Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 22

Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 22
liggja úti í grimmdarfrosti nótt eftir nótt. Og eld gerði hann ekki, svo að ekki sæist reykur. En á end- anum gátu þeir skotið manninn. Það voru að vísu rengdar sumar sögurnar. En hvað um það, hann var dauðasekur strax eftir að hann myrti lögreglumann- inn. Það var líka haldið, að hann hefði verið óbóta- maður frá Bandaríkjunum. Þeir vissu aldrei deili á •manninum. Falskar tennur áttu að hafa fundist í kofa hans og talið, að þær hefðu verið úr öðrum en John- son sjálfum og hann rnundi hafa hirt þær vegna gulls- ins, sem var í þeim. En þetta var allt leyndardóms- fullt og það mun hafa kostað fleiri mannslíf að sigra þennan veiðimann. Það var því sorgarsaga. Svo er sagan um Robert Tobaco, veiðimanninn, sem veiddi meira en flestir aðrir í kringum Hudson- járnbrautina. Voru þó margir veiðimenn á þessum slóðum á kreppuárunum. Robert hafði farið inn til síns þorps, eða mílu 214. Kom hann svo til baka í kofa sinn. Þar var kona hans með tvo drengi, 5 og 6 ára. Sjálf var hún ólétt. Robert var nokkuð ölvaður og hafði meðferðis brúsa með sterku heimabruggi. Varð nú ósamkomulag milli hans og kellu. Tók hún spýtu og sló Robert illa. Þá sló hann konu sína svo harkalega, að hún rotaðist og raknaði aldrei við. Þegar Robert áttaði sig á, hvað hann hafði gert, ákvað hann að skjóta sig og losna þannig við refsing- una, en henging var lengi í gildi í Kanada fyrir morð. Robert vissi, að hann átti eitt haglabyssuskot ein- hvers staðar í kofanum, sem varla hefur geymt marg- ar hirzlur. Hann sagði við drengina: „Þið finnið skotið, annars fer eins fyrir ykkur og móður ykkar.“ Og þeim tókst að finna skotið. Þá segir Robert þeim að hlaupa nú niður brautina í snjónum til kofa Freds Evans, en svo hét nágranni hans. Fór svo Fred að athuga, hvernig málum væri komið, og fann bæði hjónin dauð. Síðan kom lög- reglan og jarðaði þau í kofanum. Brcnndi síðan kof- ann yfir þeim. ÞEIR EIÉLDU ÉG KÆMIST EKKI Nú bjó ég mig undir að komast á þessar slóðir. Snemma í ágúst lagði ég upp í ferðalagið út á veiði- línu Roberts. Ég fékk allt, sem þurfti í svona leið- angur hjá íslenzkum manni, sem fyrir skömmu hafði byrjað verzlun í Thicked Portage. Þeir voru reynd- ar tvcir í félagi, Ólafur Freeman og John H. Johnson. Ég þurfti að flytja mikið drasl: Mjölpoka, marga sekki af gildrum, járn til að smíða úr ofna og rör- hólka o. fl. Svo var léttibáturinn svo lítill, að hann bar ckki nema helminginn af farminum. En ég var ekkcrt að fást um það. Enda enginn pcningur til að kaupa stærri bát né mótor í hann, það sem þó all- Við foss í Ode-ánni 1938. flestir veiðimenn áttu. En mig var tæplega hægt að kalla veiðimann, því að reynslan var ekki mikil í samanburði við flesta karlana þarna. Kort hafði ég af þessari norðurleið, en vissi þá ekki, að önnur leið var auðvcldari. Ef maður hefði haft bát með utan- borðsmótor, var auðveldlega hægt að fara alla leið- ina á tveimur dögum. Sumum Ieizt svo á ferðalag mitt, að ég mundi aldrei komast út á veiðilínu Ro- berts. Það varð heldur ekki nein hraðferð, bara með árar á bátskriflinu, sem ég hafði búið til úr trjám í skóg- inum. En bátgreyið lak þó ekki, því að seglstriginn var nýr og vel málaður. En ég var með tvöfalt það, sem báturinn bar, svo að þau mundu verða mörg áratogin. Ég heyrði, að einhverjir af vinunum mín- um hefðu veðjað um, að ég kæmist ekki þangað, sem ég þóttist ætla. Og erfiðir voru fyrstu dagarnir. Fyrsta þurra landið, sem ég varð að bera dótið yfir, var um tvær rnílur. Það var auðvelt að bera 150 pund af mjöli. Þá hafði maður 100 pund í þar til gerðri leðuról, sem var með brciðum borða, sem varð að leggja yfir ennið, hengja svo 100 pundin þvert yfir bakið. En svo slengdi maður 50 punda sekk yfir ól- arnar, við hnakkann. Þctta eins og annað komst í vana. Maður varð fljótur að binda. Indíánar skokk- uðu oft með sín hlöss. Þeir voru bæði þolgóðir og fljótir, ef þeir nenntu því á annað borð. Ég man vel eftir fyrsta deginum, þegar ég bar frá einu vatni til annars. Það var steikjandi hiti, svo að svitinn rann af mér. Og margt af dótinu var óslétt og meiddi mig, enda auðvelt að fá blöðru í hitanum. Þcgar allt var komið yfir, þá var komið kvöld. Og bakið sveið og brann, eins og það væri orðið skinn- laust. Það vildi svo til, að kunningjar mínir voru þarna að athuga með fisk og að laga eða byggja kofa á eyju í skemmtilegu vatni, þar sem voru svo marg- ar skógi vaxnar eyjar. Ég meina skóg, ekki kjarr. Svo 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.