Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 25

Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 25
KVED EG mér til hugarhcegða r KRISTBJÖRN BENJAMÍNSSON. Hann er fæddur 27. maí 1905 á Amarstöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Árið eftir fluttist hann með foreldrum sínum, Benjamín Jósefssyni og Jónínu Rann- veigu Jónsdóttir að Katastöðum í sömu sveit. Þar ólst Kristbjöm upp við öll al- geng sveitastörf á búi foreldra sinna, og síðar með systkinum, allt til ársins 1963. Þá fluttist hann til Kópaskers og hefur átt þar heima síðan sem starfsm. KNÞ. BURT FARA MEYJAR Ég lék mér að lokkunum þínum við logann af ástanna glóð. Þú kynntist þá kvæðunum mínum ég kvað þér mín fegurstu ljóð. VORKVÖLD Hér sit ég hljóður einn í aftan skini og uni sæll hjá mínum bezta vini. Fuglinum er frelsið þráir hreina og flögrar milli smárra birkigreina. Þó tæki í skógi að skyggja við skruppum á ástanna fund. Létt var þá borgir að byggja því björt eru vonanna sund. Nú óttast þarf ei heimsins heljartök að harmi tíð og ísa leggi vök. Það er vor og varmaþíður blær vorsins ljóma um himinhvolfið slær. Er saman við sátum vina oft sagt var í eyra mér. „Aldrei ég hugsa um hina hjarta mitt gef ég þér.“ Aftanskinið yfir víkur voga vefur sínum gullna töfraloga. Sunnan hlýja gróður birtan blíða burt eru hret, er áður vöktu kvíða. Þú kveiktir í kyrrðinni funa þú kveiktir í brjóstinu á mér. Og margt var þá heitið að muna ég man það, en greini ekki hér. Fuglar koma fagnandi að landi frelsi þeirra vona ég engin grandi. Söngvar þeirra berast blítt að eyra nú bið ég þá að syngja meira meira. Ástin er logandi leikur leikur um helgustu þrár. Grátinn og gleðina eykur græðir og veitir sár. Heill þér vor, er hugsjón tendrar bjarta hrekur burtu myrkrið dapra, svarta. Klæðir landið litaskrúði blóma lætur þýða hörpustrengi óma. Á æskuna örlögin kalla í ævintýranna leit. Blöðin af björkunum falla og burt fara meyjar úr sveit. Yfir dalnum draumsæll hvílir friður við dranga leikur hljóður sjávarniður. Söngvar berast birkigreinum frá í bliki kvöldsins fugl þar líta má. Nú eru borgirnar brostnar er byggðust við vonglaða sol. Fegurstu rósirnar frosnar og fallvalt mitt gleði hjól. Litli fuglinn svífur grein af grein sjá gleði hans er sigurviss og hrein. Já njóttu vorsins næturgalinn minn í nótt ég vaki og hlýði á sönginn þinn. ÞEIR GRIPU ÞÁ AF SÉR Má hér líta mæta drcngi móðsins hefja för. Þeir trítla um með toppa í vöngum — topp á höku og vör. Dag frá degi stækka og standa stífir oddarnir. Ætli að vinni ástir meyja andlits-broddarnir. Nei — reynslan varð að fljóðin fældust fjandans dúskana. Nú hafa þeir allir af sér gripið andlits-brúskana. Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.