Alþýðublaðið - 23.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Smásöluverð á t ö b a k i má elíki vera kærra en kér segir: Reyktóbak: Sailor Boy J/4 Ibs. dós á kr. 2.90 stk. Riehmond Mixture V4 — — > — 2.90 — Oeean V* — — > — 2-30 — Old Frieod J/4 — — > — 2.30 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavik til sölustaðar, þó ekki yfir 2 °/0. Landsverzl un. Hæstar éttardómu r í kaupgjaldsmáli. 26. janúar síðastliðinn var í hæstarétti kveðinn upp dómur, sem er talsvert merkilegur og eftirtektarverður fyrir verkamenn. Skal því skýrt hér frá málavöxt- um og dómurinn birtur. í febrúarmánuði ártð 1921 fann Þorleifur Jónsson verka- maður á Bjargarstíg 17 Jónatan kaupmann Þorsteinsson á Vatns- stíg 3 að máli og faiaðist eftir vinnu hjá honum við húsbygg- ingu hans á Sólvöllum. Var það auðsótt. Til málakom milli þeirra, að Þorleifur ynni ákvæðisvinnu, en ekkert var þá afráðið um það, og vísaði Jónatan Þorleifi til verkstjórans með þeim um- mælum, að >þangað til öðruvísi yrði ákveðið. ynni hann hjá honum fyrir tímakaup<. En ekk- ert var á það minst, hversu hátt tímakaupið skyldi vera. Fór Þorleifur síðan til vinnunnar og vann dagana 14. — 19. febr.. báða meðtalda, samtals 40 ^/a klukkustund. í vikulokÍD, er verkalaun voru greidd, kom í ljós, að Jónatan vildi að eins greiða Þorleifi 1 krónu um tím- atm eða samtals 40 kr. og 50 aura fyrir vikuvinnuna. En Þor- leifur, sem var og er félagi í verkmannafélaginu >Dagsbrún< og því bundinn við kauptaxta þess, gat hvorki rié vildi fallast á þetta kaup, sem var miklu lægra en taxtinn áskildi, og kratðist þess að fá vinnuna borgaða samkvæmt taxtanum með 1 kr. 48 aurum á tíma eða samtals 59 kr. 94 aurum fyrir vikuvinnuna. Þegar Jónatan neit- aði að borga þetta kaup, gekk Þorleifur úr vinnunni og annar maður til, er eins stóð á fyrir, án þess að talca við nokkurri borgun fyrir vinnu sína. Höfðaði Þorleifur síðan mál á hendur Jónatan út af kaupinu. Var kveð- inn upp dómur í málinu í undir- rétti 22. jóní 1922, og skal hér tekinn upp úrdráttur úr honum: >. . . hefir stefnandi (Þorleif- ur) krafist þess, að stefndur (Jónatan) verði dæmdur til að greiða sér kr. 59,94 fyrir vinnu œeð 6 % ársvöxtum frá 23. febr. 1921 t'l borgunardags og máls- .kostnað eftir reikningi eða eftir mati réttarins. Stefndur hefir viðurkent, að sér bæri að greiða stelnanda kr. 40 50, og kvrðst jafnan hafa verið reiðubúinn að borga þá fjárhæð. Að öðru Ieyti hefir hann krafist sýknunar og að sér verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu eða eftir mati rétt- arins. Hin umstefnda skuld er sprottin af því, að í febrúar f. á. vann stefnandi 40^/2 klst. hjá stefnd- um við hús hans á SólvöIIum. Heldur stefnandi því fram, að ekkert hafi um kaupið v'erið samið, en hann hafi gengið út frá því sem gefnu, að hann fengi það kaup, sem þá var ákveðið af verkamannafélaginu >Dags- brúnt, en það var þá kr. 1,48 á klst., og við þuð er krafa hans miðuð. Stefndur heldur* því aftur á móti fram, að hann hafi sagt stefnánda, er þeir ræddu um vinnuna, að hánn vildi ekki borga nema 1 kr. um klst. hverja, og hafi stefnándi ekkí hréyft mótmælum gegn því, heldur farið í vinnuna. En þegar greiða átti kaupið, hafi stefnandi neitað að taka við þessu kaupi og heimtað kr. 1,48, með því að hánn væri í téðu verkamannafélagi og gæti því eigi unnið fyrir lægra kaup. Það er upplýst í máiinu, að Afgreiðsla blaðsms er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstiæti. Sími 988. Augiýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir úfkomudag þang- að eða í prent.smiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskiiftargjald 1 króna á mánuði. AuglýsÍDgaverð 1,50 cm. eindálka. Ústölumenn eru beðnir að gera skil afgveiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. stefndur hefir ekki bórgað öðr- um mönnum, er sams konar vinnu unnu á sama tíma, nema 1 kr. um klst. hverja, og virðast því líkur á, að hann hafi ekki ætl- ast til, að stefnandi fengi hærra kaup, enda ekkert í málinu, sem bendi á, að hann hefði átt áð geta Séð, að stetnandi vildi eigi vinna fyrir svo lágt kaup um þetta leyti árs, þegar venjulega er fremur lítið -um vinnu. Og með því að stefnandi hefir eigi sanuað það, að stefndur hafi vakið hjá honum réttmæta von um hærra kaup en samverka- menn hans fengu, sér rétturinn ekki fært að Dka kröfur hans til greina, og ber því að eins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.