Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 5

Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 5
og fleira og lét dóttur sína 12 ára gamla sofa þar. Og hún átti vini sem litu inn til hennar, stundum kom hún til þeirra, hún þreytti engan með kveinstöfum, hún frú Hólmfríður, hvorki heima eða heiman, en sat löngum með prjóna, eða bækur og blöð, en þegar Lilja kom heim tóku við daprir dagar, hún undi sér ekki betur en fyrir sunnan, söknuðurinn og tómleikinn nísti hjarta hennar, allt í húsinu varð henni að ama því það minnti hana á liðnar sælustundir, sem nú kæmu aldrei aftur. Hún vildi ekkert fara og flestir þreyttust á að koma til hennar, því þeim fannst hún enga ánægju hafa af því — og þeir ckki heldur. Hún var beðin að taka nemendur en vildi það ekki og snerti nú aldrei á hljóðfæri. Hún hélt húsinu hreinu og þvoði þvottinn en gamla konan sá um matinn að mestu leyti, því það var oftast viðkvæðið hjá frú Lilju að hún vildi helst ekki sjá mat, og borðaði aldrei af lyst. Frú Hólmfríður bugaðist ekki, hún gat blandað geði við aðra, það komu margir að finna hana og töluðu við hana í símann og nágrannabörnin komu í dyrnar til hennar og hún lét gott í litlu lófana þeirra. Tíminn silaðist áfram, sumar, haust og vetur og nú voru jólin að koma. Þær sitja í stofunni, ekkjurnar, það húmar, nú er dagurinn svo stuttur — en þær hafa ekki kveikt. Stofan er stór og skrautbúin mjög, bæði af nýtísku húsbúnaði og málverkum og líka sjást gaml- ir útskornir stólar og kínverskt postulín og silfurborð- búnaður glampar á bak við glerhurð í stórum og fall- egum skáp, sem einu sinni hafði átt heima á prests- setrinu Drangshlíð. Þær eru fríðar og fyrirmannlegar og vel búnar þessar tvær konur, sem sitja þarna þögul- ar, gamla frúin leggur frá sér dagblað sem hún hefur verið að lesa í. „Það er að verða of dimmt til að lesa,“ segir hún og gengur út að glugga og horfir út. Frú Lilja situr auð- um höndum í hægindastól, hún horfir líka út. „Sjáðu óhræsis hrafninn sem krunkar þarna á hlið- stólpanum,“ segir hún, „hann spáir engu góðu, það hefur heldur ekki verið gott þetta ár sem bráðum kveður.“ „Ég held að hann spái hreint engu,“ segir frú Hólm- fríður. „Þessi grey verða einhversstaðar að vera, nú er hætt að tala um bæjarhrafnana, ég var oft búin að gefa þeim í Drangshlíð og Iíka á mínu bernskuheim- ili, ég vandist því frá blautu barnsbeini." „Kannske þig langi til að gefa þessu óféti?“ segir frú Lilja. „Já, víst langar mig til þess að gefa honum einhvern jólamat, en það þætti nú víst barnalegt ef ég færi að kafa snjóinn með mat handa hröfnum,“ segir hin. „Ertu búin að koma fyrir matvælunum sem þú lést senda heim í gær?“ spyr Lilja. Gamla frúin játar því. „Ekki veit ég hvað þú ætlar að gera við allan þennan mat, þcgar við erum bara tvær og eins og við borðum lítið,“ segir Lilja. „Ég keypti þetta að gamni mínu, það er engin hætta á að það verði ónýtt þegar maður hefur frystikistu og kæliskáp. Ekki skulum við hafa áhyggjur af því, nóg er víst annað til að setja fyrir sig,“ svarar frú Hólm- fríður. „Já, satt er það,“ segir Lilja. „Ætli þú gefir ekki ein- hverjum það, eins og fleira.“ „Getur verið, en ekki þarftu að vera hrædd um að ég gefi hrafninum það,“ svarar gamla frúin. Dyrabjöllunni er hringt, hún fer til dyra, lokar stofu- hurðinni og talar hljóðlega við þrjú börn, sem standa á tröppunum, það elsta er stúlka um tíu ára gömul, hún gengur inn í herbergið sitt og kemur með eitthvað sem hún fær henni. „Við sjáumst aftur áður en jólin eru liðin,“ segir hún, „verið þið blessuð og sæl og gleðileg jól.“ „Þakka þér fyrir, gleðileg jól,“ segja börnin einum rómi og halda heim. Gamla frúin gengur til stofu. „Þau hafa verið að finna þig, rétt einu sinni,“ segir Lilja. „Ekki skil ég hvað þú getur haft gaman af þess- um börnum.“ „Það er nú ekki von að þú skiljir það, fyrst þú getur ekki haft gaman af þínum dótturbörnum," segir frú Hólmfríður. „En sjáðu nú heimilisástæðurnar: Mamma þeirra var svo uppgefin þegar hún kom heim úr búð- inni þar sem hún vinnur að hún gat ekki staðið á fót- unum, hún háttaði og sagði Klöru litlu að hún yrði að sjá um þau systkinin og elda kvöldmatinn. Hún hafði vakað í nótt við einhvern jólaundirbúning. Held- urðu nú ekki að þessi kona eigi erfiðari ævi en þú, þó hún eigi að nafninu mann sem er að flækjast einhvers- staðar fyrir sunnan, sjálfsagt blindfullur eins og hann er vanur á jólunum, hann hefur ekki sent þeim svo mikið sem kort fyrir jólin og svo má hún vinna baki brotnu og getur ekki annast börnin eins og þarf, en þau eru nú ánægjuleg samt, aumingjarnir litlu.“ „Þá á hún betra en ég, ef ég hefði átt ung og ánægju- leg börn þá hefði ég reynt að vinna fyrir þeim,“ segir Lilja. „Heldurðu að þér hefði þótt það gaman?“ spyr gamla konan. „Þú hefur alltaf búið við auð og allsnægt- ir og ekki þurft að gera annað en það sem þig langaði til. Þú átt börn þótt þau séu fullorðin og vonandi áttu eftir að hafa ánægju af barnabörnunum, „öll él birtir um síðir“. Mig langar bara til að hjálpa henni Klöru litlu, en ég er svo ónýt að hafa mig út í snjóinn og hríðina, þó þetta sé í næsta húsi.“ „Þú vorkennir mér ekki að vera ein á meðan, það hugsar enginn um mig,“ segir Lilja. „Þú mátt ekki segja þetta. Ertu búin að gleyma fall- egu jólagjöfunum frá börnunum þínum?, heldurðu ekki að þau hafi hugsað til þín þegar þau keyptu þær. Og aumingja Gunnhildi okkar langaði að koma og vera hér um jólin, og hefði gert það, en það var bara engin leið fyrir hana að komast frá börnunum," segir gamla frúin. „Já það er rétt hjá þér, ekki geta þau gert að því þó ég hafi enga ánægju af þessum dýrindisgjöfum og kort- um og bókum sem mér hafa verið sendar, ég hef ekki ánægju af neinu og kvíði fyrir jólunum. Það er í fyrsta sinn á ævinni sem ég kvíði fyrir jólunum,“ segir Lilja. Heima er bezt 403

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.