okkur
væri haldið hér sem í fangelsi. Ér það ekki satt? “
Ralphie setti sig í varnarstöðu í örvita hræðslu, er
hann sá föður sinn hefja upp höndina og bíta saman
tönnunum, og í sömu andrá rann það upp fyrir Dan,
að hann hefði aldrei fengið neinu tauti komið við
Ralphie með þessu móti. Ralphie gekkst fremur fyrir
blíðum, rólegum umvöndunum, skynsamlegum fortöl-
um. Kúgun hleypti aðeins í hann megnri þrjózku. Þessi
staðreynd varð aðeins til að æsa Dan enn meir og gera
hann enn ringlaðri; hann þreif því í handlegg Ralphies
og bjóst til að lumra á honum.
„Ralphie,“ hvíslaði hann biðjandi, um leið og hann
skók drenginn til, „Ralphie, hlustaðu á mig, æptu!
Æptu, Ralphie, heyrir þú það! Þú verður að hljóða!“
Honum varð hugsað um ótta Elenóru, mjallhvítt andlit
Cindýjar, um allt, sem gerzt hafði til þessa. „Heyrirðu
það, Ralphie! Æptu!“
En litli líkaminn stirðnaði upp, aðeins höfuðið dingl-
aði fram og aftur. Augun lokuð. Svo sleppti Dan hon-
um, rétti sig upp og hugsaði um, hve mikla ánægju
Robish mundi hafa af þessu, sem hann hafði gert mót
betri vitund og sársaukakennd. Hann hóf upp hönd-
ina, lét hana skella á kinn drengsins, heyrði smellinn
og varð gripinn tómleika og ógeði og hörfaði nokkur
fótmál frá drengnum.
Svo komu tárin og undrunin og gremjan, eins og
hann hafði vænzt. Ralphie grét hátt, en kjökraði ekki.
Dan hlustaði, leið illa, en fann þó til léttis. Allt í einu
rétti hann aftur út höndina, eins og ósjálfrátt, sá snáð-
ann beygja sig og svo var hann kominn á kné við hlið
hans. Hann fann heit tár hans við kinn sér og skjálft-
ann, sem fór um litla kroppinn.
„Gráttu, góði,“ sagði hann blíðlega, „haltu áfram að
gráta.“
Og í þessum orðum fann hann eigin löngun, niður-
bælda sneypu sína og reiði. Hann þrýsti Ralphie þétt
að sér og starði út í myrkrið fyrir utan, sárlangaði til
að láta eftir þrá sinni, gráta líka, létta þannig af sér
innibyrðum tilfinningum.
í fyrramálið færðu svarið, sagði Karl Wright við
sjálfan sig, er hann ók af stað eitthvað út í loftið á
bifreið föður síns, sem hann hafði fengið að láni þetta
kvöld, af því að litli bíllinn hans var svo auðþekktur.
í fyrramálið færðu svarið hjá Cindýju sjálfri og hættir
þessum ökuferðum.
Þú hlýtur að hafa ekið að minnsta kosti tíu sinnum
hjá sama horninu, hugsaði hann, en hann hafði ekki
hugann við aksturinn. Hugurinn komst í uppnám, er
honum varð hugsað um alla þessa lygi og allan þennan
þvæling. Látum oss byrja aftur á byrjuninni. Cindýju
f)?sti að vita, hvort þú ættir skammbyssu. Mundu þetta
atriði vel, það er mikilvægt. Svo var það um morgun-
inn, að hún fór af skrifstofunni ásamt föður sínum,
ók til austurjaðars bæjarins, tók þar ókunnugan mann
upp í bílinn og hélt síðan heim. Svo var það í kvöld,
er þú varst nokkra metra frá húsi Hilliards, að hann
kemur í grárri bifreið frá húsinu, bifreið, sem þú hefur
aldrei séð fyrr, ók eftir furðulegum krókaleiðum vest-
ur eftir, unz þú að síðustu misstir sjónar á honum, þar
sem hann skauzt inn í einhverja hliðargötuna. En ekki
nóg með það, svo sem hálfri annarri stundu síðar rakst
þú á hann á brúnni, þar sem hann var gangandi og
hagaði sér eins og dauðadrukkinn maður.
Og svo þessar lygasögur hans, að hann væri mikill
drykkjumaður! Þetta gat verið nógu skemmtilegt til
að byrja með! Slíkt var kaldhæðni örlaganna, þessi mað-
urur, sem alltaf gat sett út á þig, reyndist sjálfur óbetr-
anlegur drykkjumaður. Agætt! Þú gleyptir samt sög-
una eltki gagnrýnalaust, einkum stóð hún fyrir þér, er
þú síðar sást hann stika heim hröðum skrefum — án
þess að fara í vínkjallarann. Og ekld var að sjá, að
hann reikaði mikið, gekk þarna hildaust og greitt eins
og sá, sem er að flýta sér mikið.
Örvæntingarfullur. Það var orðið. Þau feðgin hög-
uðu sér einmitt eins og örvæntingarfullar manneskjur.
En hvað olli örvæntingu þeirra? Hver var ástæðan?
Hví skyldi hann ekki fara aftur í klúbbinn, fá sér
toddý og fara svo í rúmið? Þú ert farinn að sjá of-
sjónir. Á morgun fær þú svarið hjá Cindýju.
Annars gætir þú hringt til hennar núna, krafist þess,
að hún komi út og tali við þig. Þú gætir líka farið heim
til hennar, knúið dyra....
Hagaðu þér nlú ekki alveg eins og asni. Síðast þegar
þú ókst þar framhjá var niðamyrkur þar. Var ekki
svo? Og bifreið Cindýjar var hvergi að sjá. Sennilega
var hún inni í skúrnum. En eitt var samt, sem skylt
var að gefa nokkurn gaum. Cindý var vön að leggja
bíl sínum við akbrautina, en Hilliard hafði bíl sinn
jafnan í skúrnum. En í nótt, er var, og svo aftur núna
í nótt....
í þessari andránni, er hann var önnum kafinn við að
ergja sjálfan sig, sá hann rautt ljós í bakspeglinum. Það
heyrðist ekkert sírenuvæl, en óupplýstur bíll þvingaði
hann til að nema staðar við stéttarbrúnina. Rauða ljósið
slokknaði. Karl Wright hnyldaði brúnir og varð bilt.
Hann kveikti sér í vindlingi.
80 Heima er bezt