Heima er bezt - 01.12.1975, Page 7

Heima er bezt - 01.12.1975, Page 7
þín. En ég hef nú ekki gaman af gömlum sögum held- ur en öðru. Það er bara eitt sem mig langar til, það er að eiga fáein falleg blóm, eins og þau sem voru á kistunni hans. Ef ég ætti falleg lifandi blóm þá skyldi ég setja þau í kristallsvasa og láta þarna á borðið hjá myndinni af honum. Það eru einu hátíðabrigðin sem ég óska eftir.“ „Þú hefðir átt að hugsa til þess fyr, Lilja mín. Það hefði verið hægt að panta blóm að sunnan, en hér í bæ eru þau ófáanleg,“ segir frú Hólmfríður. „Hún María vinkona mín á oft svo falleg blóm,“ seg- ir Lilja, „ætti ég ekki að ganga til hennar og vita hvort hún getur hjálpað mér um fáein blóm?“ „Jú,“ segir gamla frúin, allshugar fegin, „það skaltu gera. Þetta er örstutt leið og hvort sem hún á blóm eða ekki þá veit ég að það er gott að koma til hennar.“ Lilja gengur fram í forstofu. Nú er orðið næstum aldimmt. Hún fer í hlýja kápu og setur upp fallega loðhúfu, svo opnar hún útidyrnar. Snjókoman hefur færst í aukana, nú er þétt logndrífa og hörkufrost, það fer hrollur um hana og hún hikar við að fara í ltulda- skóna. Svo skellir hún aftur hurðinni og læðist inn í herbergi sem er inn af stofunni, fer um dyr sem eru fram á ganginn. Það hafði verið skrifstofa Erlings og hafði engu verið breytt þar þó hann væri dáinn. Hún tók af sér húfuna og lét hana á skrifborðið, fór úr kápunni, lagðist í legubekkinn og breiddi kápuna ofan á sig. Hurðin fram í stofuna var í hálfa gátt. Hún andvarpar: „Ó, hvað það væri gott að sofna og mega sofa um öll jólin.“ Það er dimmt í herberginu, en frú Hólmfríður er búin að kveikja í stofunni, hún heldur að Lilja sé farin. Dyrabjöllunni er hringt, hún fer til dyra. Það er nýi skólastjórinn sem kominn er, hann spyr eftir frú Lilju. Hólmfríður segir að hún hafi gengið til grannkonu sinnar, hyggur að hún komi fljótt aftur og býður gest- inum til stofu. Hann gengur inn og sest, en segist ekki ætla að stansa neitt, hann ætli að biðja hana fyrir skila- boð til frúarinnar, hvort hún vilji ekki taka að sér að kenna söng og hljóðfæraslátt í barna- og gagnfræða- skólanum eftir áramótin. „Ó, mikið væri nú gott ef hún fengist til þess,“ segir gamla frúin, „en ég geri mér nú ekki mikla von um það. Það hafa bæði ég og aðrir stungið upp á ýmsu við hana og svarið verið „nei og nei“. Það er þreytandi þóf, ég er að verða uppgefin. Ég missti tvö börn og átti ekkert eftir. Svo dó maðurinn minn, þá hefði ég verið einmana ef blessaður Erlingur frændi hefði ekki flutt hingað. Hann var systursonur minn, hann var hjá mér á sumrin og ég óskaði svo oft í hjarta mínu að hann væri mitt barn. Nú er hann farinn, en ég hef reynt að taka því mcð þolinmæði. Það verður nú vonandi ekki langt þangað til cg fæ að hitta hann aftur. Það er annað með aumingja Lilju, hún er svo mikið yngri, en hún á nú börn og barnabörn. Mér blöskrar þessi eymd og harmatölur. Mig langar stundum að segja það sem Leirulækjar-Fúsi sagði við skólaineistarahjón- in í Skálholti, þau höfðu misst cinkabarn sitt: „Þessi góðu hjón gráta mikið og kemur það til af því að þau skortir alla trú, alla von og alla þolinmæði“, og þau reiddust og hættu að gráta. En ég þori ekki að segja það, ég er svo hrædd um að hún gráti þá bara enn meira. Leirulækjar-Fúsi hefur verið það meiri persóna en ég að hann þorði að segja það sem honum bjó í brjósti. Æ, það er víst ekki samboðið prestsekkju að tala svona, ég segi þetta bara við þig Þorsteinn, við erum gamalkunnug og ég veit að það fer ekki lengra. En ég skal reyna að róa að því öllum árum að hún geri þetta. Það getur ekkert hrifið hana úr þessari þunglyndiseymd ef ekki það að hafa eitthvað fyrir stafni og umgangast fólk.“ Gesturinn segir: „Ég veit ósköp vel hvernig þessu er varið og ég er þér sammála í öllu. En það var ekki í gustukaskyni að ég kom hingað með þetta erindi. Mín er þægðin, mundu það, mig vantar kennara og á ekki kost á neinum, síst eins færum og henni. Mér þætti ákaflega vænt um ef það gæti orðið af þessu.“ „Ég skal skila því,“ segir gamla frúin, „og láta þig vita hvernig hún tekur því.“ „Þá er erindinu lokið,“ segir skólastjórinn. „Vertu sæl, frú Hólmfríður, „ég óska af heilum hug að þið getið báðar átt gleðileg jól, þrátt fyrir allt.“ „Þakka þér fyrir, ég óska þess sama,“ segir frú Hólmfríður og fylgir gestinum til dyra. — „Ósköp er kalt,“ segir hún við sjálfa sig um leið og hún lokar dyrunum. „það er gott að hún hefur farið í hlýrri kápu,“ hún sér að kápan er ekki á sínum stað í for- stofunni. Hún gengur inn í stofuna og ætlar að fara að hlusta á útvarpið, þá er enn hringt og enn gengur hún til dyra. Og að þessu sinni er gesturinn — konan í bókabúðinni, hún þekkir það strax, þó hún hafi ekki nema einu sinni séð hana. Nú er hún í loðkápu og með floshatt og heldur á stórum pakka, henni sýnist hún vandræðaleg. „Gott kvöld,“ segir hún lágum rómi, „er þetta ekki frú Hólmfríður frá Drangshlíð?“ „Jú,“ segir gamla konan. „Ég heiti Jóhanna Norðkvist, ég hef svolítið erindi við þig,“ segir gesturinn. „Gerðu svo vel að koma inn,“ segir frú Hólmfríður. „Viltu ekki fara úr kápunni, það er svo heitt inni í stofunni.“ Gesturinn fer úr kápunni og hengir hana á tré, um leið kemur hún auga á silfurbúna svipu sem hggur þar á hillu og hjá henni einn vettlingur, fagurlega útprjón- aður. Það er eins og henni bregði þegar hún sér vettl- inginn, svo tekur hún af sér hattinn og hristir snjó af honum, leggur hann svo á hilluna hjá vettlingnum, svo ganga þær til stofu, setjast og horfa hvor á aðra, loks segir gesturinn: „Þú þekkir mig víst ekki, það er ekki von.“ Þá segir frú Hólmfríður: „Mér finnst nú reyndar ég kannast við þig, en kannske eru það elliórar.“ „Hver heldurðu þá að ég sé?“ spyr gesturinn og brosir dauflcga. „Þú minnir mig á unglingsstúlku, sem ég þekkti fyr- Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.