Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 28

Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 28
Og það kviknaði ljós. Hér áður fyrr reifaði ég stund- um þá hugmynd við nánustu að ég gerðist ljóðskáld. En ævinlega varð þeim svo illt af hlátri að ég óttaðist um heilsu þeirra, enda reyndi ég ekki að banga saman einni vísu. Vökuþáttur gaf mér magnþrunginn innblást- ur, — því ekki órímuð ljóð? Vandamenn eru alveg dofnir fyrir þeim. Og Vökumenn gáfu mér forskrift- ina: Ég kippi gamalli og minningaríkri mynd upp úr rykföllnu albúmi og yrki: Á þessari mynd sjáið þið húsið sem ég bjó í við Geislagötuna — sem barn. Á þeim tíma var Geislagatan ekki gata — heldur grænn bali með síkisskurði í vestari endanum, ekki óáþekkt vansköpuðum, móálóttum hesti. — En austan við var Glerárgatan — þar hafði Bæring gamli hesta sína. Stundum var svo vond lykt frá hestunum að við krakkarnir veigruðum okkur við að fara í slábolt á götunni. í vinstra horni myndarinnar má greina kött sem nú er horfinn inn í grámóðu eilífðarinnar — sem ber litaraft feldar hans. Laufblað fýkur eftir götunni. aðeins eitt einmana blað----- sem er svo hvikult eins og — eins og eilífðin sjálf hefði það að leiksoppi. Ég ætla að gefa út ljóðabók þótt aðeins þetta eina ljóð sé tilbúið í hana. Og ég er búinn að gefa henni nafn — hún á að heita Glæra. Að auki stend ég dálítið vel að vígi til þess að gerast skáld. Ég hef aðgang að þó nokkru víðlesnu tímariti, en þeir sem eiga aðgang að blaði eiga alltaf vísan framgang sem skáld og lista- menn, — eftir því hef ég tekið. — Nafnlaus er sá sem enginn þekkir. Gleðileg jól. E. E. Jólatréð mun upphaflega hafa komið fram í Elsass (þá í Þýskalandi, nú í Frakklandi) einhverntíma á 17du öld. Til Danmerkur mun það hafa komið um 1820, og sennilega eftir það fljótlega hingað til lands, að öllum líkindum með einhverjum dönskum embættismannin- um. Hugmyndin að jólatrénu mun vera fengin úr orð- um Biblíunnar um lífsins tré. Um langt skeið hefur jólatréð verið ómissandi þáttur í jólahaldinu, smíðuð jólatré úr tré, innflutt gervi-jólatré sem og greni-jóla- trén sem mikið ber á nú á dögum. Sennilega hefur það tíðkast frá fyrstu dögum þess að dansað hafi verið í kringum það og ýmist þá sungnir sálmar eða verald- legar vísur, svo sem um jólasveinana sem auðvitað fylgja jólum. Eftirfarandi jólasveinakveðskapur er eftir Óm- ar Ragnarsson og er við kunnuglegt amerískt lag. Óm- ar setur hér fallega ameríska jólasveininn í íslenskt um- hverfi, og má búast við að okkar gömlu, hjólbeinóttu og hnuplgefnu jólasveinum sé lítið um slíkar „fegurðar- dísir“ gefið. Elly Vilhjálms söng þetta lag inn á hljóm- plötu á sínum tíma með góðri aðstoð hljómsveitar Svavar Gests. JÓLASVEINNINN MINN. Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að koma í dag, með poka af gjöfum og segja sögur og syngja jólalag. Það verður gaman þegar hann kemur, þá svo hátíðlegt er. Jólasveinninn minn, káti karlinn minn kemur með jólin með sér. Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að koma í kvöld, ofan af fjöllum með ærslum og sköllum hann arkar um holtin köld. Hann er svo góður og blíður við börnin, bæði fátæk og rík. Enginn lendir í jólakettinum. allir fá nýja flík. Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn arkar um holtin köld, af því að litla jólabarnið á afmæli í kvöld. Ró í hjarta, frið og fögnuð flestir öðlast þá. Jólsveinninn minn, komdu karhnn minn, kætast þá börnin smá. Sumum finnst ekkert hátíðlegt nema hafa hvít jól (snjór yfir öllu), öðrum er alveg sama þótt jólin verði rauð (alauð jörð). Engilsöxum finnast hvítu jólin allt- af hátíðlegri, enda hafa þeir svo lítið af snjó nema í svo sem tvo mánuði, og þeir syngja hvítu jólunum lof í ljóðum. Eftirfarandi jólatexti er við amerískt lag. Textann gerði Stefán Jónsson. Elly Vilhjálms og Ragn- ar Bjarnason hafa sungið það inn á hljómplötu. HVÍT JÓL. Ég man þau jólin mild og góð, er mjallhvít jörð í ljóma stóð. stöfuð stjörnum bláum frá himni háum. 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.