Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 24
Á LEIÐARENDA / En nú segir frá framhaldi ferðalagsins. Næst var að komast langa lagleið eftir læk, sem rann í ótal bugð- um, og var mikið af dauðum trjám í honum. En þarna hafði Robert heitinn farið oft og mörgum sinnum. En hann var þá með bátinn sinn nærri tóm- an, minn var aftur á móti vel hlaðinn. Það hjálpaði að vera með góða handsög til að búta trén. Ekki var hægt að höggva þau, því að oft var um 15 cm vatn ofan á þeim. Ekki leit út fyrir, að Robert hefði rutt neinum trjám úr læknum. Ferð mín eftir læknum var sú versta á þessu ferðalagi. En á norðurenda lækj- arins blasti við annað stórfljótið. Það var Odeáin. Mig verkjaði í öll bein, þegar allt draslið var loksins komið að bakka árinnar. Hún var vatnsmikil með Ijósum leirlit. Og nú var ekkert kort af landsvæð- inu, sem ég átti ófarið framundan. En það var bara þeim mun meira gaman. Það var þó ekki nema hálf dagleið, þar til önnur á birtist til hægri, og var ekki um að villast, að það mundi vera Gedduáin. Og langt norður með Gedduánni mundi ég finna bústað Fred Evans og svo minjar um kofa Roberts. Ennþá varð ég að selflytja. Skógurinn var þykkur alls staðar fram með ánni. Ég affermdi, þar sem bakkinn var lágur, en trén þétt. Vissara var að hengja upp eitthvert merki, sem sýndi, hvar farangurinn væri, því að ég ætlaði að láta dótið vera þarna til morguns og ekki væri gott að týna því. Ég tók lengri róðrarskorpur, þegar mig fór að gruna, að ég væri að nálgast kofa Fred Evans. Það var farið að skyggja, er ég sá bjálkakofa með mikið af alls konar rusli í kring. Það er vanalega ljótur umgangur hjá Indíán- um. Inni í kofanum fann ég reikning skrifaðan á Fred Evans. Það létti yfir mér, ég var þá á réttri leið, og ég vissi, að nú væri ekki langt til tóttar Roberts. Þarna var runni með gríðarstórum og fallega vöxn- um grenitrjám. Mildð var þar af íkornum, sem tístu látlaust og voru sjálfsagt að skrafa um þennan óboðna gest. Ég var fljótur að tjalda undir greinum stórs trés, borðaði og lagðist svo fyrir. Svaf draum- lausum svefni. Næsta dag fór ég niður strauminn að sækja síðasta selflutninginn. Það var gott að byggja kofa þarna úr skraufþurrum trjám, sem eldur hafði drepið fyrir löngu síðan. Þau voru líka alveg mátulega sver, 20 cm í mjórri endann og 30 í hinn eða stærri. Það tók rúma viku að byggja þetta bjálkahús. í gólfið lagði ég spírur, sem ég sléttaði að ofan. Það var betra en moldargólf, þó að rifur væru á milli. Framhald í næsta blaði. Ferð úr Bændaskólanum 1921 Framhald af bls. 422. ---------------------------- og oftar á ferðalaginu, lét svo að við værum nokkuð slyngir á því sviði. Bóndi kvaðst eiga fola, sem væri veikur, og mundi annaðhvort um að ræða lungnabólgu eða þvagteppu. Egill stóð þarna grafalvarlegur og taldi að um svo skylda sjúkdóma væri að ræða, að erfitt væri fyrir okkur, ekki lærðari en við værum, að greina þar á milli. Skyldi hann því fá úrskurð dýralæknis, um hvora veikina væri að ræða. Þegar við komum nokkuð frá bænum, skömmuðum við Egil fyrir frammistöðuna. Engu hefði mátt muna, að hann hefði komið okkur öllum til að hlægja og stuðlað að því að við yrðum okkur til stórskammar. Nú réðum við af að halda áfram og ganga alla leið til Akureyrar um nóttina. Jafnframt sáum við fram á, að við yrðum að fá okkur eitthvað að borða, svo okkur entist sæmileg orka á göngunni. Við fórum því heim að Þúfnavöllum og vöktum þar upp. Kom Baldur Guð- mundsson bóndi til dyra. Tjáðum við honum að við værum að koma frá Hólum í Hjaltadal, á þessum degi, °g hyggðumst ganga til Akureyrar um nóttina, van- hagaði okkur nú mest af öllu um mat, svo líðanin gæti orðið sæmileg á leiðinni. Hélt Baldur jað eitthvað mundi til matarkyns. Fengum við þarna ágæta máltíð og héldum þaðan léttir í skapi. Nóttin leið og við sil- uðumst áfram inn Þelamörkina, yfir Moldhaugaháls- inn og inn Kræklingahlíðina. Reyndi þessi ganga nokk- uð á þolrifin og vorum við bæði slæptir og syfjaðir, er við komum inn undir „Lónið“, sem er skammt norð- an Akureyrar. Varð að ráði að við hvíldum okkur þar litla stund. Sólin var fyrh löngu komin upp og skein á heiðum himni. Blæjalogn var og sterkjuhiti. Þessi litla hvíldarstund var notuð til að athuga kostnaðinn við ferðalagið. Ég hafði haft nokkuð með fjárreiðurnar að gera og skrifað hjá mér hvað hver hafði borgað á hverjum stað. Varð nú að koma þessu á hreint, þannig að hver greiddi það, sem honum bar. Ekki er ég í vafa um það að sumh okkar greiddu sína síðustu krónu, til að standast kostnaðinn við ferðalagið, þó varð hann ekki mehi en kr. 42,00 á hvern þátttakanda. Við komum til Akureyrar kl. 9 um morguninn alls- hugar fegnir að vera búnh að ná þessum áfanga. Vel var tekið á móti okkur af vinum og kunningjum og hvíldum við okkur vel á eftir þessari síðustu þreytandi göngu, sem tekið hafði 20 klst. Þeh, sem heima áttu austan Eyjafjarðar, fengu sig ferjaða yfir pollinn og héldu áfram göngunni til sinna heimila og segh ekki af því frekar. Það skal, að síðustu, fram tekið, að við vorum sæmi- lega heppnir með veður og færi á þessu ferðalagi. Það rigndi aldrei mikið og oft var stillilogn. Þegar maður nú, eftir 54 ár, rennh huganum yfir þessa 9 daga ferð, þá finnst manni að hún hafi verið með ánægjulegustu tímum unglingsáranna. Skrifað í ágúst 1975. 422 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.