Heima er bezt - 01.12.1975, Side 11

Heima er bezt - 01.12.1975, Side 11
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ: MÁRÍERLURNAR „Sú rödd var svo fögur svo hugljúf og hrein.“ o <> ll pau ár, sem ég hef verið brúarvörður hér við Austurvatnabrú í Skagafirði, þau eru nú bráðum orðin níu, hafa heimsótt mig márí- erluhjón. Hafa þau búið hér í nágrenni við mig frá því fyrstu dagana í maí, en farið seinni hluta ágústmánaðar, og eitt sumarið þangað til í ágústlok. Strax fyrsta sumarið fór ég að gefa þeim hafragrjón hér í kring um vörsluskálann. Urðu þær fljótt hændar að mér og gæfar. Á vorin, þegar þær koma, syngja þær. mikið og þykir mér söngur þeirra unaðslega fagur og styttir mér marga stundina hér við Vatnabrúna. Fyrstu vikuna eftir að þær koma, eru þær hér við skálann á hverjum degi. Sýnist mér þá annar fuglinn mikið gild- vaxnari en hinn, en hinn aftur allur hnarreistari og snarari. Álít ég, að gildvaxnari fuglinn sé kvenfuglinn og er hún mikið nærgöngulh og kunnuglegri við mig. Um nokkurn tíma eru þær lítið á ferli, koma stöku sinnum og borða hafragrjónin sín og matarúrgang. Syngja þá ævinlega þegar þær koma. Álít ég þá, að þær hggi á eggjum sínum og séu að unga þeim út. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum, kemur márí- erlan með þá hingað til að mata þá. Fyrst kemur hún með einn unga, sem situr með opið ginið einhversstaðar skammt frá henni, tilbúinn að gleypa grjónin, sem móðirin tínir í hann. Sjálf er hún þá orðin mjóslegin og moldug. Eftir svo sem tvo, þrjá daga kemur hún með fleiri unga, venjulega verða þeir fjórir þegar þeir eru allir komnir og er þá karlinn stundum í fylgd með. Hamast þau þá mikið að mata ungana, bæði á grjónum og flugum, sem þau veiða ef gott er veður. Eftir tiltölulega stuttan tíma vill hún ekki hafa ung- ana með sér í grjónagjöfunum, rekur hún þá frá og hefur þá álengdar fjær, en býr ein að matargjöfinni. Verður hún þá svo gæf við mig, að undrun sætir. Má heita oft, þegar ég er einn, að við ræðum saman. í fyrra sumar kom hún í fyrsta sinni hér inn í skál- ann til mín. Það gerði hún seinasta daginn, sem hún var hér. Varð ég þá að taka hana í lófa mér og hjálpa henni út. Hef ég held ég aldrei farið varfærnislegar með neitt í hendi mér, en þennan ástvin minn. En nú í sumar er hún á hverjum degi, þegar ég er einn, eitthvað hér inni. Situr hún þá á rúmgafh eða stuðh, oft sem hún er langa tíma á dyraþröskuldinum og goggar í sig flugur, sem ætla að fljúga inn. En nú eru þær farnar, fóru seint í ágúst. Nú er liðið ár frá því að þetta sem hér á undan er skrifað. Ég er kominn hingað í brúarvörsluna tíunda sumarið. Kom hingað snemma í maímánuði. Þegar ég var búinn að vera hér í tvo daga, varð ég var við márí- erlurnar voru komnar. Sá ég að kvenfuglinn þekkti mig strax. Var hún vingjarnleg, söng blíðlega að fagna sól- ríku og björtu vori hér úti á Islandi. Hoppaði hún í sporin mín hér inn að skáladyrum. Gaf ég þeim þá strax hafragrjón að vanda, sem þau átu feginshugar. Héldu þau öllum sama hætti sem að undanförnu. Þegar márí- erlan var búin að koma með ungana sína nokkra daga, hættu heimsóknir hennar snögglega. Sá ungana koma endrum og eins, en aldrei hana. Tók ég þá eftir því, að hún hékk dauð á efsta streng símans yfir Vatna- brúnni. Var hún þar nokkra daga, þar til stormur kom, þá fann ég annan vænginn af henni á brúnni, sjálf hef- ur hún steypst í Vötnin. Þessi urðu örlög hennar. Hef- ur hennar síðasta sýn verið sólroðinn Skagafjörður í hásumarsdýrð. Sakna ég máríerlunnar ákaflega. Hér er allt hljóðara og einmanalegra síðan hún dó. Fyrst á eftir sá ég ung- ana hennar endrum og eins. Nú er ég búinn að finna tvo af þeim dauða, hafa þeir orðið hræfuglum að bráð. Held ég að einn þeirra sé lifandi. Heyri hann stundum syngja angurvært úti í geimnum hér í kring. Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.