Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 37
Jessa Webb þótti vænt um að geta látið hendur standa fram úr ermum undir einhverju yfirskini. Síðustu klukkustundirnar hafði honum einhvern veginn tekizt að vinna svig á hinu slæma skapi. Auðsætt var, að He- lena Lamar var horfin frá Columbus og nágrenni. Og þótt Jessi vissi, að Griffin var í bænum eða grennd hans, eða hafði verið það um miðjan dag, er nafnlausa bréfið barst, var sú vitneskja raunar ekki á marga fiska, unz frekari hreyfing kæmizt á. Hann vonaði, að fregn sú, sem honum hafði borizt í þessu, væri til marks um það, að málið færi að skýrast. „Komið inn með hann, um leið og hann kemur,“ sagði Jessi í skipunartóni. „Og reynið að láta sem allra minnst á bílunum bera. Eg vil ekki fyrir neinn mun láta fólk halda, að lögreglan komi saman um miðnætti í matsölu- skúr.“ Þegar lögreglumaðurinn gekk út, leit Jessi bros- andi og afsakandi til eigandans, sem stóð við kaffivél- ina, gapandi af forvitni. „Eg kalla þetta líka skúr,“ sagði litli maðurinn og yppti öxlum. „En hann er þrifalegur og vel frá honum gengið, herra lögreglustjóri. Viljið þér meira kaffi?“ Jessi stóð upp af fjalhögginu og bar bolla sinn til eigandans. „Eigið þér von á fleiri viðskiptavinum í kvöld, Joe?“ „Ef til vill, ef til vill ekki. Eitthvert slangur af ung- um eiskendum. Viljið þér, að ég loki?“ „Við kaupum það, sem þú átt eftir af kaffi. Og Winston er farinn að leggja af, svo að hann kaupir kjötböggul með sultu til þess að halda þreki. Ég vil gjarna fá einn bita líka, Joe. Þú slekkur svo sjálfsagt útiljósið.“ ( „Allt fyrir lögregluna,“ sagði Joe. „Takið það, sem yður þóknast. Það er kjöt í ísskápnum. Joe vill gjarna verða yður að liði. Afsakið, herra lögreglustjóri.“ „Jæja,“ sagði Jessi, er hann sneri aftur til fjalhöggsins með kaffi og kjöt, „jæja, Tom, hvað finnst þér svo grunsamlegt? Ungur maður ekur fram og aftur um ná- grennið í stórum blæjubíl. Varðar slíkt við lög?“ „Hvers vegna ekur hann hring eftir hring?“ Tom Winston greip hníf og skar kjötið í laglegar sneiðar. „Hví ekur hann alltaf hér? Og í kvöld?“ Hann bar bita að munni sér. „Það er ekki út í loftið, þótt spurt sé.“ „Tom,“ sagði Jessi Webb og slöngvaði fótleggjun- um um borðfótinn, „hvers vegna krefjast konur okkar ekki skilnaðar?“ „Mín kona hefur í hótunum að gera það í hvert skipti, sem við fáum slíkt mál til meðferðar. Ég vona, að hug- ur fylgi máli.“ Jessa varð hugsað um hið óhamingjusama heimilislíf Toms. Meðan hann borðaði, minntist hann þess, er hann hringdi til Katrínar og bauð henni góða nótt. Nú mundi hún vera sofnuð heima hjá móður sinni. Nú var sennilega ekki lengur ástæða til að hafa þessar varúðarreglur. En því skyldi hann eiga nokkuð á hætt- unni? Hann þekkti hugsunarhátt Glenns Griffins. Hann vonaði aðeins, að sá, sem reit honum bréfið, skyldi hugs- unarhátt hans. Og þessi hugsun olli honum enn einu sinni miklum áhyggjum og þungri persónulegri ábyrgð. Hann kenndi svo í brjóst um þessa fjölskyldu. Jessi Webb gerði sér aftur ljóst, að honum gæti verið búin gildra. Örskammt héðan, ef til vill í næsta húsi.... „Hérna kemur hann, Jessi.“ Jessi leit upp og sá ungan mann, milli tvítugs og þrí- tugs, með grá, spyrjandi augu, sem ekki vottaði fyrir ótta í. Hann var rólegur, djarflegur, en ef til vill eilítið þrjózkulegur. Yfirfrakki hans var úr tvídefni og dýr. Fötin dökkgrá, höfuðfatslaus. „Skemmtið þér yður vel?“ spurði Jessi napurt. „Ég skil yður ekki fyllilega.“ „Eruð þér ölvaður?“ „Nei.“ „Eruð þér hissa á, að ég skuli leggja fyrir yður spurn- ingar? “ „Já, steinhissa.“ „Vitið þér ástæðuna?“ „Nei.“ Jessi andvarpaði. „Megum við líta á ökuskírteini yðar?“ Maðurinn tók þegar í stað ökuskírteini sitt upp úr vasa sínum og lagði það á borðið fyrir framan Jessa Webb. „Karl Wright,“ las Jessi hátt. „Staða?“ „Málaflutningsmaður. Hepburn og Higgins. Trygg- ingastofnunin." „Hvað meira?“ „Meira af hverju?“ Jessi reiddist skyndilega og stóð upp. „Herra Wright, við erum ekki í réttinum. Hættið allri ertni. Hún gerir mig tortrygginn. Ég þarf að komast að nokkru. Komið drengilega fram. Ég tel, að vandræðaleg framkoma stafi eingöngu af því, að einhverju þarf að leyna. Hvað hafið þér haft fyrir stafni síðustu klukkustundina? Lofið okkur að heyra það.“ „Já, víst skal ég koma drengilega fram,“ sagði Karl Wright, „en ég kæri mig ekki um að vera leiksoppur. Ég hef engu að leyna. En mætti ég ekki fá að vita, hvað þetta allt á að þýða?“ „Það kemur yður ekki við, hvað....“ Jessi heyrði, að Tom Wright ræskti sig í viðvörunarskyni og þagn- aði því, en hélt svo áfram lægri röddu: „Agætt! Tekur félag yðar að sér sakamál, herra Wright?“ „Við höfum aðeins venjulega málaflutningsskrifstofu. En þér hafið ekld svarað spurningu minni, herra lög- reglustjóri.“ „Verið ekki svona ágengur,“ sagði Tom Wright mildilega. „Lögreglustjóri spurði yður, hvort þér tækj- uð að yður sakamál og jafnvel hjálpuðuð glæpamönn- um gegn gífurlegri greiðslu.“ „Hvers konar glæpamenn hafið þér í huga?“ Nú tók Jessi Webb aftur að sér stjórnina. Hann tal- aði rólega, en rödd hans var hás. „Við eigum við þrjá gfæpamenn, sem brutust út úr fangahúsinu í Terre Haut í gærmorgun. Lesið þér ekki blöðin, maður?“ Framhald. Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.